Þetta er fyrsta Fanfickið mitt.
Þetta er soldið óraunverulegt og gerist einhvern tímann. Þetta er ekki í samræmi við neitt. Nema þá kanski nokkur atriði úr 1-4 bók.
Er samt ekki kominn með nafn, hugmyndir eru vel þegnar. Ég er nú bara 12 að verða 13.

1.kafli
Árásin.

Harry vaknaði allur í svitabaði, hann leit í kringum sig honum hafði verið að dreyma. Hann leit á klukkuna fyrir ofan litla skrfborðið, sem var að því komið að hrynja, klukkan var 3 um nótt. Harry settist upp og reyndi að átta sig á draumnum: hann hafði verið í rúminu sínu þegar hann heyrði bankað á gluggann, hann hafði litið við og séð Hermione fyrir utan. Þegar hún sá hann þá öskraði hún á hjálp, hann hafði hlaupið að glugganum en hann var of seinn, grænar hendur höfðu gripið Hermione og togað hana niður.

Harry vaknaði við öskrin í Petuninu frænku:“Harry, Harry farðu á fætur.”
Hann stóð upp og áttaði sig á því að hann hafði sofið með gleraugun á sér. Hann klæddi sig í rifnar gallabuxur og skyrtu sem var 3 númerum of stór, og gekk syfjulega niður stigann.
“Góðan daginn Vernon frændi”
“Snáfaðu drengur og steiktu egg handa mér”
Harry tók pönnu úr skápnum og egg úr kælinum og hóf að steikja egg.
“Pabbi pabbi” Dudley kom hlaupandi inn með skelfingarsvip á andlitinu. “Hvað?” hreytti Vernon út úr sér.
“Ú ú út í ga garði” stamaði Dudley út úr sér og feðgarnir gengu út fyir.
“Petunina!” kallaði Vernon.
“Hvað?”
“Komdu út í garð”
Harry gerði sig líklegan til að fara út með Petuninu.
“Nei sagði Petunina þú verður inni”
Hún gekk út.
“Guð minn góður! gerið eitthvað Vernon hringdu í neyðarlínuna Dudley sæktu te fyrir mig og komdu inn í stofu.”
Harry nýtti tækifærið á meðan allir voru inni hann læddist út í garð. Hann sá einhverja hrúgu fyrir neðan gluggann að herberginu hans. Hann gekk nær og sá að þetta var manneskja, lítil manneskja með brúnt hár. Hann tók hárið frá og leit á andlit stúlkunnar,
“nei… nei Hermione!”



2. kafli
Granger hjónin.

Harry trúði varla sínum eigin augum, þetta hafði gerst. Hann leit í kringum sig, sá förin eftir smágerðar hendur Hermione á gluggakarminum hjá sér. Eftir u.þ.b. korter komu tveir lögreglubílar ásamt sjúkrabíl, upp eftir Runnaflöt. Forvitnir nágrannar teygðu sig yfir grindverkin sem Petunina hafði áður fyrr teygt sig yfir til að forvitnast um líf nágrananna. Harry stóð stjarfur í bakgarðinum þegar lögreglumenn og sjúkraliðar ruddust inn í garðinn.
“Burt strákur!” sagði einn lögreglumannanna.
“Farðu frá!” sagði annar.
Harry stóð í skugganum og eitt tár rann niður vanga hans. “
Já fyrst þurfum við að vita hver þetta er” sagði einn lögreglumannanna við Vernon.
“Vernon..”
þegiðu strákur!”
En Vernon ég veit hver þetta er!”
Allir störðu á Harry. “Nú veistu það?” spurði Vernon hæðnislega “hver er þetta þá?”
“Þetta er Hermione Granger!”
Einn af lögreglumönnunum skrifaði eitthvað niður. “Nú þá þarf bara að hafa samband við herra og frú Granger” sagði einn lögreglumannanna, “get ég fengið að hringja?”
Já síminn er þarna inn í eldhúsi, Harry fylgdu manninum að símanum!”
“Nei, nei ég finn hann… leyfðu stráknum að jafna sig” sagði lögreglumaðurinn og gekk inn í húsið. Petunina fór á eftir honum og talaði um te. Dudley hafði ekki farið út úr húsi síðan hann hafði fundið Hermione. Hann sat núna inn í stofu í nýjasta tölvuleiknum sínum. Vernon var að tala við lögreglumann.
Harry labbaði að einum sjúkraliðanum, “verður allt í lagi með hana?”
“Já hún jafnar sig, hvernig þekkirðu hana?”
“Hún er vinkona mín”
Lögreglumaðurinn hafði hringt í Herra Granger og hann og frúin voru á leið til þeirra.
Harry fór upp til sín og settist við að skrifa Siriusi bréf.

