4 kafli
Harry stóð í sömu sporunum lengi og velti fyrir sér hvað hafði orðið af Corneliusi, afhverju var hann að flýta sér svona mikið? Hann vissi ekkert hvort hann ætti að fara inn.
Hann heyrði ráma rödd öskra: “Hvað er fjandakornið að þvælast hérna þegar hann hefur þennan guðföður sem tók hann að sér? Ég meina það að senda hann hingað, þegar hann var að tilkynna okkur í byrjun sumars að hann ætlaði að vera með hann.” Það kom andartaks þögn og Harry heyrði manneskjuna draga að sér andann og hóst svo hélt röddin áfram.
“Þetta galdrakukl, þau er öll bandbrjáluð og í þokkabót heimsk og vitlaus. Að ferðast á kústum ég skil ekki annað eins…”! Annað hlé og það heyrðist dunkur. Harry gægðist inní stofuna á sá Vernon frænda (sem hafði þá verið að tala) á gólfinu með risastórt teppi ofan á sér. Hann var að reyna standa upp en hrasaði aftur um teppið og bölvaði hátt.
Petunia stundi. “Vernon minn þú mátt ekki reyna svona á þig” (kyssti hann). “ Læknirinn sagði að þú mættir helst ekki fara úr rúminu og þá er sjónvarpið enginn undantekning”! Hann hlammaði sér í stólinn greip fjarstýringuna og slökkti á sjónvarpinu (þrátt fyrir stunur Dudley) sem hafði verið kveikt allan tímann. Svo öskraði hann “HARRY!”.
“Öh já frændi ég er hér”. Þau litu öll við. “Hæ” sagði Harry fljótlega og kreisti fram bros. Hann var reyndar alveg að fara hlæja því þarna sat Vernon með eldrautt nef og klút um hálsinn, Petunia sem líktist enþá meira hrossi en síðast svo mátti búast við því að hún myndi hneggja!, og svo Dudley sem var orðin svo svínufeitur (megrunin hafði greinilega ekkert dugað) að Harry undraðist að hann gæti enþá staðið. En hann datt samt ekki í hug að hlæja. Vernon reis hægt upp og benti á hann. “Þú” stundi hann og fékk þá hóstakast. Það liðu nokkrar mínútur og enginn sagði neitt. Vernon hóstaði og hóstaði. Loksins hætti hann og benti þá aftur á Harry. “Þú” Harry lokaði augunum og beið þess versta. “Farðu inní herbergi og vertu þar. Leyfðu okkur að vera í friði þú séð hvað við erum góð að kasta þér ekki út fyrir dyr. Jæja áfram, farðu.” Harry fór úr stofunni og náði í bakpokann sem hann hafði meðferðis. Svo labbaði hann hljóðleg upp í herbergi með stingandi augnaráð Dursleyhjónanna á hælunum! Hann settist á rúmið og leit í kringum sig. Það var allt eins. Alveg eins og það var þegar hann dvaldist hjá þeim síðast. Alveg jafn ömurlegt. Eina breytingin á herberginu var að það voru nokkur leikföng búin að bætast í safnið “úrelt leikföng”. Til að mynd: 2 gameboy tölvur, 8 PC tölvuleikir og 3 playstation tölvuleikir. Annað var Harry nokkuð kunnulegt. Hann heyrði öksrin í Dursley hjónunum þau voru greinilega enþá að hneykslast yfir komu Harrys.
Petunia öskraði “ MATUR”.
Harry gekk niður. Hann var ekkert að flýta sér. Var eiginlega bara í sínum eigin heimi. Hann var að pæla hað hefði orðið að Corneliusi.
Hann settist niður og byrjaði að borða í þungum þönkum. Það var ekki mikið talað við borðið. Petunia og Vernon voru pirruð og Dudley sat og horfði á sjónvarpið. Harry var fljótur að borða og fór strax upp í herbergi. Þar beið Hedwig eftir honum. Harry hafði gleymt henni heima. Hann klappaði henni og byrjaðisvo að skrifa til Ron.

Hæ Ron.
Ég er núna hjá Dursley fjölskyldunni en ekki heima. Cornelius var hjá mér því að Sirius er orðinn eitthvað áhyggjufullur að þú veist hver hefni sín á mér. Eða þú veist að því að ég komst undan honum núna þetta árið. Skyndilega sagðist hann þurfa fara og sendi mig til frænda og frænku. Hefur hugmynd afhverju? Ég vona að Ginny sé búin að jafna sig eftir árásina sem var gerð nálægt ykkur. Vona að Sirius komi fljótt að sækja mig.
Bless bless
-Harry

Hann las yfir klappaði Hedwig aftur og lét hana síðan fá bréfið og hvíslaði “þetta er til Ron, komdu svo strax aftur ég get ekki lifað hér einn!” Svo hvarf hún út í myrkrið. Harry var svo þreyttur að hann fór beint að sofa.
Næsta dag var hann hress og endurnærður. Það var gott veður og fuglarnir tístu fyrir utan gluggan hjá honum.
Þá mundi hann að hann var hjá Dursley fjölskyldunni. Enginn var vaknaður svo Harry fékk sér snarl og fór svo út. Hann settist á bekkinn sem hann hafði eitt sinn setið á og séð þá Dobby í runnanum og hugsaði um drauminn sem hann hafði dreymt. Þá mundi hann eftir myndinni. Hún var enþá í vasanum hjá honum. Hann tók hana upp og þrýsti henni að sér.
Hann gerði ekkert annað þennan dag en að sólbrenna og ráfa um. Hann hitti Dursley fjölskylduna lítið því hann var eiginlega bara í götum nálægt. Hann hitti Arabellu Figg sem var miklu hressari en áður og vonaði að Harry liði vel.
Harry brá við þetta hún hafði aldrei verið svona vingjarnleg. Hún hafði örugglega farið í einhverja meðferð!
Næstu dagar liðu. Harry vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann hafði alltaf töfrasprotann sinn við hendina því að ef Sirius hafði áhyggjur ætti hann líka að hafa áhyggjur. Eitt kvöldið fékk hann bréf frá Ron um hvenær hann myndi fara til Skástrætis og hvort hann og Sirius gætu hitt hann þá. Harry skrifaði strax til baka játandi, og fór síðan að sofa.
Þægileg gola lék um andlit hans. Hann vaknaði og hrökk við því einhver stóð fyrir framan hann. Þetta var Sirius.
“Hæ Harry. Þú verður strax að koma. Ég skil ekkert í Corneliusi að hafa látið þig hingað. Þú ert alls ekki öruggur hér. Komdu”.
“Sirius” sagði Harry feginn. “Cornelius fór bara án þess að segja mér neitt. Veistu hvert hann er að fara”?
“ Nei ég hef heyrt sögusagnir að hann sé genginn í liðs við Voldemort en það er nú auðvitað bull. Og aðrir segja að hann sé á flótta því hann vill ekki verða fyrir þeirri niðurlægingu að vera lækkaður í neðstu tign. Ég veit ekki hverju ég á að trúa. Það er mér ráðgáta hvert hann er farinn. En svona nú komum. Draumur þinn er að rætast. Við erum á leið í óvissuferð”!
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*