((Þetta er fyrsta fan fiction sagan mín þannig að ég er nokkurn veginn bara að prófa mig áfram hérna.
ATH. ÞESSI SAGA INNIHELDUR NOKKRA SPOILERA ÚR FIMMTU BÓKINNI!))


Lestin þaut framhjá fjöllum, skógum og vötnum á ógnarhraða. Hún fór svo hratt að Harry varð frekar bumbult á að horfa út um gluggann. Engin furða, enda var hann nýbúinn að háma í sig tvær graskerskökur og þónokkra súkkulaðifroska.
Harry andvarpaði og hallaði sér aftur á bak í sætinu sínu. Hann leit í kringum sig. Þetta árið deildi hann frekar stórum klefa með Neville Longbottom, Seamus Finnigan, Dean Thomas, Parvati Patil og Lavender Brown.
Nevill hraut lágt í sæti sínu og Seamus hafði sökkt sér ofan í bók um írska landsliðið í Quidditch, á meðan Dean skoðaði nokkrar myndir af fótboltaköppunum í Liverpool. Lavender og Parvati virtust skemmta sér konunglega við að spá fyrir hver annarri en að þessu sinni virtust þær nota aðferð Rons og Harrys, að spinna upp alls konar vitleysu. Tvö sæti í klefanum voru auð. Harry hafði tekið þau frá fyrir Ron og Hermione sem enn voru á fundi fyrir umsjónarmennina.
Harry leit aftur út um gluggann er hann velti fyrir sér hvernig sjötta ár hans í Hogwarts yrði.
Nú þegar Sirius var farinn fannst honum eins og það vantaði stóran part af honum. Um sumarið hafði hann ótal mörgum sinnum hrokkið upp úr svefni eftir martraðir þar sem hann sá Bellatrix myrða Sirius. Innst inni fannst honum samt að það væri möguleiki að Sirius væri ennþá á lífi og að þetta hafði bara verið mjög, mjög langur draumur sem hann myndi vakna upp úr á hverri stundu.
Hann hrökk upp úr hugsunum sínum þegar hurðin að lestarklefanum var opnuð og Ron gekk inn.
“Hvar er Hermione?” Spurði Harry þegar Ron hafði sest niður.
“Hún varð eftir. Þurfti víst eitthvað að tala við Terry” Sagði Ron og teygði sig í einn af súkkulaðifroskunum sem að Harry átti eftir.
“Terry Boot, umsjónarmaðurinn úr Ravenclaw” Bætti hann við þegar hann sá undrunarsvipinn á Harry. “Hann er greinilega eitthvað hrifinn í henni, enda er hann stanslaust hrósandi henni eða horfandi á hana”. Ron ranghvolfdi í sér augunum og nartaði í súkkulaðifroskinn.
“Ég hélt að Hermione væri með Victor Krum” Sagði Parvati. Hún og Lavender höfðu greinilega fylgst með samræðum þeirra frá því að Ron kom inn í klefann.
Harry yppti bara öxlum í áttina að þeim og fékk sér seinasta súkkulaðifroskinn. Á meðan hann maulaði á súkkulaðinu leit hann á myndina af galdramanninum, sem fylgdi alltaf með.
Ramminn var auður að þessu sinni, en undir honum stóð með gylltum skrautstöfum:“Cecilia Donahue”.
Harry leit á Ron sem virtist vita alveg jafn mikið og Harry um þessa galdrakonu, ekkert. Harry snéri kortinu við og las textann:

“Cecilia Donahue var einn færasti njósnari ráðuneytisins þegar Þið-vitið-hver var uppi á sínu besta. Cecilia útskrifaðist úr Hogwarts með hæstu einkunn sem gefin hefur verið og hóf störf sem njósnari fljótt eftir útskrift. Cecilia kom ráðuneytinu langoftast á hæla stuðningsmanna Þið-vitið-hvers. Eftir að Hann sem má ekki nefna hvarf, hvarf Cecilia líka sporlaust og hefur ekki heyrst né sést til hennar síðan.”

Harry leit aftur framan á kortið á auðann rammann. “Hæsta einkunn” Fussaði í Ron. “Þetta gæti alveg eins verið Hermione!”
“Hermione hvað?” Hurðin að klefanum lokaðist og Hermione gekk til þeirra. Hún var nú þegar búin að skipta um föt.
“Ekkert” Sagði Harry og stakk myndinni ofan í vasann. Hann var ekki í skapi til að hlusta á fróðleiksmola Hermione á þessari stundu.
Smátt og smátt hægði lestin á sér og þau gengu út ásamt hóp af öðrum spjallandi nemendum. Kunnuleg rödd var það fyrsta sem þau heyrðu. “Fyrsta árs nemar! Fyrsta árs nemar koma hingað!” Þrumaði Hagrid yfir hópinn. Harry veifaði til hans áður en hann steig upp í vagninn, sem átti að flytja þau upp í kastalann, með Ron, Hermione og Neville.
