Aðdáendur óttast! 25. júlí, 2003

Talsmaður Warner Bros Studios tilkynnti fjölmiðlum á föstudagsmorguninn að aðalleikararnir þrír í myndunum um Harry Potter muni taka ákvörðun um það fljótlega hvort þeir leika áfram í HP myndunum. Stjörnurnar þrjár, Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe mættu einnig á fundinn og svöruðu nokkrum spurningum.

Emma Watson spjallaði við fjölmiðlana og var ekki vitund stressuð. Hún sagði að hún gæti ekki tekið þessa ákvörðun ein, og hún hefði mikinn stuðning frá vinum, fjölskyldu og þeim mikilvægust, aðdáendum, en hún gaf þeim sérstök skilaboð:

“Ég vil þakka öllum mínum aðdáendum sem hafa verið svo dásamlegir við mig. Ég vænti þess alls ekki og á mínum aldri og lífspunkti þá er það eiginlega ótrúlegt.”

Hún hélt áfram að svara spurningunum rólega eins og hún hefði gert þetta þúsund sinnum áður. Ásamt því að tala um myndina, talaði hún um bestu vinkonur hennar, Alice og Caitlin, kettina hennar, Bubbles og Dominio og hversu mikið hún “elskaði” Starbucks Vanilla Lattes.

Daniel Radcliffe, sem átti afmæli fyrir ekki svo löngu, leit út fyrir að vera mjög kurteis og greindur ungur strákur. Hann sagðist endilega vilja halda áfram að leika í myndunum, en vonaði að hann gæti tekið sér frí frá erlinum og hinni síbreytandi stundarskrá.

Eins og Emma svaraði hann spurningum með kímni og sjálfstrausti, ásamt mikilli nákvæmni.

Síðastur til að taka til máls var Rupert Grint sem hefur sennilega náð mestir velgengni af þeim öllum. Hann, af þeim þremur, spilaði mest með húmorinn í orðum sínum, þó hann væri frekar stressaður. Þegar hann var spurður um hvort hann myndi halda áfram í myndunum hugsaði hann sig um stutta stund og sagði:

“Ja, ég held ég muni halda áfram, en ég veit ekki hvort ég get það án Danna og Emmu. Það væri bara ekki það sama. Svo ef þau hætta, þá veit ég það eiginlega ekki…”

Hann hélt örstutt áfram, en skildi Emmu sakbitna eftir og Daniel alvarlegri heldur en áður.

Þegar Emma og Danni voru spurð hvort þeim stæði á sama þótt það væru þegar komnir staðgenglar, yppti Emma öxlum og svaraði fyrir þau bæði.

“Okkur stendur auðvitað ekki á sama. Það setur meiri þunga á aðstæðurnar, sem er þú núþegar á suðupunkti. En það er víst engum að kenna.”


#Ralelosk3 sendi þessa grein inn óþýdda, en við adminarnir tókum okkur til og þýddum hana og splittuðum í tvo parta. Hinn parturinn kemur innan skamms. Rakel ósk, geturu sent inn heimildirnar í greinasvari?#