FanFic FanFic

Jæja, til að byrja greinina vil ég koma á framfæri hugmynd
minni um íslensku yfir Fanfic. Mín hugmynd er einfaldlega:
aðdáendasögur, eða eitthvað í þeim dúr. En jæja:

Harry Potter: Life in the Void

1 kafli, Árásin

Harry hljóð að stiganum upp í herbergi sjötta árs nema. Á eftir
honum fylgdu Ron og Hermione. „Flýtið ykkur” sagði hann á
meðan hann hljóp upp stigann. „Árás” gall í upprómaðri rödd
McGonagalls, „allir nemar skuli fara upp í heimavistir sínar…
STRAX”. Öskur kváðu við hér og þar, og Neville sást detta í
stiganum. „Accio” sagði Harry og Neville flaug til hans rétt á
undan því að hópur nema hefði troðið hann niður. Sirius kom.
„Bless” sagði hann við Harry, „þetta gæti verið síðasta skiptið
sem ég sé þig.
Harry snökti. Af hverju núna? spurði hann sjálfan sig. Af
hverju þurfti Voldemort að ráðast á hann núna? Hann leit út
um gluggann og tók andköf, þetta var miklu meira en hann
hélt! Voldemort virtist vera með öllum vitsugum, tröllum og
risum sem hann gat fundið. Þarna voru líka um 100
gaddhalar. Harry hafði vondar minningar af þeim. Harry sá
kennarana á skólalóðinni, of fáir, of fáir. Harry óskaði sér þess
að hægt væri að nota tilflutning á skólalóðinni, þá væru allir í
fönixreglunni komnir. Hann leit upp, „Vá!” sagði Neville, þarna
var Hagrid, fljúgandi á fugl, nei, nei, það var dreka. Hagrid og
Maxime höfðu farið og náð í Norbert!
Ron leit allt í einu með hræðingarsvip út… „Harry…” stundi
hann smeikur. „Hvað?” svaraði Harry. „Líttu út…” sagði Ron,
og nú skein skelfingin sterkt út úr augunum á honum. „Já, ég
veit þeir hafa mikið li…” allt í einu skildi hann af hverju Ron
varð svona hræddur. Allar köngulærnar komu út úr
forboðnaskóginum, og réðust á her Voldemorts að hlið.
Fremstur var Aragog, en skindilega hvað við grænt leiftur, og
Aragog féll stjarfur niður. „Nei!!!” öskraði Hagrid af Norberd, en
kallið virtist dauft í gegnum rúðuna. Allt í einu brá við rauðu
leiftri, og hópur vitsuga féll niður, steiktar til bana.
Köngulærnar börðust nú af heift, og drápu mörg hundruð
vitsuga sem einkenndu hægri arm hersins, en þær voru of
margar, það kom jafnóðum ný fyrir þá gömlu. Allt í einu hvað
við lúðrakall, og rauður fönix kom niður, og flaug í kringum
Norbert. „Fawkes” æpti Harry í vonartón. Á eftir Fawkes komu
skindilega her rauðgylltra dreka. “Og fönixreglan!”. Það sást
að kennurunum sem voru fyrir neðan léttu. Harry tók þá
skindilega eftir því, að Sirius var horfinn… Hann hljóp í átt að
dyrunum að svefnsal sjöttu nema. Neville reyndi að stoppa
hann, en hann var bara hlaupinn niður.
Harry hljóp út, og grænt leiftur kom stöðugt út úr sprota
hans. Allt í einu sá hann Sirius. Hann var króaður af í horni, og
yfir honum voru a.m.k. 4 dráparar. Harry þusti í átt til hans, en
skindilega byrtist grænt leiftur, og Sirius yfirgaf þennan heim.
Harry réðst á dráparana, og drap þá alla. Skindilega sagði
ísköld rödd „Þá hittumst við aftur Harry, og ég geri ekki sömu
skissuna aftur.”

kv. Amon