Takið eftir að þetta er allt gert út frá fjórðu bókinni. Það eru nákvæmlega engir spoilerar í þessari sögu því ég er ekki búin að lesa fimmtu bókina. Ef einhver tekur eftir að ég er á listanum yfir þá þá er það afþví að ég ýtti óvart einu sinni á ég ætla. Það eru mistök.

Harry var yfir sig glaður. Hann læddist niður og skrifaði miða til Dursley fjölskyldunnar.

Sirius sótti mig. Þarf ekki að vera lengur hjá ykkur.
Bless bless,
Harry.

Svo hljóp hann aftur upp til Siriusar og sagði honum að koma bara út um útidyrnar. Hann greip bakpokann sinn, klæddi sig í föt og fór svo með Siriusi út.
“Hvernig komstu”? spurði Harry og leit í kringum sig. Sirius brosti og dró fram Þrumufleyg! “Átt þú ekki einn enþá”?
“Jú, en ég er ekki með hann” sagði Harry og bætti svo við “hvar fékkstu hann eiginlega”?
“Ég var að kaupa hann því að Fönixreglunni fannst að ég þyrfti að fá eitthvað fyrir að vinna svona vel í henni. Hún gaf mér peninga”.
Harry brosti en varð svo áhyggjufullur. “Hvernig komumst við heim? Ég er ekki með minn”.
Sirius fór að hlæja en fór að svipast svo um í lítilli tösku sem Harry hafði ekki tekið eftir að hann væri með. Svo tók hann upp annan Þrumufleyg sem var greinilega hans.
“Öh, Sirius, má ég spyrja þig að einu?”
“Já auðvitað” sagði Sirius. “En við verðum að fara drífa okkur við þurfum að flúgja í alla nótt og svo á morgun”.
“Hvernig rúmaðist heill Þrumufleygur í þessari tösku”? spurði Harry og var á sömu stundu að uppgötva hvað þetta var asnaleg spurning. Þetta var auðvitað taska sem tilheyrði galdraheiminum!
“Harry minn! Ef þú veist það ekki þá búum við í…” “Já ég veit í galdraheimi. Ég veit, ég veit. Ég bara gleymdi mér” sagði Harry og roðnaði lítilega. “En nú skulum við fara af stað. Gleyptu þetta epli fyrst, ertu ekki svangur”?
“Jú” sagði Harry en hugsaði hvað Sirius tæki hlutverki sínu alvarlega. Hann var svo hræddur um að hann væri ekki nógu góður faðir. Hann vissi ekki að Harry fannst hann sá besti í heiminum. Harry hafði bara aldrei haft orð að því. Harry át eplið og svo lögðu þeir að stað.
Þetta var skemmtilegasta ferð sem Harry hafði upplifað. Þeir flugu á kústunum yfir höf og fjöll með stjörnuskinið eitt sem ljós. Máninn var hvergi sjáanlegur einhverstaðar á bak við skýin sem þeir nálguðust óðfluga.
“Sirus”.
“Já” ansaði hann.
“Hvert erum við eiginlega að fara”?
“Ha, sagði Sirius og lét sem ekkert væri. “Erum við ekki á leið í óvissuferð er ekki það sem þú vilt”?
Jú en ætlum við ekki fyrst heim í Godricsdal”?
“Nei, nei, nei, nei þess þarf ekki við erum með allar vistir!”
Harry leit á Sirius með efasemdarsvip. Hann rak upp hlátur og benti svo glettnislega á töskuna sem Þrumufleygur Harrys hafði leynst í. Harry hló líka, og þeir héldu ferðinni áfram. Þeir flugu og flugu. Harry var orðin þreyttur og sagði Siriusi það.
Hann ansaði ekki en benti á háan og bjartan skóg framundan. Harry kinkaði kolli og þeir flugu þangað. Þarna var miðasala mað bústnum manni í skikkju og fullt af pínulitlum tjöldum. Sirius gekk rösklega þangað og Harry lötraði á eftir honum. Einn fullorðinn og eitt barn heyrði Harry, Sirius segja. Svo ætlum við að fá svefnpoka með. Jahá það gera 1 Galleon og 9 silfursikkur. Sirius borgaði og maðurinn sagði fariði að tjaldi 8, og benti á lítið, bætt tjald. Harry hvíslaði að Siriusi “heldurðu ekki að við þurfum báðir eitt svona tjald ég meina er þetta ekki alltof lítið fyrir okkur”?
“Harry labbaðu hingað með mér og lokaðu svo augunum”. Harry kom með honum að tjaldi 8 sem var í miðjum tjaldhópnum. Hann lokaði svo augunum og Sirius labbaði með hann alveg upp að tjaldinu. Sleppti honum og Harry heyrði hann renna frá og tók svo aftur utan um hann. Labbaði með hann eitthvert þar sem var venjulegt gólf og góður hreingerningailmur. “Nú máttu opna augun!”
Harry opnaði augun og leit í kringum sig. Hann var staddur í fallegri bjartri íbúð sem var með tveimur rúmum með himnasæng, eldhúskima og baðherbergi. Þetta var allt rosa snyrtilegt og Harry ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann leit aftur fyrir sig.
Þar var snjáða tjaldið sem Sirius hafði leigt. Harry sem var orðin svo þreyttur gat ekki sagt neitt en fleygði sér í rúmið og sofnaði strax.
Þegar hann vaknaði næsta dag útsofinn fann hann lykt af beikoni og ristuðu brauði. Hann reis upp sársvangur og sá Sirius ,við eldhúsborðið, með ristað brauð í hendinni að lesa Spámannstíðindi hann leit á Harry og bauð honum góðann daginn. Harry mundi ekki alveg hvar þeir voru en það rifjaðist fljótt þegar hann byrjaði að borða. Hann spurði svo Sirius eftir nokkra stund, “afhverju eru þessi tjöld gerð svona ljót að utan, þegar þau eru í rauninni svona flott að innan”?
”Það er til þess að muggar komi ekki og leigi þessi tjöld. Þeir eru svo pjattaðir og fara bara eftir útlitinu. Svona er hvert einasta tjaldstæði hjá okkur galdramönnunum. En núna ætla ég aðeins í smá göngutúr. Kláraðu að borða svo hittumst við hér fyrir framan tjaldið eftir svona” hann leita á klukkuna sína “hálftíma, allt í lagi”?
“Já auðvitað” sagði Harry með fullan munninn af beikoni og appelsínusafa.
“Hittumst þá á eftir” sagði Sirius og labbaði út. Harry fór að lesa Spámannstíðindi og rakst þá á grein um Cornelius Fudge.

