Ég hef verið að dunda mér við að semja fanfiction í smá tíma, ég hafði bæði fyrsta og annann kafla saman þar sem þeir eru svolítið stuttir.
Svo… gjöriði svo vel:


Kafli 1
Hogsmade
Rétt fyrir utan Hogsmade er lítið ljósblátt hús, það eru dökkbláir gluggakarmar og stórar hellur sem lágu frá götunni að dökkbláu dyrunum.
Á einni hliðinni er lítil vafningsjurt, sem hafði verið gróðursett sumarið áður og þessvegna ekki mjög stór.
Lítill gosbrunnur sem hafði greinilega verið galdraður þannig að vatnið var marglitað, stóð í bakgarðinum.
Í gluggakistu sat grannur drengur með dökkt og mikið hár, hann hugsaði um hvernig allt hafi verið áður en Sirius hafi komið að sækja hann fyrir 2 mánuðum.
Hvernig Petunia hefði skipað honum að taka til í garðinum og hvernig hann var neyddur til að éta leifarnar frá Dudley, sem aldrei voru miklar.
Allavegana vissi hann að hann mun aldrei sakna þessarar kvalar sem hann hefði ,,notið” í 14 ár.
Á morgun koma fjölskyldur Rons og Hermione, hún hafði eignast lítinn bróður sem Harry hlakkaði til að sjá.

Það var bankað á dyrnar og Sirius gekk inn.
,,Hádegismaturinn er til” sagði hann.
,,Ég kem!”
Harry stökk á fætur og hljóp inní eldhús.
Sirius var enginn súperkokkur en þetta var betra en hjá Dursley fjölskyldunni þar sem hann þurfti að borða afganga.
Þegar hann var búinn fór hann aftur inn í herbergið sitt.
Það voru rauðmálaðir veggir með plaggötum af Chudley Rakkettunum, en Ron hafði kennt Harry að halda með þeim.
Rúmfötin voru líka myndskreytt með Rakkettunum en á hvíta skrifborðið svignaði undan heimalærdóm sem Harry átti eftir að gera.
Hann sast niður og byrjaði að læra.
Eftir korter gafst hann upp á lærdómnum og spurði Sirius hvort hann mætti rölta uppí Hogsmade sem hann mátti.

Hann fór í Quiddich búðina og slefaði yfir nýja Ziiip kústinum, sem er nú hraðskreiðasti kústur í heimi. Harry vissi samt að hann þarf að spara gullið því það þarf að endast þar til hann klárar Hogwarts.
Hann labbaði fram hjá draugahúsinu og inn í Sælgætisbaróninn og keypti sér pakka af Besta kúlutyggjói Bubba og sykurfjöðurstafi.
Hann gekk loks í grínbúð Zonkos og sá að Fred og George hafa greinilega tekist að selja búðinni tröllatungukaramellurnar og platstafina!
Hann keypti sér tvo platstafi og ætlaði að gefa Sirius einn
Hann heyrði alltíeinu ýlfur eins og frá varúlfi frá draugakofanum en það gat ekki verið varúlfur því það var hábjartur dagur og tunglið er ekki fullt.
Harry læddist að draugakofanum og braut upp dyr sem voru þar og gekk meðfram draugalegum gangi, vínrauður dregill var á gólfinu með blóðslettum á og myndir á veggjum.




Kafli 2.
Fönixinn.

