Harry Potter og Fönixdraumurinn -áhugaspuni Harry Potter og Fönixdraumurinn
eftir Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur
1. kafli
Húsið í draumnum


Harry leit upp úr heimaverkefninu sínu og út um litla gluggann á herbergisveggnum. Hann hafði verið að læra undir próf í töfradrykkjum, en gat engan vegin einbeitt sér. Hvernig var það líka hægt? Honum leið hræðilega. Hann hafði ekki talað við Ron í marga daga og það fékk virkilega á hann að eiga engan náinn vin. Ja, auðvitað var Hermione líka vinur hans, en það var ekki það sama. Kærasta og vinur, mikill munur þar á bæ. Og hvernig átti hann að tala um rifrildi hans og Rons við Hermione, því eftir allt saman þá var þetta allt út af henni. Og svo var þetta eiginlega ekki rifrildi. Það hefði eiginlega verið skárra ef þeir rifust. Þá gæti hann að minnsta kosti talað við hann, verið nálagt honum. Hann hafði svo sem alveg vitað að Ron væri hrifin af Hermione þegar Harry og hún byrjuðu saman, en hann gat nú varla látið það stoppa sig. Hann elskaði Hermione meira en allt annað. Hann elskaði Ron að sjálfsögðu líka sem vin, en hvernig átti hann að gera upp á milli þeirra.

Svo lenti þetta náttúrulega eiginlega allt á Hermione, sem vildi að sjálfsögðu halda sambandi við þá báða. Þau voru núna saman niður í Hogsmeade, það hafði verið ákveðið að núna færi Ron með Hermione. Hún hafði sagt að það væri tilgangslaust að fara með þeim báðum, þeir myndu bara rífast allan tíman. Það var svo sem ekki satt. Þeir myndu ekki rífast. Þeir myndu bara ekki tala við hvorn annan.
Harry hafði svo sem reynt að tala við Ron, en það eina sem Ron hafði gert var að stara tómlegum augum á hann og labba síðan í burtu.

Harry stóð upp frá litla og snyrtilega skrifborðinu og lagðist á rúmið hennar Hermione. Hún hafði leyft honum að nota herbergið sitt á meðan hún var í burtu, en hún fékk sérherbergi af því að hún var umjónarmaður. Oft velti hann því fyrir sér af hverju hann hefði ekki þegið starfið þegar að það bauðst honum en hann sá að hann hefði hvort sem er aldrei haft tíma fyrir öll þau störf sem fylgdu því að vera umsjónamaður auk þess að vera fyrirliði Gryffindor liðsins í Quidditsch. Og svo þurfti hann náttúrulega að læra vel, lokaprófin voru á næsta leiti. Og sinna Hermione…

Hann lá á bakinu og starði á himnasængina fyrir ofan rúmið. Í hana var ofin falleg mynd af fönix. Hann fann hvernig augnlokin þyngdust og brátt var sokkinn djúpt inn í heim draumanna.

***

<i>Hann gekk um stórt hús. Það virtist kunnuglegt, en hann var samt viss um að hafa aldrei komið áður í það. Hann fann á sér að hann væri að leita að einhverju, þó að hann hefði enga hugmynd um hvað. Hann gekk um húsið en fann ekkert markvert. Hann reyndi að fara inn í nokkur herbergi, en þar var ekkert sem vert var að skoða. Hann ákvað að fara út úr húsinu og gekk niður skítugar en þó ótrúlega heillegar steintröppur og fann hvernig kaldur vingusturinn sveipaðist um hann þegar hann kom út í kalda desembernóttina.

Hann svipaðist um eftir einhverju sem hann þekkti, einhverju kennileiti og tók eftir því að umhverfið var svo sem ekkert frábrugðið því sem var í kring um Hogwarts. Hann þekkti nágrenni ágætlega, þar sem hann hafði flogið í kring um kastalann margoft á AeroDeusnum sínum sem hann hafði fengið í jólagjöf árið áður frá Siriusi. Sirius hafði sagt að fyrst hann yrði nú fyrirliði Gryffindorliðsins þá yrði hann að fá besta kústinn á markaðnum. Þar var AeroDeus I langbesti kústurinn. Hann hafði gefið Ron gamla kústinn sinn, sem var langt í frá að vera lélegur. Ron hafði notað hann mjög mikið fyrst, en síðan að Harry og Hermione byrjuðu saman hafði hann ekki séð hann neitt á honum.

