Síðasta greinin mín er http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16330191 ef þið eruð ekki búin að lesa hana mundi ég gera það núna því annars skiljið þið ekkert. Í síðasta kafla var svolítið ruglingslegt afhverju Cornelius Fudge var komin til sögunnar. En hann var það því hann var að “passa” Harry.

2. Kafli- Draumurinn
Það var glampandi sól og Harry hljóp því aftur inn til að fara í léttari föt. Cornelius var sofnaður. Harry lagðist í grasið og sleikti sólina. Eftir smástund langaði hann í könnunarleiðangur um nágrennið, en það hafði hann aldrei gert. Loksins kom hann að þorpinu. Þetta var snyrtilegt þorp og minnti Harry svolítið á Hogsmeade. Meðan hann gekk á milli búðarglugganna og virti fyrir sér húsin fann hann fiðring í maganum og eitthvað sem togaði í hann. Þá sá hann hól í útjaðri þorpsins og langaði að fara og skoða hann nánar.
Hann labbaði upp á hann og byrjaði að syfja. Þarna voru rústir, rústir af húsi sem hafði brunnið. Honum leið eins og í leiðslu og hann byrjaði að róta í þeim. Allt í einu sá hann glytta í eitthvað. Það var gyllt! Hann dró það út og leit þá það. Þetta var myndarammi. Hann var í heilu lagið nema glerið var sprungið og skítugt. Harry braut það af og tók út brennda mynd. Hann reyndi allt hvað hann gat að greina hvað þetta væri. Hann greindi par. Karl og konu og honum fannst þetta vera lítið barn í kjöltu konunnar. Eftir nokkra stund uppgötvaði hann hvað þetta var. Þetta var mamma hans og pabbi með.. hann. Hann fann aftur til syfju og eftir nokkra stund lá hann í grasinu sofandi. Draumurinn var lager martröð. Hann fann til kulda og ótta og sá svo tveggja hæða hús uppa á litlum hól. Hann fór inn í það og sá tvær manneskjur.Karl og kona. Þau virtust vera mjög áhyggjufull. Allt í einu heyrðist barnsgrátur. Konan fór upp og Harry fylgdi henni. Þarna var lítið, sætt barn hágrátandi.Það heyrðist bank og skerandi hlátur. Konana öskraði og barnið grét hærra. Karlinn kallaði eitthvað og konan æpti á móti: ,,Varaðu þig”. Konan var hvít í framan og kreisti litla barnið að sér, reynda að hugga það. Allt í einu heyrðist óp niðri, þar að segja kvalaóp. Konan var alveg niðurbrotin og fór að hágráta. Það heyrðist brak í stiganum og Harry vaknaði……..

3. kafli- Flóttinn
Harry lá í svitabaði. Hann var með hroll og sáran verk í enninu. Hann tók myndina í gullrammanum upp og byrjaði að labba heim. Hann var í þungum þönkum á leiðinni. Draumurinn hafði verið um dauða pabba hans og mömmu. Verkurinn í enninu var að hjaðna. Fyrr en varði var hann komin heim.
Þar stóð Cornelius Fudge í dyrunum og veifaði og veifaði. Harry hljóp til hans og Cornelius greip um hann. ,,Harry er allt í lagi? Hvar varstu þú veist að þú matt ekki fara svona út”. Harry losaði takið og sagði að það væri allt´I lagi með hann. Cornelius tilkynnti a ðhann þyrfti að fara útaf vinnunni og Harry ætti að dvelja hjá Dursley í einhvern tíma. Hary gapti. Hvernig gat það gerst. ,,En en þú, hvert ertu að fara?” ,,Ja það kemur eiginlega engum við en nú þurfum við að fara. Pakkaðu öllu sem þú ætlar að hafa. Harry var undrandi en gat ekki farið að mótmæla. Hann pakkaði (þó ekki miklu) og eftir tíu mínútur voru þeir á leið til Runnaflatar.
Þegar þangað var komið var Cornelius hress, hressari en vanalega og gekk rösklega að dyrunum á Runnaflöt númer 4. Harry fór á eftir honum í vondu skapi. Hann hafði alla leiðina reynt að fá uppúr Harry afhverju Cornelius þurfti að fara svona skyndilega. Hann hafði engu svarað og reynt í hvert sinn að finna upp á öðru umræðuefni. Ekkert hafði gerst. Dudley kom til dyra og rak upp óp. ,,MAMMA, MAMMA Harry er kominn með einhverjum kalli!” Petunia kom og trúði ekki sínum eigin augum en sagði ekki neitt og sagði Harry bara að koma inn. Cornelius brosti. Dudley og Petunia hurfu úr dyrunum og Cornelius og Harry voru þarna einir eftir. ,,Jæja núna fer ég”. ,,En” mótmælti Harry. Hann sneri sér aðeins við og þegar hann leit við aftur var Cornelius horfinn.
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*