Ég hef aldrei áður gert svona áhugaspuna svo dæmið mig eftir því.






1. Kafli.


Harry lá í rúminu sínu á Runnaflöt fjögur þegar Petunia móðursystur hans bankaði á hurðina hjá honum og sagði honum að drífa sig að vakna.
Harry þurfti í raun ekkert að vakna enda ekki komið dúr á auga alla nóttina, hann væri búinn að eiga afmæli alla nóttina en samt engar afmælisgjafir fengið frá vinum sínum í galdraheiminum eins og hann vanalega fékk.
Hvað ætli sé að? Hugsaði Harry á meðan hann klæddi sig í fötin og dreif sig niður í morgunmat. Hann var farinn að fá að borða eins og hann vildi eftir samtal Skröggs við Vernon frænda Harrys á lestarstöðinni í lok síðasta skólaárs. Hann hugsaði líka um hvernig lífið væri í fönixreglunni, en það sem hafði legið mest á Harry allt sumarið var dauði guðfafaðir sinns hans Siriusar. Bara ef ég hefði fundið spegillin strax… Hafði Harry hugsað í allt sumar. Honum fannst smá eins og það væri honum að kenna að Sirius dó, ekki af því hann hafði séð sýnina þar sem Sirius var kvalinn af Voldemort heldur því ef hann hefði fundið spegilinn strax þá hefði hann vitað strax hvort Sirius væri heill á húfi heima hjá sér eða ekki.

Dudley var ekki nærri eins andstyggilegur við Harry eftir að hann byrjaði í Hogwarts, hann hafði eiginlega verið hræddur við Harry síðustu fimm ár. En það var samt ekki hræðsla sem Harry sá aðalega úr augnliti Dudleys þessa dagana heldur líka smá þakklæti, eins og að hann vissi vel að Harry hafði bjargað lífi hans síðasta sumar þegar vitsugurnar réðust á þá.
Harry var að fá sér ristað brauð þegar Vernon frændi kastar til hans bréfi sem var stílað á Harry.
“Jæja, svo þessar uglur eru bara dauðar eða?” Spyr Vernon “Þú ert bara farinn að fá póst í gegnum lúguna…það hlýtur að vera frá þessum furðufuglum þarna, enda áttu enga venjulega vini!”
Harry vissi vel að að með venjulega átti Vernon frændi við muggana. En hann gat samt ekki leynt undrun sinni hví hann fékk ekki senda uglu, og minntist þess að Hedwig var ekki kominn en samt var meira en vika síðan hann hafði sent hana til Rons.

Harry reif upp bréfið og las:


Hr. Potter, Harry


Þér minnist þess kannski að þú tókst áfángapróf sem kallast U.G.L. (Undraverð galdra leikni) á síðasta skólaári! í þessu bréfi koma einkunnir þínar og listi varðandi skóladót næsta ár í Hogwarts.

Harry skammaðist sín soldið fyrir að hafa steingleymt U.G.L.u prófunum sínum…



Saga Galdranna: 89%

Varnir gegn myrku öflununum: 100%

Spádómsfræði: 80%

Töfrabrögð: 100%

Töfradrykkir: 69%

Stjörnufræði:95%

Jurtafræði: 97%

Ummyndun: 90%

Umönnun Galdraskepna: 99%





Þetta gerir samanlagt átta U.G.L.ur! Hugsaði Harry. Hann var soldið hissa á sjálfum sér á meðan hann hugsaði hvort maður þyrfti að vera mjög góður í töfradrykkjum til að vera Skyggnir, Þá heyrðist bankað á hurðina og einhver bauð dreif sig inn án þess að bíða eftir að það yrði opnað fyrir sér.
“Hvaða læti eru þetta!” þrumaði Vernon en þaggnaði eins og kettlingur þegar hann sá hver stóð í forstofunni….
“Skröggur!” Kallaði Harry þegar hann sá hver maðurinn var.
“Já blessaður Harry, við ákváðum að koma að sækja þig því við höfum ekkert heyrt í þér lengi” sagði Skröggur. en bætti síðan við þegar hann sá svipinn á Vernoni að það væri ekki Dursley fjölskyldunni að kenna heldur að það væri ekki hægt að senda uglur því þær eru allar drepnar af stuðningsmönnum Voldemorts. Harry brá við að heyra þetta og hugsaði um vesalings Hedwig, hvort hún væri óhult, hvort hún væri dáinn, hvort hún hefði komist til Rons!!!
“Hedwig er í góðu lagi heima hjá Ron” Sagði Skröggur, eins og hann vissi að Harry væri einmitt að hugsa um Hedwig, Harry létti heilmikið við að heyra þetta og skildi strax afhverju hann hafði ekki fengið neinar afmælisgjafir.
“Harry komdu við verðum að drífa okkur” Sagði Lupin sem Harry tók fyrst eftir núna að væri þarna. “Taktu saman koffortið þitt og við höldum á stað í Hreysið”