Hann vafði skikkjunni þéttar að sér og sneri sér við til að fara aftur inn í húsið. Þegar hann lagði af stað upp tröppurnar sá hann hvar rauður fönix sat í efstu tröppunni og horfði á hann. Hann gekk hægt að honum og áræddi að strjúka honum um bakið. Fönixinn tók sig þá á loft og flaug nokkra metri burt frá honum. Harry fylgdist með hvert hann færi. Hann flaug upp fyrir húsið og settist í gluggakistu á herbergi sem var efst upp í risinu. Harry mundi ekki eftir því að hafa séð stiga sem lægi upp á loft neinsstaðar í húsinu.
Hann gekk áfram upp útidyrastigann. Hann ætlaði að komast að því hvaða herbergi þetta væri og af hverju það væri hálffalið. Hann kom inn í húsið og tók eftir því hvað loftið var staðnað og þungt, mikil breyting á kalda og fríska loftinu úti. Hann gekk upp á aðra hæð hússins sem hann hafði skoðað áður. Hann leit í kring um sig eftir stiga en sá hvergi. Hann skoðaði líka loftið í öllum herbergjum ef vera skildi að þar væri fallhleri.
Ekkert, ekki rifa í loftinu. Hann gekk aftur út til að fullvissa sig um það að fönixinn væri enn þarna. Þarna sat hann og þegar hann sá Harry aftur goggaði hann bara í rúðuna eins og merki um að Harry ætti að fara þarna inn.
Harry skundaði inn og upp á aðra hæð og skoðaði allt sem var þar. Hann klifraði upp á gamalt koffort og athugaði hvort að loftplöturnar væru nokkuð lausar. Þær voru kirfilega fastar og þrátt fyrir að hann væri sterkur gat hann ekki hreyft við ljósbrúnum plötunum.
Hann stökk niður af koffortinu og lenti á gólfinu. Rykið þyrlaðist upp og hann hnerraði. Hann leitaði allstaðar, bak við myndir og undir rúmum að einhverjum leynihlera sem gæti leitt upp á háaloftið. Hann var alveg að gefast upp núna og settist fyrir framan gamlan notaðan arin. Hann horfði á arininn sem var vel gerður og skreyttur með úthöggnum myndum. Hann strauk yfir myndirnar, þar mátti sjá hávaxna menn að berjast við dreka og fönix flögrandi um.

Fönix.

Skyndilega fékk hann hugmynd. Hann teygði höndina inn í strompinn. Ótrúlegt, það var ekkert sót í honum. Hann þreifaði fyrir sér og fann akkúrat það sem hann var að leita að. Þrep. Skorin í steininn í strompinum. Hann togaði höndina til baka og stakk hausnum inn í staðinn. hann sá lítið fyrst, en þessi litla dagsbirta sem flæddi inn um arinopið dugði til að hann sæi lítil þrepin. Hann teygði hendurnar og lyfti sér upp. Hann byrjaði að klifra, þrep fyrir þrep. Strompurinn var það lítill að hann gat auðveldlega notað bakvegginn sem stuðning. Hann kleif upp strompinn þar til að hann kom að opi sem hann skreið inn um. Hann fann mikla saggalykt og myrkrið huldi hann algerlega. Hann þreifaði fyrir sér þar sem hann gekk áfram, háaloftið var tómt að honum virtist, en hann gekk meðfram lágu risloftinu. Hann fikraði sig etir veggnum á móti arinopinu og fann gluggann sem var með gluggatjöldum fyrir. Hann dró þau frá og mánaskinið sveipaðist inn í herbergið. Það tók hann örlitla stund að venjast þessari þó ekki svo miklu birtu. Þarna sat Fönixinn og bankaði í gluggann. Hann reyndi að opna gluggann en á meðan hann var að bisa við festinguna heyrði hann seiðandi rödd fyrir aftan sig. Honum brá við og þorði varla að líta aftur fyrir sig.

,,Harry…. Harry!&#8221;….
<i>
***


2. kafli
Ferðafréttin


Þarna sat Fönixinn og bankaði í gluggann. Hann reyndi að opna gluggann en á meðan hann var að bisa við festinguna heyrði hann seiðandi rödd fyrir aftan sig. Honum brá við og þorði varla að líta aftur fyrir sig.

