Hérna er smá viðtal við Emmu Watson sem ég fann á netinu, um það bil nákvæmlega hérna: http://teacher.scholastic.com/scholasticnews/indepth/ha rry_potter/emma_watson.htm

Kveðja TOrfi Geir “GUnnsiGUnn”

Sem Hermione, hefur Emma Watson fengið hið erfiða starf að leika hinn þrjóska, fullkomna nemanda. Í alvörunni er Emma miklu rólegri en persónan sem hún leikur á hvíta tjaldinu. Við spjölluðum við Emmu um hlutverk hennar sem Hermione, hvernig þaðp var að vinna með dæyrum og Macarena-dansinn hans Hagrid's.

Spurning: Hvað hefur breyst í lífi þínu síðan fyrsta HP myndin kom út?
Emma: Ég held að við höfum öll þroskast síðan fyrsta myndin kom út. Fólk þekkir mig svona… stundum. Ég held að það hafi allir haft meira gaman af því að gera eins og seinni myndina því þá þekkir fólk hvort annað miklu meira og veit hvað hvort annað er að gera.

S: Hvað hefur breyst í fari Hermione í seinni HP myndinni?
E: Ég held að allir hafi þroskast, Hermione er ekki jafn mikil mamma yfir Ron og Harry, hún er meira sona, afslöppuð. Svo er hún komin með nýja hárgreiðslu! ;)

S: Hvernig var að vinna með dýrum í stúdíóinu?
E: Ég elska dýr, og að vinna með þeim. Það getur þó verið erfitt, t.d. að segja hundi að gera þetta aftur vegna þess að hann hafi ekki setið rétt. Hedwig flýgur í ranga átt, og svo framvegis. Oftast ná þau þessu rétt, sem er alveg fullkomið en þjálfararnir þeirra hljóta að vera í erfiðustu vinna sem til er!!

S: Hvernig er að vinna með Kenneth Branagh, sem leikur Gilderoy Lockhart?
E: Hann er sá besti. Hann er alveg frábær. Hann er jarðbundinn, vinalegur, og hann er með snilldar húmor. Ég hafði mjög gaman af því að vinna með honum. Hann er líka mjög góður leikari.

S: Viltu deila einhverjum fyndnum sögum með okkur, eitthvað sem gerðist við tökur á myndinni.
E: Það voru einu sinni 300 aukaleikarar í einu herb. og allir að deyja úr leiðindum. Þá tók Robbie Coltrane (Hagrid) upp á því að standa uppi á borði og dansa macarena og cancan. Þetta virkaði vel, og ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið!

S: Hvað fnnst þér erfiðasta atriðið til að taka upp?
E: Tímarnir hennar Prófessor Spíru voru ekki auðveldir. Það voru svo mörg atriði þar sem ég bara gat ekki munað línurnar mínar. Hermione þarf að segja svo langar línur. Það er tungubrjótur í hverri einustu línu. Hermione talar eins og orðabók, eða hún ER orðabók.

S: Finnst þér myndirnar herma vel eftir bókunum??
E: Mér finnst það mjög, mjög mikilvægt er vera með allt eins og í bókunum því þetta eru alveg frábærar bækur. Chris Columbus leikstjóri þarf að vinna mjög náið með Rowling, og ég held að það sé það samstarf sem gerir myndirnar svona góðar. Þ.e.a.s. hvað við vinnum vel með höfundinum, þá koma fram hennar tilfinningar og hennar innblástur.


S: Af hverju finnst þér að það sé mikilvægt að lesa?
E: Það er gott að lesa því það er gott fyrir orðaforðann. Það er líka mjög gott fyrir ímyndunaraflið. Ég hef gaman af lestri vegna þess að mér finnst það svo róandi.
GunnsiGunn - The Old Legend…