Ég er bara 12 ára svo þetta gæti verið svolítið asnalegt og þetta er líka fyrsta fanficið mitt þannig ekki vera mjög dómhörð.
En endilega komið með athugasemdir og ef ykkur finnst þetta ömurlegt segið það þá bara en mér þætti vænt um að vita hvers vegna.

_____________________________________________ _________________________________



Hermione lá glaðvakandi í litlu íbúðinni í London. Mamma hennar og pabbi voru sofandi í herberginu við hliðina á. Hún gat ekki skilið hvers vegna hún gat ekki sofnað. Það var eitthvað sem angraði hana, eitthvað skrítið. Hún hugsaði um Ron og Harry. Hvað skildu þeir vera að gera. Skyldu þeir vera sofandi, eða lægju þeir líka andvaka. Hermione var svo niðursokkin í hugsanir sínar að hún heyrði ekki þegar nafnið hennar var kallað.
,,Hermione!“
,,Hún svarar ekki, skyldi hún vera sofnuð” hvíslaði rauðhærður drengur að vini sínum.
,,Veit ekki“ svaraði hinn.
,,En Harry, hvað ef við náum ekki í hana. Hvað helduru að gerist.”
,,Ég veit ekki en mér heyrðist á pabba þínum þegar hann var að tala við mömmu þína að Hermione væri í lífshættu.“
,,Þá verðum við að ná henni út úr húsinu og burt áður en eitthvað kemur fyrir hana” sagði sá rauðhæri æstur.
,,Róaðu þig nú niður Ron, áður en þú vekur allt hverfið. Prófaðu bara að kalla aftur.“

Hermione fannst hún heyra eitthvern vera að kalla á sig, hún leit fram á gang en þar var engin. Þá gekk hún að glugganum og leit út.
Hún varð furðulostin. Hvað voru þeir að gera hér?
,,Hermione!” kallaði Harry
,,Hvað eruð þið að gera hér“ kallaði Hermione á móti.
,,Klæddu þig og komdu hingað niður, við útskýrum allt þá.”
,,Af hverju í ósköpunum?“ spurði hún furðulostin.
,,Komdu þér bara út” sagði Ron.
,,Allt í lagi, en þegar ég kem vill ég fá almennileg svör“ sagði Hermione og hvarf úr glugganum.

Fimm mínútum síðar var hún komin út til þeirra.
,,Jæja, hvað var svona mikilvægt?” spurði hún.
,,Hérna, sko…“ stamaði Harry.
,,Já, hvað” spurði hún.
,,Hann á við að við höldum að þú sért í lífshættu“ sagði Ron.
Harry leit á Ron ,,þú hefðir kannski getað sagt þetta aðeins varlegar” sagði hann reiðilega.
,,Ha!“ æpti Hermione ,,hvað meinið þið? Er ég í lífshættu? Hvað á ég að gera?”
,,Þú skalt byrja á því að róa þig niður“ sagði Harry ,,og leyfðu okkur að útskýra.”
,,En við skulum koma okkur héðan á meðan við útskýrum“ sagði Ron.
,,Þetta hófst allt með því” byrjaði Harry ,,að ég fékk bréf frá Ron.“

°°°°°°°°°°

Harry lá í rúminu sínu og góndi upp í loftið. Hedwig kom fljúgandi inn um gluggann með bréf um hálsinn. Hún lét það detta í rúmið og settist svo á stólbak. Harry leit á bréfið og sá að það var frá Ron. Hann opnaði það og las það.


Harry!
Ég var að koma frá Grikklandi og það var æði. Pabbi var á einhverji ráðstefnu.
Þegar við komum heim þá sagði pabbi að ég ætti að senda þér bréf og spyrja þig hvort þú vildir koma og vera það sem eftir væri að sumrinu hjá okkur.
Jæja nú er ég að því og viltu vera fljótur að svara.
kveðja Ron


Harry varð rosalega glaður og skrifaði strax annað bréf.


Ron!
Ég vill svo sannarlega koma, hvenær á ég að koma, hvenær ætliði að sækja mig.
svaraðu fljótt.

Svo lét hann Hedwig hafa bréfið og hvíslaði að henni að vera fljót.
Hún flaug út um gluggann en hann lagðist á rúmið sitt og hélt áfram að góna upp í loftið. Á endanum sofnaði hann.
Harry dreymdi stórfurðulegan draum. Hann var staddur í kirkjugarði fyrir framan fallegan legstein. Á legsteininn var eitthvað letrað, eitthvað sem Harry gat ekki skilið. Hann færði sig nær og reyndi að sjá hvað stóð þarna en þá datt hann. Þegar hann leit upp var hann ekki lengur í kirkjugarðinum heldur upp á hól og það var allt dimmt umhverfis hann. Einhver kallaði nafnið hans. Hann kannaðist við röddina en gat ekki munað hver áttu hana. Röddin kallaði á hjálp. Harry reyndi að finna þann sem þurfti á hjálp að halda en hvað sem hann reyndi að komast áfram í myrkrinu þá tók bara við honum enn meira myrkur. Harry ráfaði um en að lokum datt hann um eitthvað. Það var manneskja. Lífvana manneskja. Harry sneri henni við og ætlaði að taka hárið frá andlitinu þegar eitthvað greip í öxlina á honum. Harry öskraði og vakti með því sjálfan sig. Harry andaði léttar. Þetta var bara draumur. Hann strauk hendinni yfir ennið á sér. Honum brá. Var þetta eitthvað í hendinni á honum eða var það… Harry hljóp niður stigann og klessti næstum á Dudley sem var á leiðinni upp. Harry brunaði inn á baðherbergi og leit í spegil. Hann strauk hárið frá enninu. Hann starði lengi í spegilinn þar til hann áttaði sig. Þá hljóp hann upp í herbergið sitt. Hann sá að Hedwig var komin. Harry tók bréfsefni og skrifaði þrjú orð á það



,,Örið er horfið!”