Kæri Sirius.

Ég verð að segja þér svolítið. Í nótt dreymdi mig að Hermione hefði bankað á gluggann minn . Ég stóð upp en var of seinn grænar hendur toguðu hana niður. Svo í morgunn var hún meðvitundarlaus fyrir neðan gluggann minn. Lögreglan og sjúkraliðið er hérna og enginn veit hvað gerðist. Herra og frú Granger eru á leiðinni ég vona að Hermione hafi sagt þeim frá Dursley fjölskyldunni og hvernig þeim líkar galdraheimurinn. Vonandi hafa þau vit á að þegja yfir Hogwarts. Bið að heilsa Grágoggi.

Kveðja Harry

P.s Ekki hafa áhyggjur af Hermione hún jafnar sig.

Harry setti bréfið í umslag og lét Hedwig fá. Til Siriusar, hvíslaði hann.
Harry settist á rúmið sitt og dæsti, ég vona svo sannarlega að Granger hjónin hafi vit á því að þegja yfir Hogwarts.





3.kafli
Hvað er eiginlega að Dursley´s?


Granger hjónin renndu í hlað á rauðum Jeppa. Herra Granger bankaði á dyrnar. Vernon fór til dyra og reyndi að vera kurteis.
“Góðan daginn.” sagði hann með smeðjulegum rómi.
“Góðan daginn” sagði herra Granger. Hann var hávaxin með dökkt hár og stór brún augu sem minntu óneitanlega mikið á augu Hermione.
“Ég er Vernon Dursley, frændi Harry´s, endilega komið þið inn.” Hann leit á frú Granger, hún var frekar lágvaxin með sítt ljóst hár sem var bundið í hnút á hnakkanum.
Harry, sem hafði aldrei áður séð Granger hjónin, stóð feiminn í garðhurðinni og horfði á þau. Þau heilsuðu honum og gengu svo að Hermione sem lá á sjúkrabörum. Mennirnir tveir sem höfðu haldið á börunum stönsuðu.
Frú Granger hljóp að börunum og faðmaði máttvana líkama Hermione.
“Veit einhver hvað gerðist?” spurði herra Granger.
Læknir sem hafði verið að skoða Hermione leit upp og sagði: “Við vitum ekki hvað gerðist en við vitum að hún er meðvitundarlaus og gæti orðið minnislaus í nokkra daga. Við förum með hana á St. Willis spítalann.”
Síðan gekk hann á eftir mönnunum með börurnar.
“Ég ætla að fara með í sjúkrabílinn” sagði frú Granger við herra Granger. “kemur þú Harry?”
Harry sem var enn að jafna sig vildi það og fór upp í herbergið að sækja smá dót. Hann tróð tannbursta, kodda og súkkulaðifroskum ofan í tösku. Ef ske kynni að hann yrði yfir nótt. Hann tók líka pening með. Dudley var með samning við Harry. Ef að Harry klagaði ekki Dudley, þá fékk Harry hundraðkall á viku. Harry, sem hafði aldrei klagað hann, var því komin með slatta en hann tók bara 3 þúsundkalla með til að kaupa eitthvað handa Hermione.
Frú Granger var að tala við Petuninu fyrir utan þegar Harry kom út. Harry varð svo undrandi að hann gleymdi síðasta þrepinu og datt niður stigann. Hann lenti á ofninum fyrir neðan stigann. Dudley sem stóð fyrir ofan hann skellihló en mamma hans sendi honum augnaráð sem að Harry hafði aldrei séð fyrr.
“Dudley!” sagði hún “skammastu þín! Þú veist að þú átt ekki að hlæja að óförum annarra!”
Dudley, sem hafði aldrei verið skammaður, varð svo undrandi að hann datt beint ofan á Harry. Þeir hlógu báðir í andartak en hættu því svo. Dudley stóð upp af Harry tók í hendina á honum og hjálpaði honum á fætur. Harry sem var mjög undrandi gaf honum einn súkkulaðifrosk.
“Hvað er þetta?” spurði Dudley undrandi.
“Galdranammi! sagði Harry og stakk einum upp í sig til að sýna Dudley að þeir væru ekki eitraðir.
Svo gekk hann til frú Granger, kvaddi Petuninu sem sagðist koma á spítalann, og fór upp í sjúkrabílinn.
Þegar sjúkrabíllinn æddi af stað mep bílana tvo á eftir sér voru fréttirnar undireins komnar í muggafréttirnar. Harry Potter sturlast og ræðst á vinkonu sína.