Eftir örskamma stund sátu þau öll við Gryffindor borðið. Salurinn ómaði af hlátrasköllum og gleðilegum röddum en allir þögnuðu skyndilega þegar prófessor McGonagall gekk inn með sortunarhattinn og röð af stressuðum fyrsta árs nemum á eftir sér.
Allt gekk sinn vanagang; hatturinn söng sitt lag og hóf svo að sortera nemendurnar á heimavistirnar, við mikinn fagnað eldri nemenda.
Þegar því var lokið gerðist nokkuð óvænt. Hávaxin dökkhærð stúlka gekk inn í salinn og til prófessors McGonagalls. McGonagall sagði eitthvað við hana og stúlkan settust niður á kollinn. Hún leit snöggt yfir salinn áður en McGonagall lét hattinn falla yfir augu hennar.
”Hver er þetta?” hvíslaði Ron að Harry og Hermione en fékk ekkert svar. Þau voru bæði of upptekin að stara á stúlkuna líkt og allir í salnum.
Stúlkan sat þarna dágóðan tíma þar til loksins rifa opnaðist á hattinum og rödd hans hljómaði um allann salinn: ”GRYFFINDOR!!!”.
Nemendurnir við Gryffindor borðið klöppuðu kurteisislega og stúlkan stóð upp og gekk yfir að borðinu. Hún settist niður við hliðina á Hermione og leit feimnislega niður á borðið. Athygli allra beindist þó fljótt af henni því Dumbledore stóð upp. Hann brosti góðlátlega. ”Ég hef aðeins þrjú orð til að segja við ykkur að þessu sinni. Belgið ykkur út!” Hann hrópaði seinustu setninguna og maturinn birtist á borðunum, girnilegur að vanda.
Á meðan Harry skóflaði salati á diskinn sinn gaut hann augunum á nýju stelpuna. Hún var frekar falleg. Dökkt þykkt hárið liðaðist niður bak hennar og brún augun tindruðu. Húð hennar var sólbrún á að sjá og Harry var viss um að hún væri útlendingur.
Hermione staðfesti fljótt grun hans þegar hún fór að spjalla við stelpuna.
Með því að fylgjast með samtali þeirra komst Harry fljótt að ýmsu. Hún hét Ariana Carmicheal og var sextán ára. Hún var nýflutt til Bretlands frá Salem í Bandaríkjunum og þurfti að sjálfsögðu að skipta um skóla.
”Salem, segirðu?” Sagði Hermione og Ariana kinkaði kolli. ”Ég hef lesið um skólann í Galdraskólar heimsins. Hann er víst einn af bestu galdraskólunum. Það er að segja með Hogwarts og Strundy í Ástralíu.”
Ariana brosti.,, Hefurðu virkilega lesið þá bók? Hún er svona um tvöþúsund blaðsíður. Salem er mjög góður skóli. við erum að vísu ekki með svona margar heimavistir eins og þið, bara stelpu og stráka heimavistir.”
Harry nennti satt best að segja ekki að fylgjast með umræðunum um galdraskólana, þó að honum hafði aldrei grunað að það væru svona margir skólar til. Hann hóf þess vegna að skófla í sig matnum.
”Harry?” Sagði Hermione allt í einu. ”Þetta er Ariana. Ariana, þetta er Harry Potter” . Ariana brosti og rétti út hendina. Harry leit snöggt í kringum sig og tók svo í hendina á henni. ”Ga-an a kynnat ér” Sagði hann með fullann munninn af kjöti. Ariana hló en Hermione hvolfdi í sér augunum. ”Og þetta er Ron Weasly. Hann ætti að vita nafnið þitt miðað við það hann er búin að fylgjast með okkur síðan ég veit ekki hvenær”
Eyrun á Ron urðu eldrauð og hann leit illilega á Hermione en hann tók í höndina á Ariönu og muldraði eitthvað, sem líklegast átti að vera kveðja.
Þau spjölluðu saman, það er að segja Ron við Harry og Ariana við Hermione, þar til maturinn var horfinn af fötunum og Neville hafði sofnað fram á borðið.
Þá stóðu þau upp og fylgdu Ron og Hermione upp á heimavistina. Þar skildust leiðir og Ron og Harry héldu upp í svefnsal drengja. Harry háttaði sig geispandi og sofnaði um leið og hann lagðist á koddann.

Hann hrökk upp úr svefni í svitabaði. Enn önnur martröðin um Sirius. Harry fálmaði eftir gleraugunum sínum og lét þau á sig. Honum fannst eins og hlátur Bellatrix glumdi enn í eyrum hans. Harry stóð upp og þurrkaði svitann af enninu ásamt því að líta á klukkuna. Hún var hálfsjö. Harry andvarpaði og fór að klæða sig. Hann gæti aldrei sofnað aftur úr þessu þannig að það sakaði ekki að fara niður í Stóra sal og bíða eftir Ron og Hermione þar. Hann læddist út úr svefnsalnum og rölti svo niður gangana í rólegheitum.
