Harry Potter pælingar Ég sá könnun sem sverrsi sendi inn hér á Harry Potter áhugamálið og hljómaði svona:
“Hvað á þetta áhugamál eftir að endast lengi?”
Ég svaraði bara “Jafnlengi og hugi” en þegar ég fór aðeins að hugsa útí það, þegar J.K. Rowling er búin að gefa út allar bækurnar sínar þá verður kannski rætt rosalega mikið svona…Óóóóó nei nú koma engar fl. harry potter bækur *sniff sniff* :'( o.s.fr.
Mun þetta áhugamál þá ekki deyja að lokum þegar allar Harry Potter bækurnar hafa verið gefnar út? :/

Hafið þið heyrt eitthvað um hvort J. K. Rowling ætli að gefa út einhverja aðra bækur eftir að hafa gefið út hvorki meira né minna en sjö bækur um galdrastrákinn Harry Potter?!
Mun hún kannski setjast í helgan stein? Mér finnst það mjög ólíklegt…

Ég bíð spennt eins og flest allir hér á þessu áhugamáli eftir 5. bókinni um Harry Potter sem á að heita á íslensku: “Harry Potter og fönixreglan”. Eflaust vita einhverjir það.

En það var gerð samkepnni um hugsanlega kápu á bók nr. 5 og í 1.sæti var 22 ára maður frá Indonesíu. Sú kápa finnst mér alveg sjúklega flott, en ég frétti að það hefði ekki átt að nota hana fyrst því að fönixinn (sem er fugl, kom fram í bók nr.2, Dumbledore á þannig fugl…) á að vera rauður en maðurinn sem teiknaði hann gerði hann gulan (eða gullitaðan). Mér finnst fönxinn samt bara flottari þannig og einhvern veginn bara dulafyllri jafnvel ævintýralegri:Þ
En það var stelpa frá Finnlandi sem hreppti 3. sætið og sú mynd er líka mjög flott en samt svolítið manga- leg.

Fimmta bókin verður gefin út 21. júní 2003 og verður 768 bls. Það eiga að vera 255.000 orð (mjög nákvæmt hjá þeim), en í Harry Potter og eldbikarinn var um 191.000 orð. Það verða 38. kaflar í fimmtu bókinni.

Mér finnst allar Harry Potter bækurnar skemmtilegar og get alls ekki gert uppá milli=)


Hér er síðan hitt og þetta, eitthvað sem mér fannst frekar áhugavert:

Mottó Hogwartskóla er “Aldrei kitla sofandi dreka”.. Mér finnst það frekar skondið;)

Slytherin (ein af heimavistunum fjórum) gæti þýtt: „sly therein“ sem merkir slóttugir þarna inni.

Ef þú myndir vilja senda Rowling bréf þá er heimilisfangið fangið hjá henni:

J. K. Rowling
c/o Bloomsbury Publishing
38 Soho Square
London W1V 5DF
England

Hér er mjög flott Harry Potter heimasíða: http://harrypotter.warnerbros.com/

Ég prófaði að ýta á einn link og þá var svona leikur þar sem átti að flokka mig í eina af heimavistunum ég svaraði nokkrum spurningum og að lokum var ég sett í….. Gryffindor. Og bara svona að gamni þá athugaði ég hvort allir væru ekki bara settir í Gryffindor þá tók ég prófið aftur og svaraði algjöru bulli og var þá sett í Huffelpuff:) En það er margt annað skemmtilegt hægt að gera þarna… ;)

http://www.harrypotterrealm.com/
Þessi Harry Potter síða er líka allt í lagi…

http://www.beinghere.com/posters/harrypotter .shtml
Þetta eru bara margs konar veggmyndir með Harry Potter…
Ef þú villt fl. myndir með Harry Potter og co farðu þá á www.allposters.com og skrifaðu Harry Potter í search þá kemur hellingur:)

Að lokum… Það hafa eflaust einhverjir séð flottustu ÍSLENSKU Harry Potter síðuna á netinu, en ef ekki þá er slóðin: http://www.mmedia.is/ah/harry.htm
Ég fékk ýsmar upplýsingar þaðan sem ég notaði í þessa grein… :Þ


Takk fyrir,

~Demeter~