Blessuð,
Ég er nokkuð viss um að allir sannir Harry Potter aðdáendur hafa trúlega lesið þetta viðtal en fyrir aðra, þá þýddi ég viðtal við J.K. Rowling. Verði ykkur að góðu!

Hvernig fékkstu hugmyndina af Harry Potter?
Ég var í langri lestaferð frá Manchester til London í Englandi og hugmyndin af Harry Potter bara skaust upp í kollinn á mér. Það var hugmynd að strák sem vissi ekki að hann væri töframaður og töfraskólinn sem endaði með að fara í.

Hvað tók þig langan tíma að skrifa fyrstu bókina?
5 ár, þó á meðan því stóð var ég líka að skipuleggja hana og skrifa sex framhöld.

Þurfti að gera einhverjar breytingar á bókinni til að hægt væri að gefa hana út í Bandaríkjunum?
Það voru mjög fáar breytingar sem voru gerðar. En ég fékk samt gagnrýni að ég skildi leyfa einhverjar breytingar yfirhöfuð, en ég vildi að sem flestir myndu skilja bókina.

Átti alltaf að vera framhald af Harry Potter?

Ég hugsaði þetta alltaf sem sjö bóka sería af því að ég ákvað að það myndi taka sjö ár að læra að verða galdramaður, frá aldrinum 11-17 ára og þar yrði innifalið að æfa sig sem galdramaður. Hver bók átti alltaf að vera eitt ár í Hogwarts skólanum.

Einhverjar vísbendingar hvað við eigum að búast við í bókum Harry Potter?
Aðalefnið sem rennur í gegnum allar sjö bækurnar er baráttan milli góðs og ills, og ég er hrædd um að það verða slys og jafnvel banaslys! Börn grátbiðja mig um að drepa ekki Ron þegar ég segi þeim þetta; þeim finnst hann vera viðkvæmastur, trúlega vegna þess að hann er besti vinur hetjunnar!

Hvernig dettur þér í hug einstöku nöfnin, staðina og hlutina sem hjálpa Harry Potter að vera svona forvitnilegur?
Mörg nafnanna eru búin til, t.d. Quidditch og Muggle. Ég safna líka óvenjulegum nöfnum og tek þau alls staðar frá. Hedwig var dýrlingur, Dumbledore er gamalt enskt orð yfir býflugu og Snape er staður á Englandi.

Hvað heldurðu að það sé við Harry Potter sem svo margir tengja sig við?

Það er mjög erfitt að hugsa um starfið mitt á þann veg, vegna þess að ég skrifaði þetta alveg fyrir sjálfan mig; þetta er minn húmor í bókunum, ekki það sem ég held að börnum finnist fyndið, og ég tel að það höfði til margra fullorðna. Á annan veg, þá held ég að ég hafi mjög skýrar minningar um það hvernig var að vera á aldri Harry Potters, og börn kenna sig sterklega við hann og vini hans.

Bjóstu einhvern tímann við að Harry Potter yrði svona vinsæll?

Ég hefði verið eitthvað skrítin ef ég hefði búist við því. Það sem hefur verið mest spennandi fyrir mér var þegar ég fékk að vita að gefa átti fyrstu bókina út. Alla tíð hafði minn metnaður legið í því að einhvern daginn skildi ég sjá bók sem ég hafði skrifað í hillum bókabúða. Allt sem hefur gerst eftir það hefur verið dásamlegt, en staðreyndin að ég hef gefið út bók var uppfylling mín á draumi sem ég hef átt síðan ég var mjög lítil stelpa.
Ertu hissa að sjá að margir fullorðnir tengja sig við Harry, eins og krakkar?

Ég skrifaði ekki með einhverju ákveðnu markmiði að lesendum. Það sem var spennandi hvað ég naut þess að skrifa um Harry. Mér datt aldrei í hug að skrifa fyrir börn – barnabækurnar völdu mig. Ég held að ef einhver bók er góð þá mun hver sem er lesa hana, börn sem fullorðnir.

Af öllum hrósum sem þú hefur fengið fyrir Harry Potter, hvaða hrós er í þínu uppáhaldi?

Uppáhalds hrósið mitt var frá 12 ára skoskri stelpu sem kom til að heyra mig lesa á Edinborg hátíðinni. Það var uppselt og röðin sem myndaðist svo fólk gæti fengið áritaða bók var mjög löng. Þegar stelpan náði loks til mín sagði hún: „Ég vildi ekki að það væri svo mikið fólk hérna af því að þetta er mín bók!“ Þannig líður mér einmitt um uppáhalds bækurnar mínar… enginn annar hefur rétt til að þekkja þær!

