Ron sat við skrifborðið sitt og reyndi að drepa tímann með sjálfstokkandi spilunum sínum. Hann var hugsandi um leið og spilahöllin hans féll. “Af hverju hafði Harry ekki viljað fara til hans og verða samferða Ron á lestarstöðina á leið til Hogwarts?” Hann var sjálfur alltaf að tala um hvað Dursley fjölskyldan var leiðinleg og Harry hafði sjálfur sagt að heimili Rons væri besta hús sem að hann hefði nokkurn tímann komið í. “Þetta var afar óvenjulegt af Harry” hugsaði hann með sjálfum sér um leið og ófreskjan á háaloftinu henti rörum beint að herberginu hans. Ron hafði verið kominn á fremsta hlunn með að spyrja hann af hverju hann vildi það ekki, en hann vissi að Harry væri búinn að segja honum það ef hann vildi að Ron kæmist að því. “Jæja, hann hlýtur að hafa sínar ástæður” hugsaði hann og byrjaði upp á nýtt með spilahöllina sína. Um leið barst hár hvellur frá herbergi Georgs og Freds.

Á meðan var Harry við útjarð Littlu Whinging og gekk fram hjá fáeinum muggum sem voru eitthvað að flækjast þarna. Á sumrin var þessi vegur troðinn bílum sem pípuðu hver á annan til að komast sem fyrst í sumarbústaðina sem voru þarna skammt frá. En nú var vegurinn algjörlega tómur, hvergi eitt einasta bílhræ að sjá sem að Harry hefði hugsanlega getað reynt að sníkja far með til London. Og gangstéttirnar í hverfinu voru næstum því algjörlega tómar, einstaka fátæklingur að betla peninga eins og Harry. Það var því lítil von til þess að geta sníkt sér farmiða í strætó á fátækragötunum, það virtust allir eiga jafn sára litla aura og Harry. Hann gekk lengra, og lengra, og loksins staðnæmdist hann við lítinn bekk og hugsaði ráð sitt. Skyldi galdramálaráðuneytið taka eftir því að Lockhart hafði framið galdra í muggaheiminum? Og hvernig skyldi Lockhart hafa komist inn til hans? Bara að hann hefði Hedwig til að senda póst til galdraheimsins… …Hedwig! Hún var ennþá heima hjá Dursleyfjölskyldunni! Og hver sá sem drap þrjá mugga án þess að víla því fyrir sér hlaut líka að nota drápsbölvunina á ugluna hans! Harry fannst það afar skrítið af hverju hann hafði ekki hugsað út í það fyrr og haskaði sér í þá átt sem hann hélt að Runnaflöt væri.

Hjá Ron hafði skyndilega allt farið í háaloft. Bæði Fred og George höfðu skyndilega orðið fyrir árás og hlupu skelfingu losnir frá herberginu sínu. Arthúr Weasley spurði þá tafarlaust af hverju þeir höfðu skellt hurðinni svona fast á eftir sér, en hann þurfti ekki svar, hurðinni var hrundið upp af sjálfum Lockhart. Herra Weasley tók samstundis upp sprotann sinn, og það gerði Lockhart líka. Allir í fjölskyldunni voru komnir fram á gang, og fylgdust með þegar að Artúr skaut frá sér rænuleysisálögum, og þegar Lockhart skaut drápsbölvunninni. Báðar skulu saman á miðri leið, og Lockhart féll dauður niður, en herra Wealey féll niður rotaður. Enginn vissi hvað hann átti að taka til bragðs, svo gangurinn var að því kominn að fyllast óðagoti þegar víkingasveit galdramálaráðuneytisins kom skyndilega í Hreysið. Stæltur galdramaður tók til máls og bað um hljóð. “Því miður fyrir ykkur öll höfum við komist að því þú-veist-hver hefur sent Gildory Lockhart til að drepa Harry Potter sem þið kunnið hugsanlega að þekkja.” Frú Weasley tók andköf. Galdramaðurinn hélt áfram.“Fyrst fór hann til Dursleyfjölskyldurinnar til að finna hann en þegar Harry hljóp í burtu drap hann Dursleyfjölskylduna í staðinn.” Það leið yfir Molly. “Þá tilfluttist hann hingað til að leita að honum en sem betur fer þá virðist sem að herra Artúr Weasley hafi gert út af við hann” sagði maðurinn og leit á Lockhart í gegnum galdramennina sem voru að reyna að vekja Arthúr með allskonar töfraformúlum. “En hvar er Harry núna? Og hvernig náði rugluhausinn vitinu aftur og lærði allar þessar bölvanir?” spurði Ron kvíðinn. “Við höldum” sagði galdramaðurinn ”að hann hafi hitt Voldemort á ferðalagi sínu til að ná vitinu aftur og þá hafi þú-veist-hver notað stýrisbölvunina á hann. En hvar Harry er núna vitum við ekki. Fyrsta verk okkar verður að vekja herra Wealey og svo ætlum við að gera allsherjar leit að Harry. Það er best fyrir ykkur, Fred, Georg, Ron og Ginny að fara í Hogwartsskólan. Þar sem að herra Weasley verður líklega ekki í aðstöðu til að hjálpa ykkur að nota galdraduftið ætla ég að gera
leiðarlykil fyrir ykkur”. Hann dró fram gamlan hjólbarða úr stórum vasa á úlpunni hans, notaði galdrasprotann sinn, hjólbarðinn varð leiftrandi í 2 sekúndur, svo varð hann aftur eins og hann var. “Vinsamlegast náið í koffortið ykkar, verið með það, nálgist öll leiðarlykilinn og þegar ég verð búinn að telja upp að þremur snertið öll bikarinn”. Þau mynduðu hálfhring í kringum hjólbarðan. “1, 2, 3!” öskraði galdramaðurinn og öllum leið eins og einhver hefði krækt í naflann á sér.