,,Harry…. Harry!&#8221; Harry varð svo hræddur að hann byrjaði að öskra. ,,Harry!&#8221;


***

,,Harry! Harry vaknaðu! Þú ert bara með martröð!&#8221; Hermione hristi Harry til. ,,Harry þú öskraðir! Elsku Harry minn vaknaðu!&#8221;

Hægt og rólega færðist meðvitundin aftur yfir Harry og hann opnaði augun hálf skelfkaður á svip. Það tók hann smá tíma að átta sig á því hver væri að tala við hann. Þegar hann sá hana greip hann Hermione og faðmaði hana þétt að sér.

,,Ó, guð, Hermione, þetta ert bara þú.&#8221; Harry strauk hana og kyssti hana á munninn.

,,Óþarfi að vera með einhverja væmni hérna, þó að Harry litli hafið verið að pissa í buxurnar úr hræðslu við vondu, vondu martröðina&#8221; heyrðist úr einu horninu.

Harry leit upp og sá Draco sitja með sitt víðfræga glott og hendurnar krosslagðar á bringunni.

,,Þú! Malfoy! Hvað í andskotanum ert þú að gera hérna litla rottan þín?&#8221; hrópaði Harry reiðilega.

,,Rólegur Harry minn, hann Draco er bara hérna því að við ætluðum að byrja að skipuleggja saman jólaballið. Það er alls ekki svo langt í það og við erum eiginlega ekkert byrjuð að athuga með þetta og…&#8221;

,,Hermione ég vil ekki hafa hann inn í herberginu þínu. Hann er umsjónarmaður, á hann ekki sitt eigið herbergi?&#8221; sagið Harry snúðugur.

,,Harry minn, það er nú óþarfi að láta eins og asni&#8221; sagði hún, þó að hún vissi vel að þeir þyldu ekki hvorn annan. Hún sneri sér að Draco og sagði: ,,Gætum við gert þetta seinna Draco? Ég hitti þig á eftir.&#8221;

,,Ja, ætli ég leyfi ekki ykkur turtildúfunum að veltast um hérna einum. Dreymi þig vel Harry. Sé þig seinna Herm&#8221; svaraði Draco og sneri sér hratt við til að vekja athygli á því hve fallega skikkjan hans sveipaðist upp. Harry tók eftir þessu og hryllti sig. Af hverju þurfti þessi þöngulhaus alltaf að þykjast töff?

,,Af hverju þarft þú alltaf að láta eins og asni?&#8221; sagði Hermione með reiðisvip. ,,Þú getur verið svo dónalegur!&#8221;

,,Það er HANN sem er asni. Alltaf að þykjast vera eitthvað.&#8221; svaraði Harry og gretti sig.

,,Hann Draco er ofsalega klár strákur&#8221; svaraði Hermione, að hluta til að vekja upp öfund hjá Harry en líka af því að það var satt. Draco var afburða gáfaður.

,,Bíddu er eitthvað á milli ykkar? Eitthvað sem ég má ekki vita af? Þið eruð að minnsta kosti farin að ávarpa hvort annað með fyrra nafni. Hvað veit ég nema að þið séuð bara upp í stjörnuturni að kela þegar að þið segist vera á umsjónamannafundum?&#8221; sagði hann, kannski meira í djóki en alvöru.

Hermione tók þessu öðruvísi en hann hafði haldið. Hann bjóst við að hún myndi bara segja eitthvað á móti um það að auðvitað væri ekkert á milli þeirra, en þess í stað ýtti hún honum bara í átt að dyrunum og sagði honum að fara út.

,,Herm, ég meinti þetta ekkert illa… Mér brá bara við að hann væri hér inni þegar að ég vaknaði…&#8221;

,,Út með þig. Þú treystir mér ekki! Skíthæll&#8221; hrópaði hún, ýtti honum út og skellti á eftir honum.


Harry stóð fyrir utan dyrnar steini lostinn. Hann hafði ekki haft hugmynd um að hún tæki þessu svona illa.
Og nú voru þau bæði í fýlu við hann, Ron og Hermione.

Hann rölti leiður í bragði niður ganginn í átt að Gryffindor herberginu. Það var ótrúlegt hvað það þurfti lítið til að reyta alla til reiði nú til dags. Hermione stökk upp á nef sér hvað sem hann gerði og Ron vildi bara alls ekki tala við hann. Harry hrökk upp úr sínum þungu þönkum við það að einhver brá fyrir hann fæti.