Hvernig höfðu vinsældirnar áhrif á lífstíl þinn? Er það eitthvað sem þig langaði alltaf að gera og þú getur gert nú?
Ég bjóst aldrei við að tala við blaðamenn eða neitt þannig, og ég hef náð þeim punkti þar sem ég þarf að segja nei við mörgum hlutum, bara svo ég hafi nógan tíma til að skrifa. Á annan veg, þó elska ég að ferðast og fá það tækifæri að heimsækja staði sem ég hef aldrei séð áður – ferðin til Bandaríkjanna þegar ég átti að kynna bókina var sú allrafyrsta og ég varð ástfangin af New York og San Francisco – þetta eru dásamlegar borgir.

Þekkir fólk þig? Þarftu t.d. að stoppa til að gefa eiginhandar áritanir?

Ég er varla þekkt núna og ég er mjög ánægð yfir því, ég vil vera nafnlaus manneska! Það gerist oftast þegar ég er að skrifa á kaffihúsum, vegna þess að tengslin á milli mín og kaffihúsa er sterklega innrætt í fólki sem býr í Edinborg. Stundum þegar ég afhenti afgreiðslufólki kreditkortið mitt þá þekkir fólkið nafnið sem er mjög þægilegt. Einn afgreiðslumaður sagði mér að hún hefði tekið aðra Harry Potter bókina með sér í brúðkaupsferðalagið sitt! En vandræðalegasta atvikið var þegar ég fór með dóttur mína til að sjá Pöddulíf (A Bug’s Life) með nokkrum vinum og kona með margar litlar stelpur spurði mig hvort hún gæti tekið mynd af mér og stelpunum.

Varstu spennt yfir kvikmyndasamningnum?

Já, ég var mjög spennt (og líka stressuð) um fyrstu kvikmyndina. Warner bræður keyptu líka varningarétt (svo hægt væri að gera t.d. boli með Harry.)

Er þetta fyrsta bókin/sagan sem þú hefur nokkurn tímann skrifað?
Þetta er fyrsta bókin sem ég hef gefið út. Áður en ég skrifaði Harry Potter þá hafði ég skrifað tvær skáldsögur fyrir fullorðna sem ég gaf aldrei út.

Vildirðu alltaf verða rithöfundur?
Já, alveg síðan ég var fimm eða sex ára, þegar ég skrifaði fyrstu „bókina“ mína – sögu um kanínu sem var kölluð Kanína.

Hvar, hvenær og hvernig skrifar þú?
Hvenær sem er, allstaðar og með handskrift!

Hefurðu einhverjar ráðstafanir, sem rithöfundur, fyrir utan Harry Potter?
Ég hef alla mín tíð skrifað og ég veit að ég mun aldrei hætta því; þó Harry Potter hefði aldrei verið gefin út þá veri ég enn að skrifa. En Harry er stórt og tímafrekt verkefni, og ég hef ekki tíma fyrir annað að svo stöddu til að ákveða hvað ég geri næst.

Hvaða bækur og rithöfundi last þú sem krakki? Hvaðan koma þín stærstu áhrif?
Ég hef alltaf dáðst af E. Nesbit, Paul Gallico og C.S. Lewis. Uppáhalds bókin mín sem krakki var The Little White Horse eftir Elizabeth Goudge.

Ertu að lesa eitthvap núna?
Síðasta skáldsagan sem ég las var Captain Corelli’s Mandolin eftir Bernieres, sem mér fannst mjög góð.

Hvaða ráð myndir þú gefa ungum rithöfundum í dag?
Ekki gefast upp!

Ef þú værir ekki rithöfundur, hvað heldur þú að þú værir?
Ég myndi trúlega vera að kenna.

Hver eru áhugamálin þín?
Það var vandræðalegt um daginn þegar ég fékk þessa sömu spurningu, sem var spurð af 9 ára dreng. Sannleikurinn er sá að ef ég er ekki að sjá um börnin mín, vera með vinum eða lesa, þá er ég að skrifa. Drengurinn var ekki nógu ánægður að fá þetta svar en sannleikurinn er sá ég elska það sem ég vinn við.

Aðrið hlutir sem eru í uppáhaldi hjá þér?
Ég borða næstum því allt fyrir utan alla vitleysu, sem var því miður ein helsta íþróttin í Oporto, þar sem ég bjó í þrjú ár. Sjónvarpsþættir: Ég elska grínþætti, mest breska og svo horfði ég mikið á Frasier og The Simpsons.

Þú bjóst á Skotlandi, en hvaða önnur lönd hefur þú heimsótt sem eru í þínu uppáhaldi?
Ég hef búið á Englandi, Frakklandi og Portúgal og hef heimsótt mörg fleiri. Ég elska Portúgal (dóttir mín er hálf-portúgölsk) og ég hlakka til að fara með hana aftur þangað.

Hvað finnst dóttur þinn um starf þitt?
Hún er of ung fyrir Harry Potter (gamalt viðtal) en ég hlakka til að lesa fyrir hana bækurnar. Hún elskar Beatrix Potter bækurnar og nýlega þá las ég fyrir hana The Lion, The Witch and the wardrobe sem hún hafði gaman af.

Heimildir:
http://www.kidsreads.com/harrypotter /jkrowling.html