ATH: Allt þetta eru mínar skoðanir og ég er ekki að segja að öllum eigi að finnast þetta(ef að ég gleymi að setja “mér finnst” inní).

Mér finnst að Harry Potter kvikmyndirnar séu búnar að eyðileggja bækurnar fyrir mörgum. Margir sem hafa ekki lesið þær, munu ekki lesa þær! Og vitiði afhverju?? Af því að myndirnar sucka(mitt álit)! Ég veit um krakka sem hafa aldrei lesið bækurnar af því að þær eru of “barnalegar”, bara “asnalegar” eða eitthvað annað, eru búin að sjá myndirnar!

Sem dæmi:

Segjum að Anna sé 13 ára. Hún hefur aldrei lesið HP bækurnar, af því að það er uncool í bekknum hennar, en langar samt innst inni dálítið til þess að lesa það sem að allir(“nördarnir”) eru að flippa útaf. EN ÞÁ kemur fyrsta myndin í bíó! Mamma hennar hefur verið að lesa Harry Potter bækurnar fyrir litla bróður hennar svo að honum langar alveg rosalega mikið á myndina, og Anna grípur tækifærið og skellir sér á hana með bróður sinn sem afsökun. Jæja, þau ætla á myndina og Anna hlakkar rosa til að sjá myndina sem er gerð eftir “bestu bók í heimi”! En þegar hún loksins sér myndina, verður hún fyrir vonbrigðum. Myndin var leiðinleg, eiginlega bara hallærisleg(fannst henni)og þar að auki hafði hún þurft að sjá hana með íslensku tali. OOOOOOOOOG hún gerir þau mistök að dæma bækurnar eftir myndinni og nennir svo ekki að lesa bókina!!!!!!!!!!

…mm kannski er þetta asnalegt dæmi, en…ég vona að þið fattið pointið með þessu ;)

Svo var það leyniklefinn…úff, alveg hræðilegur…allt gekk SVO hratt og eitthvað :S En það verður víst bara að vera svoleiðis, það verður nátturulega að troða heilli bók inná tvo tíma :(