Allar þessar upplýsingar er að finna á Harry Potter síðunni minni :)

MOTTÓ:
Aldrei kitla sofandi dreka eða á latínu: Draco dormiens nunquam titillandus.

SAGAN:
Þið vitið öll að Hogwartskóli var stofnaður fyrir meira en þúsund árum -nákvæm dagsetning er óljós - af fjórum mestu galdramönnum og nornum á þeim tíma. Heimavistirnar fjórar eru nefndar eftir þeim: Godric Gryffindor, Helga Hufflepuff, Rowena Ravenclaw og Salazar Slytherin. Þau byggðu þennan kastala í sameiningu, fjarri forvitnum augum mugganna, af því að þetta var á þeim tímum þegar alþýða manna óttaðist galdra, og galdramenn og nornir urðu fyrir miklum ofsóknum. Í nokkur ár unnu stofnendurnir saman í sátt og samlyndi, leituðu uppi unga nemendur sem sýndu merki um galdramátt og fluttu þá til kastalans til menntunar. En fljótlega kom upp ósætti milli Slytherins og hinna. Hann vildi herða inntökuskilirðin í Hogwartskóla. Slytherin taldi að aðeins þeir sem væru af rótgrónum galdraættum ættu að fá inngöngu í skólann. Hann var andvígur því að taka inn nemendur úr muggafjölskyldum og sagði að þeir væru ekki traustins verðir. Eftir nokkurn tíma kom upp alvarlegur ágreiningur milli Slytherin og Gryffindor, og Slytherin yfirgaf skólann. Þessu geina áreiðanlegar sagnfræðiheimildi frá.

Prófessor Binns (Úr Harry Potter og Leyniklefanum)