Hérna kemur þetta þá loksins.

4.kafli.

Harry vaknar upp af dagdraumnum um það kvöld við lófatak, Ron ýtir í hann og segir ,,Hneigðu þig maður.” Þá hafði Dumbledore lokið við söguna og allir voru að klappa fyrir Harry, eða þ.e.s. allir nema nemendur Slytherin. Svo lauk Dumbledore ræðunni. Athöfnin var ekki fyrr en um kvöldið, allir höfðu frí í allan daginn. Ron, sem hafði verið í adrenalinsprengingu eftir að Fred og George hættu í skólanum vildi fara að rannsaka kastalann í seinasta sinn. Hann hafði þetta prakkaraeðli þeirra, það hafði bara legið í dvala. Hermione vildi fara með honum, sem kom á óvart, því að venjulega hefði hún bara sagt ,,Ææ, ég ætla bara að gera aukaverkefni í Vörnum gegn myrku öflunum.” En fyrst að prófin voru búin og ekkert var hægt að gera í því þá var bara slegið til. Þessi ferð var ekkert merkileg, þau kvöddu Völu væluskjóðu og hina draugana, meira að segja Peeves var í góðu skapi og var ekki að hrekkja þau. En svo fór fólkið að koma. Harry faðmar Sirius þétt að sér og heilsar síðan Weasley fjölskyldunni. Og fyrr en varið er komið að athöfninni. Allir foreldrar voru komnir inn í Stóra salinn, og hver sat annar á fremsta bekk annar en Sirius Black, yfirmaður Fönixreglunnar, í þeim eina tilgangi að horfa á guðson sinn Harry Potter útskrifast úr Hogwarts galdraskóla. Hann hafði oft mætt á Quidditch leiki, en þá oftast í opinberum erindum. En nú átti Harry alla athygli hans. Og aðvitað kona hans Regina Seamore, sem var ófrísk af fyrsta barni þeirra. Allir nemendur skólans voru komnir í hátíðarskykkjurnar, Harry var í dökkgrænni silkiskykkju með merki Gryffindor heimavistarinnar á bakinu sem Sirius hafði gefið honum. Og Ron hafði hann gefið fagurrauða skikkju úr silki. Nemendunum voru veittar einkunnir af yfirmönnum heimavistanna, svo voru veitt sérstök heiðursverðlun fyrir bestan árangur á prófunum. Hermione hirti þau öll, en aðrir voru jafnir henni í þeim flestum. Neville fékk verðlaun í Gróðurhúsafræði, Parvati Patil í Stjörnufræði, Ron í Ummyndun, og Harry fékk verðlaunin í Vörnum gegn myrku öflunum.* Bæði var það fyrir frábæran árangur á prófinu, líka vegna sigurs hans á Voldemort á síðasta ári. Núna var gert hlé, svo átti að hefjast Quidditch leikur milli úrvalsliði 7.árs nema og liðsins frá árinu áður. Harry er leitari liðs síns. Liðin ganga út á völlinn við rosaleg fagnaðarlæti frá áhorfendunum. Harry lítur upp í bestu stúkuna, og þar situr Sirius ásamt Dumbledore og hinum kennurunum. En svo hefst leikurinn. Ég ætla bara að segja lið Harrys og hitt liðið, ekkert að flækja þetta. Lið Harrys fær boltan og skorar 10 stig. Harry er að leita að eldingunni, ekkert bólar á henni. Hann sveigir framhjá rotara sem var beint í áttina til hans. Harry ákveður að fljúga yfir hópinn, til að sleppa undan roturunum. Harry sér að leitari hins liðsins er á miklu lágflugi. ,,Eldingin” hugsar Harry. Hann steypir sér niður til þess að elta leitarann. En við það fær hann Rotara í magann, þannig að hann sveiflast af leið. Þetta var auðvitað gildra, því að um leið og Harry fékk rotarann í sig sveigði leitarinn af leið. Þetta var planað hjá þeim. En Harry er ekki á fyrsta ári lengur og kann sjálfur þónokkrar brellur. ,,Jæja, þá er leikurinn hafinn fyrir alvöru.” Segir Harry við sjálfan sig og hefur leitina að eldingunni á ný. Núna líða 20 min og ekkert bólar á eldingunni. Harry talaði við liðsmenn sína stuttlega og núna eiga flestir rotarar að beinast að leitara hins liðsins. Og það hefur tilætluð áhrif. Núna er staðan 70-100 fyrir hinum, og Harry vill bara finna eldinguna. Harry sér stundum í stúkunar og á meðan aðrir eru að fylgjast með hvar tromlan er, sér Sirius oftast ekkert annað en Harry. Hann fylgir honum eftir með augunum og brosir. Það sem hann hugsar er hvað Harry líkist föður sínum mikið. Dumbledore fylgist líka stöku sinnum með Harry líka. En þarna er hún! Harry sér eldinguna rétt fyrir framan bestu stúkuna. Og ekki lítur út fyrir að hinn leitarinn sjái hana. Harry æðir af stað í áttina að stúkuni. Áhorfendur taka andköf. Harry réttir út höndina, en við það kemur rotari sem neyðir hann af stefnu. Og þá er eldingin horfin. Núna er staðan 120-200. Forustan eykst stöðugt. Harry þarf að finna eldinguna fljótt, annars er það orðið of seint. Nú líður tímin, og staðan er orðin 150-260. Og þarna er eldingin. En núna læðist Harry að henni. En þarna kemur hinn leitarinn á fullu. Harry herðir flugið og réttir út höndina. Núna fljúga þeir þétt saman og elta eldinguna. Núna æsist leikurinn heldur betur. 160-290. Það er núna eða aldrei fyrir Harry. Hinn leitarinn reynir af öllum mætti að ýta Harry af leið, en Harry er með stefnuna beint á eldinguna. Núna horfa allir á þá, Harry og hinn leitarann. Harry réttir út höndina einusinni en, og núna nær hann henni. Hann flýgur hátt yfir alla aðra, tekur svo dýfu og tekur einn hring framhjá áhorfendunum. Hann vann leikinn!! 310-290! En núna lendir hann og tekur þátt í fagnaðinum með liðinu.

*Bara helstu verðlaunin.
- MariaKr.