,,Bara rifrildi við kærustuna?&#8221;

Harry leit upp og sá glottið á Draco þar sem hann stóð, hálfur í skugga veggtjalds með mynd af ljósgrænum Hippógriff.

,,Vertu ekki að skipta þér af því sem þér kemur ekki við&#8221; hreytti hann út úr sér og bjóst til að halda áfram.

,,Ef þetta gengur ekki upp hjá ykkur, þá gæti ég alltaf haft not fyrir hana.&#8221;

Harry kreisti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu. Hann ætlaði ekki að fara að rífast við fleiri í dag. Hann tók eitt skref fram á við. Hann varð að labba í burtu.

,,Svona sæt stelpa eins og Hermione á hvort sem er betra skilið en þig, gleraugnaglámur.&#8221; sagði Draco og þetta hafði tilætluð áhrif. Harry sneri sér við og gekk upp að Draco.

,,Viltu endurtaka þetta&#8221; sagði Harry í hótunnartón.

,,Ég sagði bara að Hermione ætti skilið einhvern sem getur veitt henni það sem hún þarf. Og ég held að aðeins annar okkar hér geti gert það.&#8221;

Harry þagði. En hann gat ekki bara staðið þarna og látið traðka sig í kaf.

,,Þú hefur álíka virðingu og… og…. og…. grænn froskur.&#8221; Hann blótaði í hljóði, ekki ætlaði það að takast hjá honum að móðga Draco. Það var sérsvið Draco&#8217;s. Yfirleitt tókst fáum að gera Harry orðlausan en Draco var öðruvísi. Þessi hroki sem fylgdi honum virtist verða til þess að það var ekki hægt að segja neitt á móti honum.

,,Hmmm… Einstaklega áhrifamikið.&#8221; Draco geispaði. ,,Það er ekki mér að kenna að hún hafi meiri áhyggjur af því að HINN kærastinn hennar sé að fara en hvernig þér gengur að læra. Eða hvað þig dreymir á næturnar&#8221;

,,Hvað meinarðu?&#8221; spurði Harry gáttaður.

,,Ja nú, bara það að hún er búin að vera að hjálpa rauðhærða fábjánanum að pakka niður í stað þess að vera með þér.&#8221; svaraði Draco og lést ekki vita að hann væri að segja Harry eitthvað sem hann vissi ekki fyrir.

,,Ha? Ron? Hvert er Ron að fara?&#8221; spurði Harry

,,Núnú, veistu það ekki? Þú fylgist ekki með. Ron er á leiðinni til frakklands sem skiptinemi eftir áramót.&#8221; sagði Draco og glotti. ,,En ég hef ekki tíma fyrir kurteisisspjall, við Herm ætluðum að hittast aftur eftir mat. Sé þig seinna Potter.&#8221;

Með þessum orðum skundaði Draco niður ganginn og hvarf inn í herbergið sitt.
Harry varð eftir með spurnarsvip.

Var Ron að fara til Frakklands? Af hverju hafði enginn sagt honum þetta?



3. kafli.


Ron stóð við rúmið sitt í strákaherberginu í Gryffindorturninum og var að pakka niður. Hann tók upp græna og slitna peysu og braut hana saman. Hann teygði sig undir rúmið og dró fram kústinn sinn, þann sem Harry hafði gefið honum. Hann strauk hendinni yfir gylta Firebolt merkið og hugsaði um hvort hann ætti kannski að tala við Harry. Hann hafði beðið Hermione um að segja Harry ekki frá því að hann væri fara til Frakklands. Harry myndi bara halda að Ron væri að fara í jólafrí, og svo myndi hann bara ekkert koma aftur í Hogwarts. Hann fann hvernig það strekktist á hnútnum í maganum á honum þegar hann hugsaði um rifrildið við Harry. Þetta var að rífa sálina í honum í sundur. Það yrði mikill léttir að komast til Frakklands, fara í Beuxbanktons, þurfa ekki að horfa á Hermione og Harry, kyssandi hvort annað á göngunum.
Hann vissi ekki að manni gæti liðið svona. Honum fannst hann vera svo svikinn. Harry hafði vitað að hann hafði verið hrifinn af Hermione síðan á fjórða árinu þeirra, en nei… ekki hafði það stoppað hann… Harry hafði oft farið á date með stelpum, á meðan Ron sat heima með sárt ennið. Allir elska Harry Potter, þetta ömurlega fífl sem lét allt annað ganga fyrir vinasambandi þeirra. ,,Ég hélt að við værum vinir!&#8221; sagði Ron við sjálfan sig.

