Rubeus Hagrid og Robbie Coltrane Ekki er hægt að lýsa Hagrid öðruvísi en góðviljuðum skógarverði sem seinna meir verður svo kennari í umhirðu galdraskepna. Reyndar fékk hann starfið útaf ástríðu hans á furðulegum skepnum og traust Dumbledore á honum. Þau dýr sem koma hafa fram í bókunum eru öll frekar skrítin. Hann hefur átt átt drek sem heitir Norbert, risakönguló sem heitir Aragog, þríhöfða hund sem var skírður Hnoðri!, og svo hippógriffín sem heitir Grágoggur. Reyndar á hann hund sem heitir Tryggur og nokkra hana!

Staðreyndir
*Hagrid var rekin á þriðja ári fyrir að hýsa skrímsli leyniklefans (sem var svo auðvitað ekki rétt)
*Í annari bókinn var hann settur í galdramanna fangelsið Azkaban og er það hans versta lífsreynsla.
*Hann vildi fremja sjálfsmorð meðan hann var í Azkaban
*Hagrid er hálfrisi í móðurætt

Hagrid gegnir ekki stóru hlutverki í sögunum en alltaf þegar hann kemur fyrir er hlutverkið mikilvægt.
T.d. þegar hann:
*Sótti Harry þegar Lily og James dóu og kom hpnum á Runnaflöt
*Kom Harry í skólann
*Náði í viskusteininn í hirslu 713
*Hann keypti Hnoðra
*Kom Harry á slóð Aragog
*Kennari í umönnun galdraskepna

Leikarinn sem leikur Rubeus Hagrid heitir Robbie Coltrane hérna er upplýsingar um hann:

Nafn: Robbie Coltrane
Afmæli: 30 Mars 1950
Stjörnumerki: Hrútur
Frá: Rutherglen í Skotlandi
Fjölskylda: Hann er giftur Rhona og þau eiga tvö born, son sem er 10 ára og dóttur sem er 4 ára


Störf í skemmtaniðnaði: Robbie Coltrane hefur verið leikari í yfir 20 ár og hann hefur fengið nógu mikið af verðlaunum og leikið í mörgum myndum til að sanna það!
Þú hefur séð hann áður í James Bond myndinni The World Is Not Enough og Goldeneye, Absolute Beginners og Nuns on the Run til að nefna nokkur dæmi.
Áhugmál: Robbie er mikill listunnandi og finnst gaman að mála og teikna. Hann útskrifaðist úr listaskólanum í Glasgow.
Annað: Takið eftir því (í Harry Potter og Viskusteinninn) þegar Harry, Ron og Hermione nálgast Hagrid spilandi á hljóðfæri – hann er í alvöru að spila titillagið í Harry Potter, þ.e. lagið sem er undir í myndinni.
Ef hann hefði galdra mátt í alvörunni… myndi hann hefna sín á Daniel Radcliffe – sem var ávallt að hrekkja hann meðan á tökum stóð!
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*