Þetta er minn fyrsti aðdáendaskáldskapur (Fanfiction)
Vona að ykkur finnist þetta ekki alltof kjánalegt.
Fyrsti kafli

Maðurinn frá Houndstead

Johnny Bones, sem vann í Grínbúð Zonkos var að koma úr vinnunni eftir langan vinnudag. Það hafði verið mikið að gera vegna þess að krakkarnir úr Hogwarts voru í helgarferð í Hogsmeade og Grínbúðin var mjög vinsæl hjá krökkunum.
Hann var alveg dauðþreyttur og bað konuna sína, hana Margaret Bones að laga te fyrir sig. Maggie gerði það, en, ónei, þegar hún leit út um gluggann sá hún Grim, einn af verstu fyrirboðum dauðans, og missti þess vegna teið beint í kjöltuna á Johnny.
Nú var Johnny orðinn þreyttur og pirraður og ekki bætti úr skák að konan hans hafði séð Grim.

Hann ákvað því að fara með konunni sinni á Þrjá Kústa og fá sér heitt hunangsöl og ræða við hana um Grim. Eftir að hafa rætt við Rosmertu sem afgreiddi á Þrem Kústum komust þau að því að nærri allir bæjarbúar þóttust hafa séð Grim upp á síðkastið. Þegar að þau litu út um gluggann sáu þau skuggalegann mann í svörtum hettuklæðum. Maðurinn var að bardúsa við eitthvað lítið og hnöttótt sem að glampaði á í sólinni. Johnny ákvað að fara út og tala við manninn og reyna að komast að því hvað hann væri með. Því að kannski væri þetta eitthvað hættulegt sem að maðurinn hugðist nota í Hogsmeade.

Johnny gekk út, kynnti sig og spurði manninn til nafns og sagði hvað þetta væri fallegur dagur og hvað veðrið væri gott. Maðurinn sagðist heita Dean og vera í heimsókn í bænum og hélt áfram að fikta í hlutnum.
Johnny spurði hvaðan hann væri.
Dean svaraði að hann væri frá Houndstead.
Ég hef aldrei heyrt minnst á stað nefndan Houndstead, hvar er hann?\“ spurði Johnny
\” Á Norður-Írlandi\“
\”Þessi hlutur sem þú ert að brasa við? Hvað er þetta? Eitthvað frá Norður Írlandi?\“
“ Nei, þetta er töfragripur frá svörtustu Afríku.” Svaraði Dean.
“Og hvað gerir hann?” spurði Johnny
“Þetta er verndargripur. Hann er svo öflugur að hann getur verndað heilt þorp frá öllu illu, en nú er gripurinn eitthvað bilaður og miklar hörmungar hafa átt sér stað heima í Houndstead vegna þessa. Ég er hér í Hogsmeade vegna þess að ég ætla að reyna að ná tali af herra Albus Dumbledore og athuga hvort að hann geti ekki séð hvað sé að og jafnvel lagað hlutinn.” sagði Dean.
“Dean, þú ættir að drífa þig af stað því að þá getur þú kannski fengið far með nemendum úr Howarts í skólann.”
“Allt í lagi, ég er farinn.”sagði Dean um leið oog hann hljóp af stað.
Johnny horfði á eftir honum og sá hvernig skikkjan flaksaðist í vindinum.

Þegar að Johnny fór aftur inn á Þrjá Kústa sagði hann við Maggie ”Það er allt í lagi elskan mín, þetta var bara verndargripur frá Afríku sem var eitthvað bilaður og hann þurfti að láta herra Dumbledore kíkja á hann.”
“ En hvað ég er fegin að þetta var ekkert hættulegt.”
“Heyrðu, Maggie, ættum við ekki að fara að koma okkur heim og fá okkur eitthvað í gogginn?”
“ Jú, ég var einmitt að hugsa um hvað við ættum að hafa í matinn.”

Þegar að Johnny og Maggie voru komin heim byrjaði Maggie að elda og yfir kvöldmatnum héldu þau áfram að ræða þetta mál.
“Hvaðan sagðist Dean vera?” spurði Maggie.
“Hann sagðist vera frá Houndstead í Norður-Írlandi.” svaraði Johnny. “Hefur þú fengið einhverjar fréttir um miklar hamfarir þaðan nýtlega?”
“Nei.” svaraði Maggie “Ég hef aldrei heyrt minnst á þennan stað, Houndstead.”

Þau ræddu málið ekkert meira þennan daginn en eftir tvo daga þegar að
Johnny kom heim úr vinnunni sagði hann: “Á Geordie vinur okkar ekki heima á Norður-Írlandi, Maggie.”
“Jú, mikið rétt hann á heima þar en ég man samt ekki alveg í augnablikinu hvar á Norður-Írlandi hann á heima.”
“ Maggie! Ég ætla að skreppa aðeins niður á pósthús og finna hvar hann á heima.”
“Allt í lagi, en ekki vera lengi því að við erum að fara í matarboð til Rosmertu og mannsins hennar, honum David klukkan sjö.”
“Ég verð kominn heim fyrir þann tíma.” Sagði Johnny og kyssti Maggie bless.”

Eftir matarboðið settist Johnny niður við skrifborðið og skrifaði bréf til Geordies.
Bréfið hljóðaði svo:

<i>Sæll og blessaður Geordie.

Langt síðan að ég hef heft samband við þig, gamli vinur.
Ég er með eitt áríðandi mál og mér datt í hug að leita til þín þar sem að þetta mál snertir Norður-Írland.

Um daginn hitti ég mann sem sagðist heita Dean og vera frá Houndstead í Norður-Írlandi og að miklar hamfarir hafi átt sér stað þar.

Ég var að vonast til að þú gætir sagt mér frá þessum hamförum og kannski frætt mig eitthvað meira um Houndstead.

Er ekki annars allt gott að frétta?

Ég og Maggie höfum líka verið að hugsa um hvað við ættum að gera í sumar fríinu og datt í hug að við gætum kannski komið í heimsókn til þín.

Vona að þú getir svarað mér fljótlega.

Kveðja Johnny</i>


Næsta dag fór hann aftur á pósthúsið og sendi bréfið með fljótustu uglunni sem völ var á.

Þrem dögum seinna barst honum svo bréf frá Geordie:


<i>Sælinú Johnny

Ég grennslaðist fyrir um Houndstead og komst að því að á Norður-Írlandi er ekki til neitt sem að heitir Houndstead.

Héðan er allt gott að frétta og þú og Maggie ættuð endilega að kíkja í heimsókn í sumar. Gerið bara boð á undan ykkur.

Kveðja Geordie</i>

\”Hei, Maggie það er ekki til neitt sem heitir Houndstead.\"


Endir á fyrsta kafla.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.