Hann opnaði dyr að herbergi, það var í algjörri niðurníðslu, rifnar gardínur og gat í gólfinu. Veggirnir voru dökkmálaðir og neglt var fyrir gluggana. En ekkert líf var þar.
Í öðru herbergi var nokkurnveginn það sama nema í einu horninu sat svartur fönix!
Fönixinn var með keðju um hálsinn sem var fest í vegginn.
Hann leit alls ekki út eins og Fawkes, fönixinn hans Dumbledores.
Augun voru biksvört, enginn gljái eða neitt, ekkert líf.
Fjaðrirnar voru tættar og það voru litlar beittar tennur á gogginum svo Harry þorði varla að koma nær.
Harry vissi ekki að fönixar gæfi frá sér svona hljóð og í örlitla stund efaðist hann um að þetta væri fönix. Fönixar voru venjulega svo ,,hefðarlegir” og voru stoltir með sjálfann sig en þessi sat bara þarna og grúfði sig niður.
Harry færði sig nær honum og fönixinn ærðist, hann blakaði vængjunum en komst ekkert útaf keðjunni, reif, beit en um leið og Harry færði sig í burtu hætti hann.
Fjaðrir voru út um allt.
Harry færði sig aftur nær og fönixinn ærðist, Harry færði sig frá og fönixinn hætti.
Svona hélt þetta áfram. Loks ætlaði Harry að fara heim og segja Siriusi frá fönixinum og gá hvort hann vissi eitthvað um þetta.
Þá ærðist fönixinn enn meira og sleit keðjuna.
Hann settist á öxlina á Harry, fönixinn var þungur en ekki nógu léttur til að Harry gat haldið honum uppi.
Fönixinn þreifaði í buxnavasann hans og tók upp sprotann.
Hann hélt á honum í gogginum en Harry þorði ekki að gera neitt í hættu um að hann myndi ærast aftur.
Tár rann niður vanga fönixins á sprotann, þetta var ekki ósvipað því sem gerðist í leyniklefanum fyrir nokkrum árum.
Svo heyrðist væl, það skarst í eyrun á Harry og það var þögn fyrir utan.
Harry ákvað að taka fönixinn með sér heim en hvað mundi fólk halda þegar það sér svartann fönix á öxlinni á 15 ára krakka.
Hann róaði fönixinn niður og fönixinn sofnaði.
Harry hljóp í galdragæludýrabúð rétt hjá og keypti risastórt uglubúr með dúk til að setja yfir. Hann vonaði að fönixinn hafði ekki vaknað og það fór eins og hann vonaði.
Þegar hann var kominn inn vakti hann fönixinn blíðlega og lét hann í búrið og setti dúkinn yfir.
Harry dró búrið næstum á eftir sér að heimili sínu.
Þótt að hann væri með búr gláptu allir á hann.
Svipurinn á Sirius þegar Harry kom með búrið inn var blandaður af hræðslu og forvitni, hann rétt kom út úr sér: ,,Hva-hvað varstu að kaupa?!”
Harry svipti dúknum af og fönixinn kom í ljós.
,,Svartur fönix!” hrópaði Sirius ,, þú veist ekki hvað þeir eru sjaldgæfir, Harry margir halda að þeir séu útdauðir!”
,,Ég fann hann í draugahúsinu, og já ég er með svolítið handa þér”. Harry rétti honum platsprotan en Sirius virkaði svolítið fúll, Harry fékk sér fönix en hann fékk lítinn ljótann platsprota.
,,Ó, humm takk fyrir” sagði Sirius vandræðalega.
,,Sirius, ég ætla ekki að eiga hann” svipurinn á Siriusi breyttist gjörsamlega.
,,Afhverju ekki? Ég meina við höfum hippógriffín í bakgarðinum svo hvað er að fönix?”
,,Fönixinn var bundinn svo einhver hlýtur að eiga hann” svaraði Harry
,,Að binda dýrið sitt í draugahúsinu sýnir mjög mikla umhyggju, fynnst þér það ekki Harry?” sagði Sirius í hæðnistón.
Sirius hafði fengið einhverja Hagrid-veiki, hann elskaði galdradýr en sem betur fer voru þau ekki eins hættuleg og þessi sem Hagrid valdi sér.
,,Ég sendi bréf til Hagrid um þetta, hann veit örugglega hvað ég á að gera” sagði Harry og hljóp inn í herbergið sitt.

Kæri Hagrid,
Í dag fór ég í Hogsmade og heyrði ýlfur frá draugahúsinu.
Ég fór inn og fann svartann fönix.
Sirius segir að þeir séu sjaldgæfir og væru útdauðir
En það getur ekki verið því ég fann einn slíkann.
Sirius vill að ég haldi honum en hann var bundinn í draugahúsinu
Þannig að einhver hlýtur að eiga hann.
En fjaðrirnar voru tættar og hann er svolítið veikburða.
Ætli það fari að kvikna í honum strax?
Þarf að biðja um leyfi fyrir fönix?
Eða á ég að skila honum?
Svaraðu eins fljótt og hægt er því ég veit ekki alveg hvað fönixar borða.

Kveðja
Harry

Harry las þetta nokkrum sinnum yfir og batt þetta svo við fótinn á Hedwig.
,,Farðu með bréfið til Hagrid” sagði hann og Hedwig flaug útum gluggann.
Harry fór og hleypti fönixinum út.
Fönixinn flögraði á öxlina á Harry og tók aftur upp sprotann hans og vældi eftir að hann grét á hann.
,,Afhverju lætur hann svona?” spyr Harry
,,Er ekki fönixfjöður í sprotanum þínum?”
,,Jú úr Fawkes”
,,Kannski tengjast fönixarnir eða kannski gera allir fönixar svona”
,,Sirius?”
,,Jamm”
,,Afhverju eru sumir fönixar svartir og afhverju eru þeir næstum útdauðir?”
Sirius svaraði ekki.
,,Sirius?”
,,Um… Harry farðu að sofa!”
,,En…”
,,Ekkert en farðu bara uppí rúm!”
Harry rölti inn í herbergi og skreið upp í rúm.
Hann hugsaði um afhverju Sirius hafði ekki viljað svarað og sofnaði loks.
Ég elskaig