Fanfiction

Harry sat við eitt borðið í setustofu Gryffindor heimavistarinnar og var að lesa þegar Hermione og Ron komu hlaupandi.
“Harry,” sagði Ron óðamála. “Þú verður að hjálpa okkur. Dumbledore er í London og McGonagall er undir stýribölvun. Hjálp Harry!”
Hann hljóp með þeim til McGoangall sem stóð við einn vegginn á ganginum og skrifaði með rauðu bleki:

BRÁTT MUN VALDATÍMA BLÓÐNÍÐINGANNA LJÚKA

Harry losaði hana undan stýribölvuninni og hún leit á hann undrandi.
“Hvað eruð þið að gera hér?” spurði hún. “Og hvaða krot er þetta á veggnum?”
Harry yppti bara öxlum. Hermione starði bara á það sem stóð á veggnum og sýndi augljós merki um skelfingu því McGonagall beindi spurningu sinni að henni.
“Hermione, er ekki allt í lagi með þig?”
Hermione bennti á vegginn.
“Jesús minn almáttugur,” hrópaði McGonagall upp yfir sig. “Skrifaði ég þetta?”
Harry kinkaði kolli. Skyndilega hristist kastalinn eins og í jarðskjálfta. og þau þustu að glugganum. Þau sáu hvar raðir af vitsugum, drekum, snákum, drápurum og alls kyns fleiri óhugnaði streymdi í átt að kastalanum.
“Auðvitað,” sagði Hermione. “Dumbledore er í London. Hvað gerum við nú?”
”Við fáum ekki móðursýkiskast,” sagði Ron eins og hann væri einmitt að fá eitt slíkt.
“Við sjáum til þess að nemendurnir komi sér á vistirnar undir eins. Þið líka,” sagði McGonagall. Hún beindi töfrasprotanum sínum að hálsinum á sér, sagði mokkur orð og sagði svo: “Nemendur takið eftir. Farið tafarlaust beinustu leið á ykkar heimavistir.”
“En við hljótum að geta gert eitthvað,” mótmælti Harry.
“Já, komið við í ugluturninum á leiðinni,” sagði McGoanagall.
Þegar þau voru komin þangað spurði Hermione: “Haldiði að þetta verði allt í lagi?”
“Ég veit það ekki, en ég held að þetta verði það versta sem fyrir okkur hefur komið,” svaraði Harry.
Þegar þau voru búin að senda uglu til Dumbledores fóru þau aftur á vistina. Þar sátu allir og töluðu um það sem var að gerast. Harry gekk eirðarlaus um gólfið. Svo leit hann út um gluggann. Það hefði hann ekki átt að gera.

Það sem blasti við honum út um gluggann var svo ógeðslegt að hann náfölnaði og þaut á klósettið og kúgaðist. Enginn þorði að glugganum og þegar Harry hafði jafnað sig dró hann fyrir og sagði: “Ekki horfa út um gluggana. Við getum ekkert gert nema bíða, kannski kemur eitthvað fyrir okkur, kannski ekki.”

Út um gluggann hafði hann séð orrustuvöll. Dauðar vitsugur á víð og dreif, nokkra spaðhakkaða dreka, fólk í klónum á risavöxnum snákum, blóð, blikandi sverð, eld, gula neista, græna neista, bláa, fjólubláa, ruaða, appelsínuguls neista, fljúgandi fólk, meira blóð og hann var hálffeginn að vera inni í Gryffindor setustofunni þótt honum þætti slæmt að geta ekkert gert. Biðin var óbærileg. Þau gátu ekkert gert nema beðið og talað saman og orrustan stóð langt fram á nótt.
Harry gat ekki farið að sofa. Nemendurnir tíndust einn af öðrum í rúmið og að lokum voru harry, Ron og Hermione ein eftir.
“Sestu niður, Harry,” sagði Hermione umhyggjusöm. Harry tyllti sér á blábrúnina á stól, en stóð strax upp aftur. Hann gekk að glugganum og var næstum búinn að draga frá þegar einhver sagði: “Ekki.”

“Ekki gera þetta. Þetta er ófögur sjón,” og Harry sneri sér við. Þar var kominn Dunbledore sjálfur, með sorg í bláu augunum, eldri og þreytulegri en nokkru sinni fyrr.
“Hvað gerðist?” spurði Harry strax.
Dumbedore andvarpaði.
”Hann sendi allt sitt lið á okkur, en kom ekki sjálfur, skræfan sú arna. Bæði liðin misstu marga. Óvinirnir fóru þó að lokum. En ég get ekki glaðst yfir því að hafa unnið þessa orrustu, því við misstum svo marga. McGonagall, Snape, Filch, Arabellu Figg, Pomfrey, Lupin, Weasley hjónin, Hooch, Hagrid og fleir sem þið þekktuð ekki neitt,” sagði Dumbledore og svo tók hann þau öll í fangið, því þau hágrétu. Harry hugsaði um að hann ætti eftir að sakna Snapes jafn mikið og allra hinna, þó að hann hefði alltaf hatað Harry. Hermione hugsaði mest um Hagrid sem hafði alltaf verið svo góður við hana. Ron hugsaði ekki neitt. Fyrst var hann stjarfur af sorg, en svo grét hann þegar hann fann hellast yfir sig sorgina yfir foreldrum sínum.
Öll fundu þau fyrir tómleikanum sem kom tárunum af stað. Það var eins og það hefði verið tekinn burt partur af hjarta þeirra, og honum var aldrei hægt að skila.
Skyndilega gekk einhver inn í setustofuna, utan frá.

“Hættiði þessu væli, þið farið fljótlega sömu leið,” sagði ísköld rödd sem fékk blóðið til að frjósa í æðum þeirra. Aðeins eitt komst að í hugum þeirra allra. Voldemort.
Þau stóðu upp og sneru sér að honum. Hann lyfti sprotanum sínum, enn um leið lyfti Harry sínum.
“Avada Kedavra!”
“Crusio!”
Bölvanirnar mættust á miðri leið, sneru við og hittu ranga manneskju. Voldemort var bugaður af sársauka og lagðist emjandi í gólfið en Harry missti meðvitund samstundis.
Dumbledore lyfti sprotanum sínum og sagði: “Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að gera þetta, en . . . Avada Kedavra!” og Voldemort engdist á gólfinu og svo hreyfði hann sig ekki meir.
Dumbledore fór að huga að Harry og eftir stutta stund komst hann aftur til meðvitundar. Eftir smástund, sem Hermione fannst eins og eilífð, orðaði Ron spurninguna sem brann á þeim öllum: “Er hann dáinn? Í alvöru?”
Kveðja
Sunnefa Black