Þetta er er fengið af síðu Önnu Heiðu Pálsdóttur en þetta er ekki c/p því ég umorðaði allan textan en VARÚÐ það geta verið spolerar (hvernig sem það er skrifað). Mest af þessu eru sögusagnir.

Í bókinni verður sgat frá því afhverju sumir galdramenn verða draugar en sumir ekki.

Á heimasíðunni var sagt að þessi bók verður styttri en fyrri bókin en ég hef heyrt að hún verði lengri, Og í þessari bók koma fram staðir sem hefur aðeins verið talað um í hinum bókunum.

Líklega fáum við að kynnast bænum sem foreldrar Harry bjuggu í.

við fáum að kynnast persónum aftur eins og Lupin prófersor.

Rowling segir að það koma margar horfnar persónur aftur á sjónarsviðið.

Ginny systir Ron á að koma mikið fram í komandi bók.

Þá á líklega að vera kvennkyns kennari í sjálfsvörn gegn myrku öflunum.

Við fáum að vita meira um Lily Potter og fyrir dauða hennar og James Potter.

Sagnir herma að Hermione verður umsjónarmaður (hún er nú líka alltaf hæðst).

Rowling segir að ein persóna líklega einn af aðdáendum Harry muni deyja!!!.

Í 5. bókinni á víst að fara á nýjan stað svokallaða töfraveröld segir Rowling.

Við kynnumst Arabellu Figg en gæti það verið sú Figg sem bassaði Harry þegar hann var lítill.

5. bókin á að vera ógnvekjandi og Harry fær að kynnast ýmsu sem hann hefur ekki kynnst áður.

Það eiga að vera hlutir sem fylgja Dursley fjölskyldunni sem maður hefði als ekki búist við.

Og í 5.bókinni á Harry að að komast nákvæmlega að því hvað dauði táknar.

P.s. ég fallbeygði ekki ensk nöfn því mér finnst það asnalegt.