Fyrsta Harry Potter sagan mín!

Kafli 1

Harry sat órólegur á stólnum og taldi mínúturnar þangað til að hann yrði keyrður í Hogwarts. Með semingi hafði honum tekist að telja Vernon frænda á að keyra hann, sem hefði líkast til ekki tekist ef að hann hefði ekki minnt hann á að hann á að ef hann myndi ekki gera það sæti hann uppi með Harry allan veturinn. Og kannski líka af því að aðdáendabréfin frá fólki eins og Colin og Ginny voru í tonnatali og uglurnar sem að þeim fylgdu. Harry leit á úrið sitt… …12 mínútur… …Harry varð að finna sér eitthvað að gera þangað til að Vernon myndi kalla á hann og segja honum að fara og drífa sig í skóna. Hann ákvað að skemmta sér með því að líta yfir námsefnið frá því í fyrra. Hann fletti síðunnum og skoðaði einstaka hrafnaspark eftir Ron í bókunum, sérkennilegar álagaþulur sem hann hafði þurft að muna, glósur eftir leiðinlega tíma í sögum galdranna… skyndilega sá hann eitthvað! Innan um gular og gamlar síður í bók eftir Lockhart sá hann að það hafði verið búið að skrifa í hana. Þetta gat ekki verið, þetta gat tæpast staðist, gamli prófessorinn hans í vörnum gegn myrkru öflunum, Gilderory Lockhart, hafði skrifað með stórum rauðum stöfum, “Ég er kominn til að hefna” í kennslubókina hans. Harry reyndi að rifja upp atvikið með Lockhart í lok annars ársins í Hogwartskóla. Minnisálög höfðu lent á honum og gert hann algjörlega minnislausan. Prófessor Dumbledore hafði verið að tala um að það þyrfti að senda hann langt í burtu til að hann myndi fá minnið aftur. Kannski hafði hann rekist á Voldemort þegar hann fór í burtu, og Voldemort hefur gert hann að drápara. “Nei, sú hugmynd var fráleit” hugsaði Harry upphátt, en samt starði hann á skriftina í bókinni og sá að hún var nákvæmnlega eins og skriftin hans Lockharts. Hann var að því kominn að senda uglu til Siriusar, en hætti við því hann heyrði reiðilega rödd Vernons segja honum að drífa sig. Hann skyldi gömlu bækurnar eftir, tók galdradótið sitt og ugluna sína með og henti gamla skóladótinu undir rúm þar sem það myndi bíða hans næsta sumar hjá Dursley fjölskyldunni. Vonandi myndu vandræðin leysast í skólanum, hugsaði Harry, um leið og hann gekk út úr herberginu. En það hafði verið skynsamlegt hjá honum, því um leið og Harry var farinn, opnuðust dyrnar á skápnum í kompunni. Og hver skyldi hafa verið að njósna um Harry? Framhald, í næsta kafla

2 kafli
Harry var nýbúinn að ganga út úr húsi Dursleyhjónanna í fylgd Vernons, þegar hann heyrði óp frá Petuninu frænku. Vernoni varð hverft við og opnaði dyrnar undir eins. Við honum brast hræðileg sjón. Bæði sonur hans og kona voru dáin. Vernon kastaði sér strax yfir þau og grét yfir þessum hræðilega atburði. En samtímis var hurðinni skellt og dimm rödd kallaði “Avada Kedavra!”. Vernon datt stjarfur niður. Harry trúði ekki sínum eigin augum. Kvalarar hans sem höfðu pínt hann í 15 ár lágu allir dauðir við fætur hans. Hann leit upp og sá engan annan en herra Lockhart standandi með töfrsprotann. Harry var búinn að læra nóg til að sjá að Lockhart var undir áhrifum stýrisbölvurinnar, hann hefði aldrei getað lært svona bölvanir upp á eigin spýtur. En vandamálið var að sprotinn hans lá lengst inn í koffortinu hans og hvað gat Harry gert? Hann tók á rás. Opnaði dyrnar eins fljótt og hann gat og stökk lengst í burtu. Harry hljóp eins hratt og hann gat, fram hjá muggabúðunum, fram hjá sölubásunum á muggatorginu, og loks var hann kominn að útjarði borgarinnar. Hann vissi að hann hafði stungið Lockhart sem betur fer. En hvað átti Harry að gera nú? Hann vissi að brátt myndi hver einasti drápari sem var í þjónustu Voldemorts leita að honum og reyna að drepa hann.Hann mundi ekki eftir heimilisfangi neins galdramanns og Skástræti var lengst í London. Hann gæti tekið Riddaravagninn en hann var ekki með sprotann sinn. Hann átti ekki einu sinni muggapeninga svo hann gat ekki tekið strætó neitt. Hann þorði ekki aftur heim á Runnaflöt því þar gæti Lockhart beðið hans þar. Eins huganlega ráð hans var að sníkja peninga frá muggum, reynt að taka strætisvagn að Skástræti og reynt að fá hjálp frá galdramönnum þaðan. Harry ákvað að reyna að fá 50 kall frá næsta mugg sem myndi ganga fram hjá honum. Skyldi það takast?
Framhald í næsta kafla.

P. S. Til stjórnenda: Annað hvort er þessu hafnað eða samþykkt. Ef að sagan er of stutt ætla ég að lengja hana.