FanFic, 6. kafli FanFic, 6. kafli

Loksins heldur maður áfram, þar sem maður var á Blönduósi.

Lesið fyrstu 5. kaflana:

1. kafla http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64010
2. kafla http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64121
3. kafla http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64230
4. kafla http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64728
5. kafli http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=65284

6. kafli, Heimur Martraðanna

Harry gekk í átt að hólkinum sem spratt upp úr jörðinni og náði upp í loftið og lá inn í
Azkaban. Harry hugsaði með sjálfum sér hvað myndi gerast ef hann hefði ekki verið
sprotann sinn á sér og hló að þessum hugsunum sínum. Hann vissi ekki hver
sannleikurinn var.

Hann nálgaðist nú hólkinn og ákvað að nú væri gott að búa til verndara. Hann fálmaði
eftir sprotanum í vasann á skikkjunni sinni og nú uppgötvaði hann að hann hefði ekki
átt að hlægja, hann var sprotalaus! Vonleysið fyllti hann og svitadropar spruttu fram á
enninu. Hvar átti hann að fá mat? Hvernig átti hann að komast framhjá vitsugunum?

Harry hljóp nú að hólknum, í þeirri fölsku von um að kannski byggi maður við rætur
hans, sem átti mat. Þegar hann kom að hólknum sá hann að svo var ekki… af hverju
var hann að gera sér þessar vonir? Hólkurinn gnæfði yfir honum og lá lóðrétt upp,
svo sléttur að engin leið væri að klífa hann. Hann reyndi nokkrum sinnum að klifra
upp, en datt jafnóðum niður. En í fallinu sá hann það.

Vatn!

Hann hljóp í átt að vatninu og stökk ofan í það. Vatnið breyttist jafn óðum í kviksyndi.
Harry varð skelkaður þegar hann byrjaði að sökkva en sá sér til mikillar ánægju rót,
sem var nálægt honum. Hann greyp í rótina, en komst að því, að þetta var ekki rót.
Þetta var slanga!

Hann reyndi að synda í hina áttina, en slangan bara skreið ofan á kviksyndinu án þess
að sökkva. Hann varð að halda sér uppi, það væri allaveganna skárra að vera étinn af
slöngu í einni andrá heldur en að kafna rólega.

Hann fann hvernig hann sökk dýpra með hverri hreyfingu. Hjálparlaus sökk hann
neðar og neðar. Þetta var eins og hans versta martröð.
Skyndilega var hann þrifinn upp og honum dröslað upp á bakkann. Þegar hann
opnaði augun sá hann drísilinn sem hafði gert honum svo bylt við áður.

„Af hverju hjálpar þú mér?” spurði Harry.
„Vegna þess að þú einn getur hjálpað mér út” sagði drísillinn og skalf.
„Hvernig?” spurði Harry.
„Með göldrum auðvitað!”. Harry hálfskammaðist sín fyrir hönd Drísilsins, auðvitað
með göldrum. Hann hafði meint hverskyns göldrum.

Drísillinn fór með Harry í afvikinn helli um tíu mínútna gang í burtu. Harry gekk inn
með drísilinn við hlið sér og þegar þeir voru rétt komnir inn hrundi hellismuninn.
„Af hverju allar þessar hamfarir?” hugsaði Harry upphátt.
„Þetta er Heimur Martraðanna, ef þú hugsar um eitthvað sem þú vilt alls ekki að hendi
þig, rætist sú hugsun samstundis.” sagði drísillinn. „Ég var einmitt að hugsa um hvað
myndi gerast ef hellismuninn myndi hrynja” bætti hann skömmustulegur við.

kv. Amon