“Cornelius horfin/flúin”

Cornelius Fudga fyrrverandi galdramálaráðherra og velheppnaður galdramaður kom ekki á fundinn sem var haldinn í gær til þess að finna út hvar hann mætti starfa innan galdramálaráðuneytisins. Það er sagt að hann sé flúin eitthvert í burtu en það er bara óljóst slúður sem margir fara með.
En annars ef hann er flúin þá vita menn ekki afhverju þessi virðulegi maður gerir þann óskunda. Margir telja að það sé út því hann vildi ekki verða fyrir þeirri skömm að vera lækkaður niður í eitt af neðstu embættum galdramálaráðuneytisins en enn aðrir segja að hann hafi vitskerts og sé genginn í bandalag við “þið vitið hvern”. Þetta eru samt eins og áður er búið að segja óljóst slúður sem enginn veit um. En það er staðreynd að einhverstaðar felur Cornelius sig eða að hann hefur verið numinn á brott. Þetta er í rannsókn og mun þetta mál verða birt síðar.”

Harry hafðir einmitt verið að spá í það þennan dag hvar Cornelius væri eiginlega. Ef hann hefði flúið hafði hann gert það fyrir framan augun á Harry? Eða hafði hann gert það nokkra daga eftir að hann hafði farið með Harry til Dursley?
Harry nennti ekki að spá meira í þetta enda kom honum þetta ekkert við. Hann kláraði að borða og klæddi sig í föt. Sirius var að koma. Hann ætlaði bara að fara út og bíða eftir honum.
Hann fór út og andaði að sér fersku loftinu. Miðasölukarlinn var ennþá sofandi svo Harry bjóst við að hann væri sá eini sem væri vakandi þarna á tjaldstæðinu.
Harry beið og beið og ekki kom Sirius. Allt í einu fann hann snöggan sviða í örinu og hann heyrði óp. Ópið kom út skóginum, sem hét Gullinskógur.
Harry leit í kringum sig og sá Sirius hvergi. Hann tók þá ákvörðun að bjarga þeim sem átti ópið. Allt í einu sá hann glansandi bláan geisla koma úr loftinu.
Honum logsveið í örið og hélt að Voldemort væri hér einhverstaðar. Hann stoppaði allt í einu. Hann heyrði þrusk. Allt í einu stökk eitthvað úr runnanum það var…
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*