Þetta viðtal fann ég einhversstaðar á netinu, og þýddi það.

Síðan að Rupert Grint fékk hlutverk Ron Weasly í Hp myndunum sem yngsti Weasly-bróðirinn og sem besti vinur Harry Potters, hefur líf hans verið á hraðbrautinni. Fyrir utan að vera orðinn heimsfrægur, fékk hann bresk kvikmyndaverðlaun fyrir besta nýgræðlinginn. Við spurðum Rupert aðeins um nýju HP myndina, hræðslu hans við kóngulær og að hafa sína eigin ofurhetju.

Spyrill: Þann tíma sem þið voruð ekki í tökum, voruð þú, Daniel og Emma í einhverju sambandi?
Rupert: Við erum góðir vinir og okkur kemur vel saman í tökum, en við búum það langt frá hvort öðru að nei, það var lítið samband.

S: Hvað var uppáhalds atriðið þitt í HP og Leyniklefanum?
R: Atriðið með Eikinni armalöngu, sem var mjög skemmtilegt eins og að fara í tívolí og ég fékk líka að keyra bíl.

S: Hvað þarf maður að vera gamall til að fá bílprófið í Bretlandi?
R: Ég er 13 og maður þarf að vera 17 eða 18. Þegar maður er 16 má maður keyra mótorhjól.

S: Hvað var erfiðasta atriðið?
R: Ég held að það hafi verið að æla sniglum. Ron er með atriði þar sem hann þarf að hósta upp þessum líka risasniglum. Ég var með stóa hrúgu í munninum alla í slími og ég þurfti að spýta þeim út úr mér. Ég held þetta hafi verið plast. Ég vona það alla vegana.

S: Hafðiru meira gaman af því að gera þessa mynd en þá fyrri?
R: Já ég held það. Í þessari fyrstu var það fyrsta skiptið mitt í stúdíói og það var svoldið hræðilegt. Núna þékki ég alla og þetta er miklu þægilegra.

S: Nú lékuð þið Daniel í atriði þar sem risastórar kóngulær komui við sögu ekki satt?
R: Við löbbum inn í stóran helli fullan af risa kóngulóm, þar sem við hittum svo Aragog, kónguló á stærð við fíl, sem var mjög hræðilegt vegna þess að þær voru líka allar með löng hár. Ég er sjálfur hræddur við kóngulær og þetta hjálpaði ekki mikið til við að sigrast á hræðslunni.

S: Þekkir fólk þig þegar það sér þig úti á götu?
R: Fólk þekkir mig, kallar mig Ron og spyr mig spurninga. Það er mjög svalt en þó skrítið líka. Fólk spyr oftast um eiginhandaráritun. Ég er með undirskrift og allt. Það er svolítið erfitt að venjast þessu samt.

S: Á Ron auðveldara með galdrana í þessari mynd en þeirri fyrri?
R: Hann er eiginlega verri. Sprotinn hans brotnar og hann teipar hann saman. Það er eiginlega mjög vont, allir galdrar sem hann gerir koma aftur í bakið á honum.

S: Ertu farinn að hlakka til þegar að fimmta HP bókin kemur, Harry Potter og Fönixreglan?
R: Ég get ekki beðið eftir henni, hún verður örugglega flott.
GunnsiGunn - The Old Legend…