“Hvernig komumst við í Hreysið?” Spurði Harry. “Með Riddaravagninum!?”
“Nei, Nei. Alls ekki. Það er engum treystandi nú til dags.” Sagði Lupin. “Þú veist að þú ert að byrja sjötta árið þitt í Hogwarts er það ekki?”
“Ehh.. Jú, hvað kemur það málinu við?”
“Þú veist hvað gerist á sjötta árinu. Er það ekki?”
“Eh, ég læri fleiri galdra…” Sagði Harry, en vissi vel að það væri ekki það sem Lupin átti við.
“Já, svo aldeilis.” Sagði Skröggur. “Þú lærir auðvitað fleiri galdra en þú lærir líka að tilflytjast!”
“HA!?” Segir Harry. “Eru þið að reyna að segja að ég tilflytjist í Hreysið?”
“Ja, Já. en við þurfum að kenna þér það fyrst.”
“En, en á ég ekki að læra það seinna? Ég meina í skólanum! Ekki hérna, núna?”
“Ja, það er reyndar soldið sérstakt að þú lærir það svona snemma en Dumbledore sagði að það væri nauðsynlegt, því þetta væri eina örugga leiðin til að þú komist frá Runnaflöt!”
Harry var alveg gáttaður. Hann, að læra að tilflytjast. Hann hafði oft séð Fred og George og Percy og marga fleiri tilflytjast en honum fannst samt eins og hann mundi aldrei ná því sjálfur.


“Jæja eigum við að drífa í þessu?” Spyr Skröggur.
“En, en ef þetta mistekst? Þú veist, ég gleymi kannski búknum hér og hausinn verður þar eða eitthvað?”
“Þá ertu með tvo afbragðs galdramenn til að kippa því í liðinn” Segir Skrögur.
“Allt í lagi Harry minn” Segir Lupin. “Þú veifar sprotanum svona…sjáðu.” Segir hann og veifar sprotanum í hálfhring. “Og síðan smellirðu svona og segir Octobuz Hverfios!” Segir hann og hverfur en birtist fyrir aftan Harry.
“Ok, en hvernig ræðurðu hvar þú birtist?”
“Já, það! Eina sem þú þarft að gera er hugsa um staðinn rétt eftir að þú gerir galdurinn.”
“Jæja prófaðu” Segir Lupin. “Eða bíddu! Hvert hefuru hugsað þér að fara? Svo við getum nú fundið þig síðan.”
“Kompuna undir stiganum” Segir Harry og minnist allar stundirnar sem hann var læstur í henni upp á vatn og brauð.
Harry beitir sprotanum eins og Lupin hafði sýnt honum, hann segir Octobuz Hverfios og hugsar um kompuna undir stiganum. Honum tókst það, hann er komin í kompuna undir stiganum. En hvar er hægra hnéðið á mér? Veltur hann fyrir sér skelfdur á svip.
“Jæja, þetta var frábært!” Þrumar Skröggur sem rétt í þessu reif upp hurðina að kompunni með hnéið hans Harrys í hægri hendinni. “Ja miðað við byrjanda allavega.” Segir hann og fer síðan með einhverja galdraþvælu og hnéið á Harry er komið á sinn stað eins og ekkert hafði í skorist.

Eftir tvo tíma þá er Harry búinn að ná þessu fullkomlega, hann hafði meira segja farið til Londons og aftur til baka. Hann kveður Dursley fjölskylduna og verður fremur hissa þegar sér hvað þau kveðja hann mikið, honum dettur helst í hug að það sé Skröggi að þakka…
Þeir Tilflytjast heilir á húfi í Hreysið og Harry finnst loksins eins og hann sé kominn heim!

2. Kafli


“Vá maður, Harry! Kanntu að tilflytjast?” Segir Ron þegar hann sér Harry birtast í eldhúsinu í Hreysinu. “Sýndu mér, tilflystu upp í herbergið mitt, Hermione er þar, vá hvað hún verður spennt.”
Harry Tilflyst upp í herbergið hans Rons og sér hvar Hermione situr á rúminu hans Rons og er að tala við Ginny.
“Ahhh…” Öskrar Hermione. “Hver ertu?”
“Þetta er alttílagi” Segir Ron sem hrindur upp hurðinni að herberginu sínu. “Harry kann að tilflytjast…”




















Ég vil bæta við að ef ég gleymi einhverjum fögum í U.G.L. u prófunum þá fyrirgefið. Ég vil svona fyrst fá að sjá hvernig undirtektir þetta fæ áður en ég held áfram með þetta :)