Margt á eftir að breytast við gerð Prisoner from Azkaban og er það möguleg ástæða fyrir eftirfarandi: Samkvæmt því sem ég hef heyrt kemur 3. myndin ekki fyrr en í janúar 2004, þó að áður hafi verið sagt að það yrði ekki nema ár milli mynda.
Nýr leikstjóri verður og því má búast við breytingum á útliti að einhverju leyti, ásamt öðrum hlutum. Hann heitir Alfonso Cuaron, og er þekktastur fyrir myndina “Og mamma þín líka” eða “Y Tu Mama Tambien”.
Það er ekki víst hvort að leikarar Harry, Ron og Hermionie haldi áfram í fjórðu mynd, en gamli leikstjórinn, Chris Columbus, sagði að þau ættu á hættu að festast í hlutverkunum og fá engin fleiri í framtíðinni. Þau segjast þó ætla að vera áfram en orðrómur segir að Daniel Radclife sé hjá sálfræðingi vegna myndanna.
Richard Harris lést nýlega en eins og flestir vita lék hann Dumbledore skólastjóra. Það var ætlun aðstandenda myndanna að gera eftir honum þrívíddarmynd sem myndi leika hann ásamt ónotuðum tökum, en dæmið gekk ekki upp. Ian McKellen hefur verið orðaður við hlutverkið og er talinn líklegasti kandidatinn fyrir þetta.
Við skulum vona að myndin komi fljótt og að leikaravandamál verði ekki of mikil.

KARIEMIL

PS Ef þig langar að senda höfundi bókanna bréf, þá er þetta heimilisfangið:
J. K. Rowling
c/o Bloomsbury Publishing
38 Soho Square
London W1V 5DF
England
Af mér hrynja viskuperlurnar…