FanFic, 3. kafli Harry fann hvernig lífið fjaraði úr líkamanum eins og loft sem flæddi úr sprengdri blöðru. Hann reyndi að hreyfa sig en það var í raun ekkert til að hreyfa. Hann var komin út fyrir líkamann og horfði niður á sig liggjandi á jörðinni. Hann sá hvernig dökkt hárið dreifði sér í kring um höfuðið á honum, hár sem hann myndi aldrei aftur reyna að strjúka niður. Tilfinningin var skrítin. Hann fann ekki fyrir neinu, en samt var hann þarna. Hann prófaði að reyna að færa sig úr stað, það var öðru vísi en að labba, kannski aðeins meira eins og að fljúga Quidditsch, en samt allt annað. Hann leit upp og fylgdist með Voldemort þegar hann setti einhver álög á Ginny sem féll niður. Hann stökk á hann en fann bara að hann sveif í gegn um hann, gat ekki snert hann. Harry færði sig nær Ginny, reyndi að strjúka á henni fallega rauða hárið sem hann hafði alltaf hrifist svo af. Bara að hann væri enn lifandi og gæti gert eitthvað.
Bjargað henni.

Hann leit upp og sá Voldemort vera að hrópa einhverjar herskipannir til nokkurra drápara sem voru að berjast við Maddam Hooch og prófessor Snape.
Skyndilega sá hann hvar bláfiðraður fönix nálgaðist. Hann kom nær og nær Harry. Voldemort hafði líka tekið eftir honum og hló. „Þú getur ekki lífgað upp frá dauðum!” gargaði hann að fönixinum. Allt í einu breytti Fönixinn sem hafði stefnt á Harry um stefnu og þaut á Voldemort sem kastaðist á jörðina við áreksturinn. Harry sá hvernig fönixinn breyttist í háan mann í bláum klæðum. „Me- Me- Merlin?” stamaði Voldemort. Það rann upp fyrir Harry um leið og Voldemort sagði þetta að
þarna var Merlin kominn. Harry hafði séð hann á súkkulaðifroskaspjöldum en hafði alltaf haldið að hann væri löngu dáinn. Merlin sveiflaði sprotanum og Harry fann hvernig hann sogaðist aftur að líkama sínum. Á örskotsstundu sameinaðist sál hans aftur líkamanum og hann fann hvernig hann fékk kraftana aftur. Hann opnaði augun löturhægt, það var ótrúlega erfitt.
Þegar að hann loksins gat opnað augun sá hann hvar Ginny sat ringluð fyrir framan Voldemort sem var allt of hræddur til að gera nokkuð. Hún skreiddist á fætur og þegar hún sá að Harry var lifandi enn byrjuðu tárin að renna. Harry fór eiginlega hjá sér, en tók utan um hana þegar hún kom til hans.

,,Fönix hentar vel til umbreytingar vilji maður
lifa endalaust.” Sagði Merlin við Voldemort.

Djúp rödd Merlins gall við og Voldemort kipptist við. Harry vissi ekki hvað hann var að þylja upp, en hann grunaði að þetta væru einhver eldgömul álög sem enginn kynni lengur. Og kannski var það bara eins gott.

Það sem blasti við Harry og Ginny er erfitt að lýsa. Það var eins og Voldemort ældi sálinni, eins og þegar galdrar Voldemorts komu frá sprotanum hans, nema sálin fór út úr Voldemort. Ginny hálf kúgaðist og leit undan, hangandi utan í Harry. Harry gat ekki annað en horft, þetta var nú einu sinni erkióvinur hans. Merlin stakk sprotanum aftur inn á sig. „Drífið ykkur inn” sagði hann við þau. ,,Þetta er enginn staður fyrir börn, jafnvel ekki hinn fræga Harry Potter. Ég veit ekki hvað þið eruð að þvælast hérna.”


Það var þá sem hryllingurinn gerðist. Harry, Ginny og Merlin höfðu í léttinum ekki áttað sig á að Vitsuga nálgaðist Merlin aftanfrá, en hún náði taki í skikkjunni hans og réðst beint að munni hans.

Harry reyndi í örvæntingu sinni að búa til verndara, en orð hans breyttust á leiðinni út úr munninum og urðu að Expelto Petromus í stað expecto patronum. Sprenging varð, og sprotinn hans Harry´s brotnaði. Ginny féll niður.

Dáin.

„NEI!” öskraði Harry. ,,Af hverju? Af öllum þeim hlutum sem gátu gerst”


Skyndilega kvað við hvellur. Gátt opnaðist fyrir framan Harry og kolsvartur fönix flaug út um gáttina sem virtist hanga í lausu lofti. Fönixinn flaug upp, og þá gerðist eitthvað sem Harry hafði ekki séð í 3 ár, Priory Incantatem. En þetta var öðruvísi. Dumbledore og Lucius Malfoy svifu upp, og sprungu. „DUMBLEDORE!” öskraði Harry. „Af hverju? Af hverju?” sagði Harry og brast í grát. Bæði Ginny, Sirius og Dumbledore höfðu dáið á sama deginum.

Og þá byrjuðu Hamfarirnar fyrst fyrir alvöru…