J.K.Rowling




Eitt sinn árið 1960 kynntist maður sem að nafni Peter henni Anne á King´s Cross lestarstöðinni í London. 5 árum síðar fæddist stúlku barn í heiminn á Chipping Sodbury sjúkrahúsinu. Hún var skýrð Joanne Kathleen.
Joanne langaði strax að verða rithöfundur og skrifaði sína fyrstu sögu árið 1971. Sú saga var um kanínu sem fær mislinga. Árið 1976, þegar ,,Jo” er 11 ára fer hún í Wyedean Coprehensive og kynntist þar strák sem varð svo fyrirmynd Ron Weasley, hann hét Sean Harris. Henni líkaði vel við skólann og var útnefnd Head Girl eða fyrirmyndar nemandi árið 1982.
Árið 1990 gerðist það besta. Joanne var í lest milli Manchester og King´s Cross í London þegar Harry steig fullmótaður niður í huga hennar, með öllu (tómatsósu og káli líka (slakur brandari…)). Hún hafði ekkert til að skrifa á svo hún mundi bara allt. Því miður dó móðir hennar sama ár, þ.e. 1990, 45 ára úr MS-sjúkdómi sem hún greindist með árið 1980, og það tafði Jo frá ritstörfum.
1993 fæddi Jo dóttur sína ,sem síðar var skírð Jessica, með prtúgölskum fréttamanni. Joanne skildi við hann sama ár og flutti til Edinborgar þar sem hún bjó með systir sinni Di.
Árið 1996 lauk Jo við Harry Potter og Viskusteinninn. Hún sendir handritið til tveggja umboðsmanna og eins utgefanda. Hún fær svo svar frá umboðsmanninum Christofer Little sem finnur útgefandanum Bloomsbury sem ákvað að taka þá áhættu að gefa út bókina. Það ganga þó sögur af fjölda útgefanda sem höfnuðu sögunni og líklega naga þeir sig nú í handabökin.
1997 kom Harry Potter og Viskusteinninn út í Bretlandi. Í kjölfarið varð J.K. Rowling landsþekkt í Bretlandi, því Harry Potter sló sam stundis í gegn.
Harry barst sem eldur í sinu um allan heim og hefur hann selst í meira en 110 milljónum eintaka og verið þýddur á 47 tungumál.
Það er vert að hugsa um það að fyrir aðeins örfáum árum var J.K. Rowling óþekkt og bláfátæk einstæð móðir, en er nú næst ríkasti rithöfundur heims! Þetta er meira en lítið hvetjandi tilhugsun.




Í einu viðtali á netinu var spurt hver væru áhugamál Rowling.
Var bent á það að hún hefi orðið svolítið vandræðaleg en svarað svo:
Já, ég hef verið spurð að þessu áður en þá að níu ára gömlum drengi. hún sagðist hafa svarað á milli þess hún væri ekki að passa dóttur sína Jessicu, og eyða tíma með vinum mínum, lesa þá er ég að skrifa þetta fanst stráknum skrítið en að skrifa er bara svo rosalega skemmtilegt.

Í sama viðtali var spurt um mat og sjónvarpsefni og við því sagði hún:
Ég borða næstum allt og líka það sem er frekar óheppilegt. Eftirlætis sjónvarpsefni mitt er breksir ástar-gaman myndir en líka Fraiser og Simpson.

Uppáhalds dagurinn hennar er Halloween (eða Hverngi sem það er skrifað) því þá býður hú öllum vinum sínum í boð með börnum sínum!



Jæja þá er þetta búið. ég veit að það er önnur grein hér á huga um Rowling en hún er ekki á HP áhugamálinu. Tengill á hana er
http://www.hugi.is/baekur/greinar.php?grein_id=5969 0#820033

Þetta er reyndar ritgerð sem ég þurfti að geraí skólanum og ég ætla segja svona í lokin að fult af þessu efni er komið frá Önnu Heðu en ALLS EKKI ALLT
Ok Bæ
Anna Potte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*