****ATH******Í þessu fanfici geta komið fram spoilerar úr 5 bókinni, er búin með hana. Þeir verða þónokkrir, þannig að bíðið frekar með að lesa þetta þangað til þið getið klárað bókina. (annaðhvort að lesa hana á ensku eða bíða með þessa fram til nóvember, mæli með seinni kostinum.) Þessi saga er skrifuð fyrir 6. ár Harry í Hogwarts.(Það kom fram í fyrsta kafla að aðkomufólkið hefði verið tveir strákar og ein stelpa, en ég ætla að breyta því, þannig að það verða tveir strákar og ein stelpa.)
Einnig vil ég þakka Rutep fyrir að lesa þetta yfir fyrir mig.

Það var komið hádeg þegar aðkomufólkið á Þrem kústum vaknaði, en öll fóru þau strax aftur að sofa, þau höfðu bara vaknað af gömlum vana. En áður en stærri strákurinn, sá sem hafði beðið um herbergið og matinn þá um morguninn, fór aftur að sofa settist hann við koffortið sitt, því ekki var skrifborð í herberginu, bara fjögur rúm og náttborð, og koffort með skúffum, tók pergamentrúllu og penna úr skikkjunni sinni og skrifaði:

“Kærri Próf. Dumbledore, skólastjóri Hogwarts gildraskógla, égg heyti Dmitri Rilljankov, og komm nýlega till London ássamt sistur mín, Petru, frænda okkar Sajel Federol og tvíburrasistur hans Olgu, frá auddnum Síberíu, þar semm við átum áður heima. Heimili okkar varr laggt í rúst aff aðspirnumönum gegn gildamönum (muggum í ykkar túngu) en fólkinu var stjórnað með Stíribölvunini. Forildrar okkar voru myrtir. Við vorrum elt lenngi, höffum verið á flóta í alt sumar, en loks komumst við hingað til London.

Vid vorum nemmar við Durmstrang gildraskólann, en okkur er ekki lingur hætt að fara aftur þangað. Ég er 16 ári, sistir mín er bara 11 ára, hún hefur eki lært neina gildra, Sajel ogg Olga eru jafngömull mér. Við bidjum þigg að veitta okur vist í Hogwarts það sem efftir er af skólagöngu okar. Égg kann takmarkaða ensku, sistir mín kann enga, ogg frændsistkyni mín eru ágæt í skrifaðri ensku, en talla hanna eki nógu vel. En við eigum Tungumálabreyta, égg, frændi ogg frænka, sistir mín fengi þá minn, égg bjarga mér ágætlega.

Við sárbæna þig að hleypi okkur in í Hogwarts.
Þin Dmitri Riljankov.”

Eftir að hafa farið yfir bréfið, gerði hann dálítið skrítið sem aðrir galdramenn gera ekki oft, fyrir utan starfsmenn Galdramálaráðuneytisins, hann tók upp sprotann sinn og lagði álög á pergamentið. “Kampreda Albus Dumbledore” muldraði hann, og að þessu slepptu þaut pergamentið út um gluggann. Dmitri stakk sprotanum aftur í skikkjuna sína, og hélt svo aftur í rúmið, ennþá úrvinda eftir langt flug.

Prófessor Dumbledore sat í rólegheitum við lestur í íburðarmikilli lesstofu á heimili sínu. Þar var stór og mikill arinn, bókahillur meðfram öllum veggjum sem náðu alveg upp undir loft, sem var ansi hátt, allar stútfullar af bókum um hitt og þetta sem tengdist ýmist göldrum eða öðru,t.d. málefnum Mugga. Þarna var eitt stórt viðarskrifborð. Hann sjálfur sat í einum af allmörgum djúpum hægindastólum við lestur á bókinni “Það sem Muggar skilja ekki”, eftir Amöndu Patil, mömmu Parvati og Pödmu Patil. Allt í einu heyrði hann létt skrjáf á einum glugga lesstofunnar. “Hmmm…þetta er bara vindurinn.” hugsaði hann, en þegar annað háværara skrjáf heyrðist stóð hann upp úr hægindastólnum sínum og gekk að glugganum. Honum var dálítið brugðið þegar hann sá bréfið fljúgandi af sjálfu sér fyrir utan gluggann, það flögraði fram og aftur í hringi við gluggann, hann hafði búist við uglu. En svo opnaði hann gluggann og rétti út hægri hönd sína, og bréfið flaug í útréttann lófann. Um leið og Dumbledore náði taki á bréfinu hætti það að iða og varð aftur eðlilegt. Dumbledore opnaði bréfið og las það vel og vandlega.

Hann þurfti að lesa bréfið þrisvar yfir, því eins og hann sagði sjálfur í bréfinu, kunni Dmitri bara takmarkaða ensku, og málfræðin var ekki með besta móti. En þegar hann hafði lesið bréfið settist hann við viðarskrifborðið og skrifaði eftirfarandi á pergament sem birtist sjálfkrafa þegar hann lagði hendur á skrifborðið:

“Kæri Dmitri Riljankov.

Það er leitt að heyra um aðstöðu ykkar systkinanna og frændsystkina. Ég mun kanna hvort ég geti skráð ykkur inn svo seint, því fylgja ýmis vandamál vegna aldurs þíns og frændsystkina þinna, en það ætti að vera hægt að leysa þann vanda. Hvað systur þína varðar ætti hún að komast inn án vandræða. Þið fáið uglu frá mér von bráðar, fyrir skólabyrjun.

Þinn Albus Dumbledore, Skólastjóri Hogwarts.

Eftir að hafa lokið við bréfið fór hann að arninum í lesstofunni, tók duft úr einni krukku sem stóð við hlið hans, kastaði því á eldinn, beið eftir að logarnir yrðu grænir, steig inn, muldraði eitthvað ógreinilegt og þá var hann horfinn. Um leið breyttist vísirinn á annari af tveimur standklukkum lesstofunnar frá “Heima” yfir í “Á ferðalagi”. Þá vissi húsálfurinn hans hvar hann var að finna. En enginn annar.
- MariaKr.