Fönixdraumurinn;  2. kafli  Ferðafréttin Þetta er annar kaflinn í áhugamannasögunni minni um Harry Potter. Fyrri kaflan má sjá
<a href=http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=64172>h ér</a>

Sagan gerist þegar Harry og vinir hans eru á 7. ári.
Sagan er algerlega eftir mig, ekki J. K. Rowling eða annann, þó að hún eigi persónurnar.

VARÚÐ!

Þessi saga gæti eyðilagt fyrir þeim sem ekki hafa lesið allar bækurnar 4 í röðinni um HP. Ég mæli einnig með því að maður lesi þær, líka svo að maður skilji mína sögu eins vel.

Verði ykkur að góðu!

Galdrakveðjur,
Inga Potter



*********************


2. kafli
Ferðafréttin


*********************

Þarna sat Fönixinn og bankaði í gluggann. Hann reyndi að opna gluggann en á meðan hann var að bisa við festinguna heyrði hann seiðandi rödd fyrir aftan sig. Honum brá við og þorði varla að líta aftur fyrir sig.

,,Harry…. Harry!&#8221; Harry varð svo hræddur að hann byrjaði að öskra. ,,Harry!&#8221;


***

,,Harry! Harry vaknaðu! Þú ert bara með martröð!&#8221; Hermione hristi Harry til. ,,Harry þú öskraðir! Elsku Harry minn vaknaðu núna vinur!&#8221;

Hægt og rólega færðist meðvitundin aftur yfir Harry og hann opnaði augun hálf skelfkaður á svip. Það tók hann smá tíma að átta sig á því hver væri að tala við hann. Þegar hann sá hana greip hann Hermione og faðmaði hana þétt að sér.

,,Ó, guð, Hermione, þetta ert bara þú.&#8221; Harry strauk hana og kyssti hana á munninn.

,,Óþarfi að vera með einhverja væmni hérna, þó að Harry litli hafið verið að pissa í buxurnar úr hræðslu við vondu, vondu martröðina&#8221; heyrðist úr einu horninu.

Harry leit upp og sá Draco sitja með sitt víðfræga glott og hendurnar krosslagðar á bringunni.

,,Þú! Malfoy! Hvað í andskotanum ert þú að gera hérna litla rottan þín?&#8221; hrópaði Harry reiðilega.

,,Rólegur Harry minn, hann Draco er bara hérna því að við ætluðum að byrja að skipuleggja saman jólaballið. Það er alls ekki svo langt í það og við erum eiginlega ekkert byrjuð að athuga með þetta og…&#8221;

,,Hermione ég vil ekki hafa hann inn í herberginu þínu. Hann er umsjónarmaður, á hann ekki sitt eigið herbergi?&#8221; sagið Harry snúðugur.

,,Harry minn, það er nú óþarfi að láta eins og asni&#8221; sagði hún, þó að hún vissi vel að þeir þyldu ekki hvorn annan. Hún sneri sér að Draco og sagði: ,,Gætum við gert þetta seinna Draco? Ég hitti þig á eftir.&#8221;

,,Ja, ætli ég leyfi ekki ykkur turtildúfunum að veltast um hérna einum. Dreymi þig vel Harry! Sé þig seinna Herm&#8221; svaraði Draco og sneri sér hratt við til að vekja athygli á því hve fallega skikkjan hans sveipaðist upp. Harry tók eftir þessu og hryllti sig. Af hverju þurfti þessi þöngulhaus alltaf að vera að sýnast cool?

,,Af hverju þarft þú alltaf að láta eins og asni?&#8221; sagði Hermione með reiðisvip. ,,Þú getur verið svo dónalegur!&#8221;

,,Það er HANN sem er asni. Alltaf að þykjast vera eitthvað.&#8221; svaraði Harry og gretti sig.

,,Hann Draco er ofsalega klár strákur&#8221; svaraði Hermione, að hluta til að vekja upp öfund hjá Harry en líka af því að það var satt. Draco var afburða gáfaður.

,,Bíddu er eitthvað á milli ykkar? Eitthvað sem ég má ekki vita af? Þið eruð að minnsta kosti farin að ávarpa hvort annað með fyrra nafni. Hvað veit ég nema að þið séuð bara upp í stjörnuturni að kela þegar að þið segist vera á umsjónamannafundum?&#8221; sagði hann, kannski meira í djóki en alvöru.

