Vitsugur og Nazgûlar Pires skrifaði grein, sem bar titilinn “Fanginn frá Azkaban
kveikir í skotlandi”, og barst umræðan mikið að mun Vitsugna
og Nazgûla. Ekki getum við sagt að þeir séu ekkert líkir, en þó
er heldur ekki hægt að segja þá vera sama hlutinn. Hér ætla
ég að kafa dálítið ofan í þessar tvær skepnur, og aðalega í
mismuninn.

Eins og flestir ef ekki allir vita soga vitsugur til sín tilfynningar,
og þá aðalega gleði. Ég veit nú ekki hvort þetta sé nógu líkt
fyrir sum ykkar, en hvað með “nágust” Nazgûlana (eða hét
þetta ekki nágustur?). Þið getið séð greinilegt dæmi um hann
í The Lord of the Rings: The Fellowship of the ring, þar sem
það líður nánast yfir Fróða undir trjábolnum, en þó mæli ég
miklu frekar með því að fólk lesi bara bækurnar.

Þó að þessi tvö fyrirbæri hafi mismunandi aukaverkanir, er
þetta dálítið líkt hvoru öðru því að þetta bæði eykur ekki
beinlínis upp á glaðværðina. Og svo er það aðalmálið,
nálægð við þessar tvær tegundir skepna eru ekki góðar vegna
þessara hluta (eða semsagt “nágustinum” og
“tilfinningasoguninni”).

Annað er náttúrulega það að báðar eru þessar verur klæddar í
svarta kufla. Það er bara spurningin hvort sú hugmynd sé
komin frá Nazgûlunum, en svo gæti náttúrulega alltaf verið að
hún hafi fengið hugmyndina annars staðar frá, þar sem svartir
hettukuflar hafa með tímanum fest sem ímynd ljótu skepnana
(en það gæti náttúrulega hafa gerst út af LoTR, ég man ekki
hvort það var).

En já, það eru væntanlega miklu fleyri hlutir sem vísa því á
bug að þetta séu sömu/mjög svipaðar skepnur. Hér ætla ég
að fara í suma af þeim:

Eins og bent var á sem greinasvar við grein pires hafa
Vitsugur líkama, ólíkt Nazgûlum sem eru meiri andar.
Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr The Lord of the Rings: The
Return of the king, kafla IV, The Siege of Gondor, síðu 113.

The black rider flung back his hood, and behold! he had a
kingly crown; and yet upon no head visible was it set. The red
fires shone between it and the mantled shoulders vast and
dark. From a mouth unseen there came a deadly laughter.

eða á íslensku. Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr bókini
Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim, kafla 4, Umsátrið um
Gondor, síðu 94.

Svarti riddarinn svipti af sér hettunni og sjá, hann bar
konunglega kórónu! en hún sat ekki á neinu sýnilegu höfði.
Jafnvel rauðir bálblossar borgarinnar lýstu milli hennar og
stórra kuflklæddra axlanna. Frá óséðum vörum hans glumdi
við dauðahlátur.

Á móti því kemur til dæmis það ógleymanlega skeið þegar
það rétt sést í hendi vitsugunnar frá lestinni á leiðinni í
Hogwarts (nenni ekki að fletta upp).

Einnig má ekki gleyma því að Nazgûlarnir fara stingandi í allt
og alla með sverðum sínum meðan Vitsugurnar bara gefa
lítinn sætan koss ( mínus þetta "sætan).

Verð að fara, it's time for dinner…

kv. Amon