Saga Hogwarts:

Þið vitið öll að Hogwartskóli var stofnaður fyrir meira en þúsund árum -nákvæm dagsetning er óljós - af fjórum mestu galdramönnum og nornum á þeim tíma. Heimavistirnar fjórar eru nefndar eftir þeim: Godric Gryffindor, Helga Hufflepuff, Rowena Ravenclaw og Salazar Slytherin. Þau byggðu þennan kastala í sameiningu, fjarri forvitnum augum mugganna, af því að þetta var á þeim tímum þegar alþýða manna óttaðist galdra, og galdramenn og nornir urðu fyrir miklum ofsóknum. Í nokkur ár unnu stofnendurnir saman í sátt og samlyndi, leituðu uppi unga nemendur sem sýndu merki um galdramátt og fluttu þá til kastalans til menntunar. En fljótlega kom upp ósætti milli Slytherins og hinna. Hann vildi herða inntökuskilirðin í Hogwartskóla. Slytherin taldi að aðeins þeir sem væru af rótgrónum galdraættum ættu að fá inngöngu í skólann. Hann var andvígur því að taka inn nemendur úr muggafjölskyldum og sagði að þeir væru ekki traustins verðir. Eftir nokkurn tíma kom upp alvarlegur ágreiningur milli Slytherin og Gryffindor, og Slytherin yfirgaf skólann. Þessu geina áreiðanlegar sagnfræðiheimildi frá.


Hvað er kennt í skólanum


Talnagaldrar
Það eru mjög fáir sem vilja læra talnagaldra. Þessi námsgrein er talin mjög leiðinleg og flókinn og aðeins þeir sem eru mjög gáfaðir vilja læra þetta. Prófessor Victor kennir talnagaldra.


Ummönnun galdraskepna
Þetta er mjög hættuleg námsgrein, ja, þegar að Rubeus Hagrid er að kenna. Það eru frekar margir að læra ummönnun galdraskepna en fáum sem þykja það skemmtilegt þegar að Hippógriffín klórar djúpan skurð í handlegg eða þegar að Hvellfætlurnar brenna mann illa.


Ummyndun
Ummyndun er dálítið erfitt fag. Alla vega svitna margir nemendur í kennslustund í ummyndum þar sem að Próf. McGonagall sýnir enga miskunn.


Vörn gengn Myrkru öflunum
Hér er Quirrell um Lochart frá Lupini til Illaauga. Ár hvert virðist koma nýr og nýr kennari í vörn gegn myrkruöflunum. Sagt er að Próf. Snape sækist mjög eftir þessu starfi, en hann kennir Töfradrykkjun. En, þessi skrýtna “tilviljun” að alltaf komi nýr kennari í þessu fagi gæti ef til vill ýtt undir þær sögusagnir að það fylgji bölvun starfinu.


Spádómar
Prófessor McGonagall hatar þetta fag. En Próf. Trelawney segir að hún geti “Séð” framtíðina í krisalskúlum, telaufum og þess háttar. Kannski efast margir um þennan hæfileika hennar þar sem að hún er frekar taugaveikluð og hjátrúarfull.


Jurtafræði
Jurtafræði er frekar létt fag þar sem að Neville er alltaf hæðstur í jurtafræði. Próf.Spíra er eiginlega alveg sama um hreinlætið þegar hún stingur berum höndunu ofan í moldina og dregur upp langa slímuga orma.


Saga galdranna
Jafnvel Hermione finnst þetta fag ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég held að það segji allt um hve leiðinlegt þetta fag er, enda er eini kennarinn löngu dauður.


Muggafræði
Þessi námsgrein er bara um Mugga og lífshætti þeirra. Miðað út frá sjónarhornum galdramanna, auðvitað. Þannig að allt er örugglega ekki alveg rétt í þessari grein.


Töfradrykkjun
Þetta fag er talið frekar erfitt og ekki hjálpar það þegar Próf. Snape vafrar um kennslustofuna eins og draugur og gagnrýnir allt það sem krakkarnir eru að gera, nema náttúrulega þeirra í Slytherin heimavistinni.


Stjörnufræði
Stjörnufræði er kennd af hinni dularfullu Próf. Sinistra. Krakkarnir rannsaka stjörnurna með látúnkíkjum og skrifa niður allt sem að þau sjá. Þetta er þá örugglega ágætt fag. Heldur þú að þú værir góð/ur í Stjörnufræði?


Töfrabrögð
Töfrabrögð eru frekar létt fag en mjög skemmtilegt líka. Töfrabrögðin eru kennd af hinum litla fyndna Próf. Flitwick. Krakkarnir læra allt frá því að láta hluti fljúga og að draga hluti að sér og frá sér eða í þá átt sem að maður vill.


Flugkennsla
Madame Hooch kennir Flug og fer létt með það. Hún eyðir ekki milkum tíma í að útskýra, og er skemmtileg, en getur samt verið ströng. Næstum öllum krökkunum finnst gaman að fljúga sem gerið Flugkennsluna auðvitað að vinsælustu námsgreininni.


Kennararnir í Hogwartskóla

Albus Dumbledore: Skólastjóri í Hogwartskóla, fyrrum Ummyndunar kennari.

Mínerva McGonagall: Aðstoðarskólastjóri í Hogwart, Ummyndunar kennari

Prófessor Flitwick: Töfrabragða kennari

Severus Snape: Kennari í töfradrykkjum, ræður yfir Slytherin heimavisitnni.

Prófessor Quirrell: Dauður, var kennari í Vörn geng myrkraöflunum

Gilderoy Lockhart: Var kennari í Vörn geng myrkraöflunum

Prófessor Remus J. Lupin: Var kennari í Vörn geng myrkraöflunum

Alastor Skröggur Illaauga: Var kennari í Vörn geng myrkraöflunum

Prófessor Trelawney: Spádóma-kennari

Prófessor Spíra: Kennari í jurtafræði, ræður yfir Hufflepuff heimavistinni.

Argus Filch: Húsvörður

Prófessor Kettleburn: Var kennari í Galdraskepna tíma

Prófessor Sinistra:

Rubeus Hagrid: Skógarvörður, kennari í Galdraskepnutímum

Prófessor Binns: Kennir Sögu Galdranna

Fröken Hooch: Flugkennari

Fröken Pomfrey: Hjúkrunarkona

Fröken Pince: Bókasafnsvörður

Prófessor Vector: Kennari í fornum rúnum

Prófessor Dippit: Var skólastjóri í Hogwartskóla