****ATH******Í þessu fanfici koma fram spoilerar úr 5 bókinni, er búin með hana. Þeir verða þónokkrir, þannig að bíðið frekar með að lesa þetta þangað til þið getið klárað bókina. (annaðhvort að lesa hana á ensku eða bíða með þessa fram til nóvember.) Þessi saga er skrifuð fyrir 6. ár Harry í Hogwarts. EKKI halda áfram að lesa ef þið hafði ekki lesið 5.bókina, spoilerarnir eru snemma í kaflanum…… Geri mörg línubil svo enginn reki augun í þetta. Hef ekki látið yfirfara þetta, og framhaldið kemur ekki á næstuni.1.kafli
,,Það var nótt, og heiður næturhimininn skein stjörnubjartur og napur, þetta ósköp venjulega kvöld, fá ljós voru kveikt, flestir farnir að sofa, nema eitt og eitt ljós, og á meðal þeirra er ljós í herbergi á Runnaflöt. Þar situr hár og renglulegur 16 ára strákur, að nafni Harry Potter. Hann situr uppi í rúminu sínu glaðvakandi, með bros á vör, fjaðurstaf í hendi, að skrifa á pergamentið, hann hafði fengið bréf frá Ron, og fyrst hann var vakandi ákvað hann að svara bara strax. Hedwig var ekki í búrinu sínu, hún var úti að veiða, en í staðin æddi Pigwigeon um búrið hennar, Harry hafði látið hann bíða, óvíst hvenær Hedwig kæmi aftur. En Harry greip bréfið frá Ron og las það hratt yfir.

“Hæ vinur, þetta er Ron, hvernig hefurðu það? Ég hef ekki mátt senda þér uglu síðan síðast, vegna þess að núna eru miklar líkur á innígripum frá “Honum” þegar svo stutt er í skólabyrjun. Mikið að gera hjá Reglunni einsog vanalega, aldrei friður hérna heima, fólk alltaf að “líta inn” að því er virðist engri ástæðu, en auðvitað veit ég betur. Ekkert hefur bólað á aðgerðum frá Drápurunum, þarsem þeir virðast en vera í mestu ringulreið frá því í vor. Reyndar slapp Lucius Malfoy út fyrir skömmu, en hann er ófundinn. Hlakka til að sjá þig, hver veit nema við komum í fyrra fallinu að sækja þig.”
P.S. Til hamingju með afmælið.!

Með bréfinu hafði fylgt kassi af Fjöldabragðabaunum Berta og það nýjasta af uppfiningum tvíburana. Frá Hermione hafði hann fengið nýja minnisdagbók, því hin hafði brunnið “óvart”. En núna var hann að lesa aftur yfir bréfið sitt til Rons.

“Sæll og blessaður, allt gengur sinn vanagang hérna, en Dudley hefur látið mig furðumikið í friði eftir fyrsta fund hans og Vitsugnana. Hlakka til að sjá þig.
P.S. Hvaða uppfinning er þetta?”

Hann lokaði umslaginu, hleypti Pigwigeon út úr búrinu, batt bréfið við fótinn hans, og hleypti honum af stað. Harry var að fara að sofa, þegar hann sér glitta fyrir einhverju hátt á heiðum himninum. Það ferðaðist hægt eftir næturhimninum, Harry sleppti ekki augunum af því fyrren það hvarf sjónum hans algerlega. Hvað gat þetta verið?, ekki var þetta flugvél, of lítið til þess… Hann hugsaði sig um lengi, eða þangað til hann heyrði einhvern rumska í húsinu, þá ákvað hann að fara að sofa, og pældi hann ekki meira í þessu í nokkurn tíma.

Hátt yfir Englandi, í grennd við Runnaflöt, svifu tveir einmanna drengir og ein stúlka á kústum mjúklega yfir aragrúa af húsum og þeim fáu bílum sem voru á ferð. Þau voru mjög gamlir kústar, ekki sást sá galdramaður í allri Evrópu á svona kúst lengur. En þeim var sama, kústarnir voru einir af þeim fáu eignum þeirra sem voru ekki brotin. Hvert báru þau töfrasprota undir belti, þeir voru allir lemstaðir og tættir, en virkuðu enþá, og peningapyngju með fáum galeonum í. Aftaná kústunum voru lítil koffort.
Kústaþyrpingin nam ekki staðar fyrr en snemma um morguninn. Þá stigu þau af kústunum og gengu inná subbalega krá. Þar bað annar drengurinn, ef litið var á þau útfrá hæð líklega sá elsti, á bjagaðri ensku um heitan mat og herbergi fyrir nóttina. Maðurinn bakvið barborðið spurði einskis, en útfrá útliti þeirra að dæma, þá ættu þau mjög erfitt, fötin öll tætt og þau skrámuð á andliti og höndum. Hann færði þeim heitan mat og herbergislykil. Þau settust niður og töluðu saman í lágum hljóðum, svo enginn heyrði. Þau hámuðu í sig matinn og héldu svo beint upp í herbergi.
- MariaKr.