Páfinn og Potter Páfagarður hefur gefið út að Harry Potter stríði ekki gegn kirkjunni eins og svo margir sértrúasöfnuðir hafa haldið fram. Margar kirkjustofnannir hafa gefið út að Harry Potter stuðli að því að börn geti ekki greint milli góðs og ills.
Jafnvel hefur verið sagt að Harry potter sé frá kölska kominn. Þá á örið að vera einhvers konar tákn djöfulsins, þar eð það er eldingalaga. Gunnar í Krossinum er mikið á móti HP og hefur meðal annars komið fram í Kastljósi RUV til að ausa yfir harry mógunum. En hann gaf það einmitt upp í viðtalinu að hann hefði ekki lesið bækurnar, en þó skoðað bókakápuna!

Það má halda að sumar kirkjunnar stofnannir þurfi að éta ofan í sig einhver orða sinna eftir þessa yfirlýsingu Peters Fleetwoods. Hann sagði að það væri greinilegt að Rowling væri kristin kona og endurspeglaðist það í skrifum hennar. Hann sagði enfremur að HP hjálpaði börnum að greina milli góðs og ills.

„Töfrar og nornir þurfa ekki að vísa til andkristinnar hugmyndafræði," var haft eftir Fleetwood í blaðaviðtali


stuðst við…
http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?n id=1016012&cid=10


Hvað finnst ykkur? Er einhver hér sammála Gunnari í krossinum og hinum um að hp hafi slæm áhrif á börn?