Líf Harry´s eftir skólann.
1.kafli.

Harry vaknar að morgni útskriftardagsins úr Hogwarts, dálítið ringlaður en alveg rosa hamingjusamur. En líka undirniðri var sorg yfir því að hann ætti aldrei eftir að koma aftur til Hogwartsskóla. Þessi tilfinning hefur verið þarna alveg síðan hann lauk prófunum, en þá var hún svo lítil að hann lokaði á hana. Enn núna getur hann það ekki lengur, þetta er svo SATT, ekkert getur breytt þessu. Þetta er of mikið, hann brestur í grát. Hann vaknaði langt á undan öllum öðrum svo engin sér hann þarna útí horni á herbergi 7.árs drengjanna, grátandi.

En brátt vaknar hann aftur til lífsins þegar Ron rumskar aðeins. Hann flýtir sér að þerra augun og fara að klæða sig. Áður enn hann fer út lítur hann einusinni enn yfir koffortið sitt, þar eru öll fötin hans, albúmið sem Sirius gaf honum með myndum af mömmu hans og pabba, galdrastafurinn hans, núna á stafurinn engan tvíburastaf, stafurinn sem Voldemort átti brotnaði í vetur, þegar Harry sigraði og drap Voldemort í einvígi. Við hliðina á koffortinu stendur Nimbuz Zig-Zag kústurinn hans, Sirius gaf honum hann í haust.

Líf Harry’s er fínt, honum hefur verið boðið starf í Fönixreglunni, (ég veit ekkert hvað það á að vera í bók nr.5, en þetta er það sem það er hjá mér) ný deild innan Galdramálaráðuneitisins sem sér um viðhald og rekstur á Azkaban og það að handsama fylgismenn Voldemorts, en þeir eru mjög margir og hafa tvístrast og farið í felur eftir fall hans. Yfirmaður þeirrar deildar er Sirius Black, guðfaðir Harrys, en hann var hreinsaður af öllum ákærum (bók nr. 5 eða 6) og er nú mjög háttsettur og virtur galdramaður. Einig á hann kærustu, hana Cho í Ravenclaw. Þau eru reyndar meira enn kærustupar eiginlega, því Harry er búinn að kaupa trúlofunarhring og ætlar að biðja hennar bráðum.

En nú er að koma morgunmatur, allir eru að vakna, þannig að Harry ákveður að fara bara af stað niður í Stóra salinn. Ron er enn sofandi, en Harry ætlar ekkert að vekja hann strax. Stóri salurinn er fullur af 7.árs nemum, allir aðrir eru farnir heim með lestinni. Nú er komið á svona “útskrift” hjá 7. árs nemendur, þar sem foreldrar og aðrir koma og horfa á krakkana fá prófskírteini. (svona eins og er við háskólaútskrift í USA.) Harry finnst verst að foreldrar hans geta ekki komið. En Weasley fjölskyldan verður þarna, foreldrar Cho og margir aðrir sem hann þekkir. En hann er stoltastur af því að Sirius ætlar að koma líka. En í Stóra salnum eru líka aðrir yngri krakkar, systkyni 7. árs nemana sem stunda nám við Hogwarts. Allir hinir fóru heim vikunni áður, en þótti tilgangslaust að senda þau heim þá og svo að þau þyrftu að koma aftur vikunni seinna. En núna er að koma morgunmatur, svo Harry fær sér sæti við borð Gryffindor nema og sér að Ron og Hermione eru að koma hlaupandi til hans.

Jæja hvernig fannst ykkur? Endilega sendið inn gagnrýni og þannig, en merkið við að láta höfund vita.
- MariaKr.