Líf Harry´s eftir skólann.

2.kafli.
Núna voru næstum allir nemendurnir komnir inn í Stóra salinn og lætin mikil. Harry reyndi að horfa yfir ösina, og þarna var hún. Cho leit til hans og reynir að komast í gegnum þvöguna til hans. Harry sér líka að mörg eru þau auð sætin við borð Slytherinn. Allmargir þeirra hafa þurft að flýja með foreldrum sínum, vegna þess að þau voru fylgismenn Voldemorts og eru nú hundelt af liðsmönnum Fönixreglunnar. M.a. vantar Draco Malfoy, Fönixreglumenn elta enn hann og föður hans um fjöll Búlgaríu. Þeir náðu mömmu hans, en faðir hans flýði af hólmi um leið og Voldemort var sigraður. Lífverðir Draco, Crabbe og Goyle, ásamt Pancy Parkinson og svo gæti maður lengi talið eru í felum. En þá kemur Dumbledore inn í salinn og byður um að allir setjist. Gamla, gráa skeggið hans er orðið tætt og gamalt, andlitið hrukkótt og veðrað. En brosið hans, þetta góðlega og sefandi bros sem hefur snert fleiri en þúsund nemendur skólans. En nú tekur hann til máls, með gleði í röddini; ”Kæru 7.árs nemar og aðrir nemendur skólans sem eftir eru, þetta er mikill gleðidagur fyrir ykkur öll. 7.árs nemarnir fara héðan úr Hogwarts með alla þá þekkingu og visku sem við starfsmenn skólans höfum getað veitt ykkur, út í hinn harða heim fullorðina. En hann er ekki eins harður og dimmur og fyrir ári síðan uppá dag. Allir hér muna eftir þeim atburði. Það var lokauppgjör Voldemorts. Þá kom hann hingað til Hogwarts með mikið lið Vitsugna, dreka og annara galdraskepna. Það var merkur bardagi, sem endaði svo með bardaga milli Harry Potter og Voldemorts.,, Það ríkti mikil spenna í Stóra salnum, því Dumbledore lýsir þessu af svo mikilli innlifun. En auðvitað vita Harry, Ron og Hermione alveg hvernig þetta gerðist.

Fyrst í stað sýndist baráttan vonlaus, Voldemort hafði svo mikið lið. En svo kom Fönixreglan, þá gengdi hún hlutverki einskonar hers skipuðum góðum galdramönnum, bandamönnum þeirra og meira að segja Muggum sem höfðu upplifað skelfingu og ótta af hendi Voldemorts og vissu sitthvað um galdra. Þá geysaði þessi hrottalegi bardagi, og í honum miðjum flaug fönixinn Fawkes á öxl Harrys og bað þau þrjú að fara út að berjast að beiðni Dumbledores. Harry hafði aðeins einusinni áður heyrt fönix tala, og það var svo fallegt! Og þau lögðu af stað. Ásamt flestum 6.-7.ársnemum Gryffindor, Hufflepuff og Rawenclaw þustu þau út á skólalóðina. Þá tvístraðist hópurinn, en Harry vissi alveg hvert hann ætlaði. Hann ætlaði að finna Voldemort. Hann barði sér leið í gegnum þvögu af Erumpentum*, stórum, afrískum skepnum sem líkjast mjög nashyrningum úr fjarlægð, með gríðamikil horn sem geta stungið nánast allt í spað. Nokkrir liðsmenn Fönixreglunnar eiga í vandræðum með þá, þykkur skrápurinn hrindir frá sér öllum göldrum nema þeim allverstu. En núna sér Harry Voldermort vel, þarna stendur hann með sitt ljóta fés og leggur kvalabölvunina á hvern sem er af óvinunum. En hjarta Harrys missir úr slag þegar hann sér hverjum Voldemort er að beina sprotanum að. “Hermione!,, æpir hann, ”varaðu þig!.,, “Muggablóð!,, hissar í Voldemort, svo kemur grænt leiftur úr sprotanum hans. En svo missir hann fætuna. Og hver stendur þarna hjá Hermione engin annar enn Neville Longbottom. Hann hafði lagt galdur á Voldemort, sem þau höfðu að öllum líkindum lært í Jurtafræði. En nú brýst Harry í gegnum þvöguna til þeirra. “Forðið ykkur núna, þetta er minn bardagi.,, hvíslar hann að þeim og þau kinka snökkt kolli og forða sér. Nú er Voldemort kominn til sjálfs síns. “Hiss, Potter, þú munt falla!,, “Ekki vera svo sigurviss Voldemort.,, sagði Harry með alla þá fyrirlitningu í röddinni sem hann réð yfir. Svo hófst bardaginn.
*Fyrir þá sem undrast hvað þetta er, þá sá ég þetta í bók sem ég á,”Fantastic Beasts and where to find them". Svona er þeim lýst í henni. (enska) Ég þýddi eftir bestu getu.
- MariaKr.