Hermione tók þessu öðruvísi en hann hafði haldið. Hann bjóst við að hún myndi bara segja eitthvað á móti um það að auðvitað væri ekkert á milli þeirra, en þess í stað ýtti hún honum bara í átt að dyrunum og sagði honum að fara út.

,,Herm, ég meinti þetta ekkert illa… Mér brá bara við að hann væri hér inni þegar að ég vaknaði…&#8221;

,,Út með þig. Þú treystir mér ekki! Skíthæll&#8221; hrópaði hún, ýtti honum út og skellti á eftir honum.


Harry stóð fyrir utan dyrnar steini lostinn. Hann hafði ekki haft hugmynd um að hún tæki þessu svona illa.
Og nú voru þau bæði í fýlu við hann, Ron og Hermione.

Hann rölti leiður í bragði niður ganginn í átt að Gryffindor herberginu. Það var ótrúlegt hvað það þurfti lítið til að reyta alla til reiði nú til dags. Hermione stökk upp á nef sér hvað sem hann gerði og Ron vildi bara alls ekki tala við hann. Harry hrökk upp úr sínum þungu þönkum við það að einhver brá fyrir hann fæti.

,,Bara rifrildi við kærustuna?&#8221;

Harry leit upp og sá glottið á Draco þar sem hann stóð, hálfur í skugga veggtjalds með mynd af ljósgrænum Hippógriff.

,,Vertu ekki að skipta þér af því sem þér kemur ekki við&#8221; hreytti hann út úr sér og bjóst til að halda áfram.

,,Ef þetta gengur ekki upp hjá ykkur, þá gæti ég alltaf haft not fyrir hana.&#8221;

Harry kreysti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu. Hann ætlaði ekki að fara að rífast við fleiri í dag. Hann tók eitt skref fram á við. Hann varð að labba í burtu.

,,Svona sæt stelpa eins og Hermione á hvort sem er betra skilið en þig, gleraugnaglámur.&#8221; sagði Draco og þetta hafði tilætluð áhrif. Harry sneri sér við og gekk upp að Draco.

,,Viltu endurtaka þetta&#8221; sagði Harry í hótunnartón.

,,Ég sagði bara að Hermione ætti skilið einhvern sem getur veitt henni það sem hún þarf. Peninga, frægð, virðingu, -kynlíf&#8221;

Harry þagði. Hann vissi vel að Hermione langaði að sofa hjá honum. Honum fannst hann bara ekki vera tilbúinn. Hann var líka hálf feiminn. Hvað ef að hann væri nú &#8211;lélegur…

En hann gat ekki bara staðið þarna og látið traðka sig í kaf.

,,Þú hefur álíka virðingu og… og…. og…. grænn froskur.&#8221; Hann blótaði í hljóði, ekki ætlaði það að takast hjá honum að móðga Draco. Það var sérsvið Draco&#8217;s.

,,Hmmm… Einstaklega áhrifamikið.&#8221; Draco geyspaði. ,,Það er ekki mér að kenna að hún hafi meiri áhyggjur af því að HINN kærastinn hennar sé að fara en hvernig þér gengur að læra. Eða hvað þig dreymir á næturnar&#8221;

,,Hvað meinaru?&#8221; spurði Harry gáttaður.

,,Ja nú, bara það að hún er búin að vera að hjálpa rauðhærða fábjánanum að pakka niður í stað þess að vera með þér.&#8221; svaraði Draco og lést ekki vita að hann væri að segja Harry eitthvað sem hann vissi ekki fyrir.

,,Ha? Ron? Hvert er Ron að fara?&#8221; spurði Harry

,,Núnú, veistu það ekki? Þú fylgist ekki með. Ron er á leiðinni til frakklands sem skiptinemi eftir áramót.&#8221; sagði Draco og glotti. ,,En ég hef ekki tíma fyrir kurteisisspjall, við Herm ætluðum að hittast aftur eftir mat og ég er ekki búinn að gera heimavinnunna… Sé þig seinna Potter.&#8221;

Með þessum orðum skundaði Draco niður ganginn og hvarf inn í herbergið sitt.
Harry varð eftir með spurnarsvip.

Var Ron að fara til Frakklands? Af hverju hafði enginn sagt honum þetta?

***