,,Við erum það!&#8221;

Ron sneri sér við. Harry stóð í dyrunum. Ron þagði. Hann vissi ekki hvort hann ætti að segja eitthvað, eða sleppa því.
Það var Harry sem tók af skarið.

,,Þú sagðir mér ekki að þú værir að fara til Frakklands.&#8221;

Ron gat ekki staðið á sér, hann varð að segja eitthvað.

,,Eins og þér sé ekki saman. Þú verður bara feginn. Loksins geturðu verið einn og ótruflaður með Hermione!&#8221; Hann sneri sér við. Hann fann að tárin voru að byrja að myndast í augnkrókunum, hann þóttist halda áfram að pakka.

,,Er ekki í lagi með þig Ron? Þessi tími sem við höfum ekki talast við hefur kvalið mig alla daga. Finnurðu ekki hver sárt það er að geta ekki talað við besta vin sinn?&#8221;

,,Við erum ekki bestu vinir! Þú getur bara drullað þér í burtu!&#8221;
Harry horfði á rauðan hnakkann á Ron. Hann tók nokkur skref í átt að honum.
,,Ron, þú verður að minnsta kosti að tala við mig. Við getum ekki bara látið sem við þekkjumst ekki. Ég trúi ekki að þú sért að fara til Frakklands! Þú hefðir að minnsta kosti getað sagt mér frá því.&#8221;

,,Hermione hefur að minnsta kosti ekki hikað við að fara á bak orða sinna og segja þér að ég væri að fara!&#8221;

,,Hermione? Hún sagði mér ekkert. Hermione myndi aldrei segja mér neitt sem hún var búin að lofa þér að segja ekki. Það var Malfoy sem sagði mér þetta.&#8221;

,,Malfoy? Draco Malfoy? Hermione hefur þá sagt honum þetta, það vita þetta fáir.&#8221; Þá var eins og Ron myndi að hann ætlaði ekki að tala við Harry framar, svo hann sneri sér aftur við. ,,Ef þú vildir vera svo vænn Potter, að láta mig í friði, þá þarf ég að pakka. Hogwartslestin fer snemma á morgun.&#8221;

,,Á morgun? En jólafríið byrjar ekki fyrr en eftir 4 daga!&#8221;

,,Dumbledore hefur gefið mér sérstakt leifi til að fara fyrr svo ég geti haldið áfram að skipuleggja ferðina til Frakklands. Væri þér sama að fara. Ég vil helst vera einn&#8221;

Harry starði leiður á svip. Í eitt augnablik hafði honum fundist eins þeir væru vinir aftur, en það hafði víst bara verið skynvilla. Hann sneri sér við og gekk út úr herberginu. Ef eitthvað var leið honum enn verr en honum hafði liðið fyrir korteri síðan.

***

Hermione settist á gólfið og hallaði sér upp að hurðinni. Ohh, hvað þetta rifrildi var að gera útaf við hana. Ron talaði ekki við Harry, Harry talaði ekki við Ron, og nú talaði hann ekki heldur við hana. Af hverju gátu þau ekki bara verið vinir. Og allt var þetta henni að kenna. Hún hefði kannski aldrei átt að byrja með Harry. En hvernig átti hún að vita að Ron yrði svona afbrýðissamur , hann hafði aldrei sagt neitt um það að hann hefði einhverjar tilfinningar til hennar. Og nú var hann að fara…
Hermione stóð upp og gekk að borðinu sem Harry hafði setið við. Hún leit á fölgult pergamentið og sá hvar Harry hafði teiknað hjarta með tveimur Háum innan í. Hún brosti. Það leyndi sér ekki hversu hrifinn hann var af henni. Hún klippti hjartað út og hengdi það með Galdratyggjói Gulla (Heldur allt að þremur tonnum uppi í meira en hundrað ár!) á litla spegilinn sem var framan á fataskápnum. Þar voru fyrir nokkrar myndir af þeim félögunum. Nokkrar myndir af henni og Harry og svo ein mynd þar sem Harry hékk á kústinum hans Ron á meðan Ron var að reyna að fljúga. Af hverju gat ekki bara allt orðið eins og það var? Nei, Ron mátti ekki fara á meðan þeir væru í fýlu út í hvorn annan!
Hermione fór út úr herberginu og ætlaði að leita að Harry og Ron, hún yrði að stilla til friðar!