Hann lét Hedwig fá bréfið og sagði henni að fljúga beinustu leið til Ron's.
Hedwig flaug af stað í þriðja skipti þennan dag. Harry sat eftir orðlaus.
,,Hvernig gat þetta hafa gerst?“
Hendurnar á Harry skulfu, fyrst draumurinn og svo þetta. Hvað var að gerast?
Harry sat stjarfur í nokkra stund eða þar til Petunia öskraði á hann að það væri matur. Harry flýtti sér niður til þess að vera á undan Dudley að borðinu. Annars gæti hann alveg eins verið ennþá inn í herberginu. Það var girnilegt lambalæri í matinn, en það sem var á disknum hans Harry gat ekki beinlínis kallast kvöldmatur. Afgangurinn úr hádegismatnum, upphitaður fiskur. Harry missti matarlistina en hann vissi að fyrst hann var komin þá þyrfti hann að borða. Sem betur fer var Pítí, hundur Dudley, undir borði og Harry lét fiskinn sinn detta niður til hennar. Svo stóð hann upp og þakkaði fyrir matinn, og fór upp til sín.
Þá loks tók hann eftir bréfinu frá Ron. Hann opnaði það og las.

Harry!
Við komum að sækja þig á morgun um hádegi, vertu tilbúin.
Hlakka til að sjá þig.
Ron

Harry lagði frá sér bréfið. ,,Skildi Ron hafa fengið bréfið frá mér?” hugsaði hann með sér. Harry andvarpaði. Hann var ekki alveg búin að jafna sig eftir “sjokkið”. Harry var glorhungraður. Kökubirgðirnar hans voru uppurnar og ekki þýddi að fara að biðja um mat hjá Petuniu. Hann ákvað því að fara að pakka dótinu sínu niður. Hann lauk því á tíu mínútum, það var ekki eins og hann ætti mikið af fötum. Dursleyhjónin voru ekki beinlínis að ausa í hann peningum. Harry fór að hugsa um afmælisgjafirnar sem hann hafði fengið frá þeim, nokkra fimmtíukalla, herðatré, gamla sokka og núna seinast notaðan blýant og frostpinnaspýtu. Þá fór hann að hugsa um afmælið sitt. Hann átti afmæli eftir viku. Rosalega var eitthvað stutt í það. Harry fór að geispa og að lokum steinsofnaði hann.

Daginn eftir vaknaði Harry klukkan hálf átta. Hann sá að Hedwig var sofandi í búrinu sínu. Það fyrsta sem honum datt í hug var að hann hafði gleymt að láta Dursleyfjölskilduna vita að hann væri að fara til Ron. Harry blótaði sjálfum sér fyrir það. Vernoni fannst ekki gaman að láta vekja sig snemma á laugardagsmorgnum. Harry klæddi sig því og fór niður í eldhús. ,,Kosturinn við að vakna snemma“ hugsaði Harry með sér ,,er að þá fær maður góðann morgunverð.” Harry opnaði ísskápinn og náði sér í egg, mjólk og smjör. Svo setti hann brauð í ristina og sauð sér egg. Hann fann hvað hann var svangur. Þegar Harry var búin að borða fór hann upp í herbergið sitt. Það fyrsta sem hann rak augun í var bréf. Það var frá Ron. Harry opnaði það og las.


Harry!
Ertu eitthvað brjálaður! Örið hverfur ekki bara sísvona. Farðu að sofa og athugaðu þetta í fyrramálið. Þér hlýtur að hafa missýnst. Þetta er bara ekki mögulegt.
sjáumst
Ron


Harry las bréfið þrisvar yfir en fór svo niður á bað og athugaði ennið á sér. Nei, örið var horfið! Hann fór út í garð og lagðist í grasið. það var steikjandi hiti úti, jafnvel þótt klukkan væri ekki nema hálf níu. Harry var orðið svo heitt að hann fór inn. Um leið og hann lokaði hurðinni fannst honum hann heyra í bíl keyra inn í innkeyrsluna. ,,Nei, það getur ekki verið, klukkan er svo lítið“ hugsaði Harry. Hann hljóp upp stigann og inn í herbergið sitt. Er hann lokaði hurðinni hringdi dyrabjallan. Harry heyrði umgang niðri og datt í hug að Vernon hefði vaknað. Það boðaði ekki gott. Ef vernon var vakin snemma á frídögum þá var eins gott að halda sig fjarri honum. Harry heyrði Vernon opna hurðina.
,,Halló, ég heiti Arthur Weasley, við höfum víst hittst áður.”
Á eftir fylgdi þögn. Svo kom öskrið.
,,Hvað í óskupunum eru þið að gera hér! Getur maður aldrei stundarfriður fyrir þessu galdrahyski.“öskraði Vernon.
Harry hljóp niður stigann. ,,Hæhæ, ég er tilbúin, eigum við ekki bara að leggja í hann. Koffortið mitt er uppi.” Fred og George fóru upp og náðu í koffortið. Vernon stóð orðlaus með Petuniu og Dudley sem höfðu vaknað við öskrin. ,,Við sjáumst þá næsta sumar“ sagði Harry við Dursleyfjöskylduna. ,,Bless, bless” bætti hann við og skellti hurðinni á nefið á þeim.

Harry steig upp í bíl Weasley fjölskyldunnar og Arthur ók af stað. Enginn sagði neitt. Áendanum rauf Harry þögnina.
,,Afhverju komuð þið svona snemma?"