Það voru ekki margir í stóra salnum, eins og við mátti búast.
Slytherin borðið var autt, tvær stelpur sátu við Ravenclaw borðið og ein stelpa sat við Hufflepuff borðið við lærdóm. Ariana sat ein við Gryffindor borðið. Hún veifaði til Harrys og hann gekk til hennar.
”Þú ert aldeilis snemma á fótum” Sagði hann og hóf að smyrja ristað brauð.
”Sömuleiðis” Sagði Ariana og brosti til hans. ” Nýju stundarskránar fyrir sjöttu bekkinga” Sagði hún og rétti honum stundarskrá.
Hann leit yfir hana á meðan hann át brauðið sitt í rólegheitum. Fyrsti tíminn var vörn gegn myrkru öflunum svo að Harry leit upp að kennaraborðinu. Enginn nýr kennari hafði bæst í hópinn. Dumbledore sat fyrir miðju og drakk kaffi úr bolla sem virtist gretta sig og geifla til skiptis og McGonagall sat á tali við Hagrid. Flitwick, sem sat á fjórum stórum koddum til að sjá upp á borðið, borðaði morgunnkorn á meðan hann las blaðið og Sinatra og madame Hooch sátu á spjalli. Snape sást þó hvergi, sem Harry þótti frekar skrítið.
”Ummm…Harry?” Sagði Ariana allt í einu. ”Ég var að velta fyrir mér, síðan ég hitti þig það er að segja, hvernig þú fékkst þetta ör” Hún horfði á ennið á honum. Harry starði á hana. ”Veistu það ekki?” spurði hann hissa en Ariana hristi höfuðið svo að dökkt hárið sveiflaðist til og frá. ,,Nei. Ég hitti þig nú bara í fyrsta sinn í gær. Hvernig ætti ég annars að vita það?” svaraði hún.
Hún vissi það þá ekki. Þetta var fyrsta manneskjan á sínum aldri sem Harry hafði hitt sem vissi ekki allt um hann og galdraörið hans. Harry brosti til hennar út í annað.
”Ég hélt að Hermione hefði kannski sagt þér frá því. Þetta var bara smá slys sem að ég lenti í þegar ég var lítill.” Einhvern veginn langaði honum ekki að segja henni sannleikann. Þetta var kannski í fyrsta og eina sinn sem hann myndi þekkja einhvern sem ekki vissi þetta um hann.
Fólk var farið að streyma inn í salinn og ekki leið á löngu þar til Ron og Hermione settust við hlið þeirra. Ariana rétti þeim stundarskránnar þeirra og þau litu bæði fljótt yfir þær.
”Fyrsti tíminn er vörn gegn myrkru öflunum” Tilkynnti Hermione þeim. Líkt og Harry hafði gert skimuðu þau bæði upp að kennaraborðinu.
”Ætli Snape hafi loksins náð starfinu?” sagði Hermione þegar þau sáu að enginn kennari hafði bæst í hópinn.
”Þá er allt sem við lærðum í fyrra farið í súginn!” Urraði í Ron og velti næstum því niður mjólkurglasinu sínu.
Auðvitað átti Ron við það sem þau höfðu lært í leynifélaginu þeirra en ekki það litla sem þau höfðu lært úr tímunum hjá prófessor Umbridge.
Allir meðlimir félagsins höfðu fengið háa einkunn á U.G.L.u prófinu sínu í Vörnum gegn myrkru öflunum en þó enginn eins háa og Harry, sem fékk hæstu einkunn sem gefin var.
Það vó töluvert á móti ansi lárri einkunn úr tímunum hans Snape, þar sem Harry fékk næst lægstu einkunnina.
Þegar Harry, Ron, Ariana og Hermione höfðu klárað morgunnmatinn sinn stóðu þau upp og gengu af stað til kennslustofunnar. Þau komu sér fyrir framarlega í stofunni og biðu, með restinni af sjötta árs Gryffindor nemunum, eftir kennaranum.
Þegar fimm mínútur voru liðnar af tímanum var hurðinni skellt aftur og hettuklædd manneskja gekk inn. Augu allra beindust að manneskjunni, sem gekk upp að kennaraborðinu og tók af sér skikkjuna. Við skrifborðið stóð hávaxin kona með ljóst hár niður að mitti. Hún var klædd í fölbláan skikkjulíkan kjól með grænan borða bundinn um mittið. Augu hennar voru dökkbrún og hún hafði oddhvöss eyru, líkt og á álfi.
”Góðan daginn, bekkur” Sagði hún og hnyklaði augabrúnirnar er hún leit yfir nemendahópinn.
”Velkominn í fyrsta tímann ykkar á þessu ári í Hogwarts og fyrsta tímann ykkar hjá mér. Ég er nýji kennarinn ykkar í vörn gegn myrkru öflunum” Sagði hún og hallaði sér að skrifborðinu. ”Ég heiti Cecilia Donahue.”