Ég hafði áður prófað að lesa fanfiction sögur, og þær höfðu ekki verið neitt sérstaklega frábærar, þannig að ég hafði svo sem mínar efasemdir um það þegar einhver hugari benti mér á þessar… En þegar ég var búin að lesa svolítið í henni, þá´sá ég strax að þessi var bara litlu síðri en sögurnar hennar Rowling.

En nú eru eflaust sumir að velta fyrir sér hvað þetta fanfiction sé yfirleitt. Já, það er nefnilega þannig að Harry Potter er svo vinsælt og á sér svo dygga aðdáendur að þeir kunna oft sögurnar algerlega utanað. Og þar sem sögurnar koma nú ekki svo hratt út þá fara sumir þessara aðdáenda að velta vöngum yfir því hvað gerist næst, eða hvenig þetta hafi allt verið hjá foreldrum Harrys eða eitthvað svipað, og brátt eru þessir brjálæðingar búnir að gera svo gott plott að þeir fara að skrifa það niður, og skrifa í kring um það og svona. Svo eru nokkrar síður sem taka þessar sögur og birta þær. Oft eru þessar sögur bara krapp, en í örfáum tilfellum er um snilldarverk að ræða. í þessu tilfelli er það svo sannarlega.

Sagan er sú fyrsta í Draco triologyunni (triology eru þrjár bækur sem tengjast, og eru eftir sama höfund)Hún gerist þegar Harry og félagar eru 16 ára

Nemendur Gryffindor og Slytherin eru saman í töfraseiðatíma þegar að þeim er falið að drekka polyjuce potion og skipta um ham við félaga sinn. Snape lætur Harry að sjálfsögðu vera með Draco, en þær hata náttúrulega hvorn annan eins og allir vita. Með semingi skipta þeir um ham, en þegar flestir eru að skipta aftur til baka eftir smá stund, rennur upp fyrir þeim að þeir eru ennþá í sínum nýja ham. Þeir fara þá að slást og Draco, útlislega eins og Harry, kýlir Harry svo fast að hann verður meðvitundarlaus.
En allir halda að þeir séu bara í sínum rétta ham og þannig lítur þetta út sem Harry hafi kýlt Draco en ekki öfugt. Harry er sendur í sjúkraálmuna, en faðir Dracos kemur og nær í hann, í þeirri trú að hann sé að taka son sinn heim, en ekki erkióvin sinn, Harry Potter.

Þessi hamskipti valda því að serstök tenging myndast milli Draco og Harrys. Draco
nýtur þess í svolítinn tíma að vera góði gæjinn sem allir aðrir en Slytherin elska. Hann verður svo skelfingu lostinn þegar hann kemst að því að Harry er heima hjá föður sínum, því að það mydni ekki veita á gott ef að Lucius, faðir Draco's, myndi komast að því að Harry er ekki Harry.

Nú vil ég ekki segja meira nema það að í þessari sögu færðu að kynnast öllum karakterunum miklu nánar, og maður fer að halda mikið upp á karaktera sem maður hataði áður. Sagan inniheldur ástarþríhyrning, skápafyllerí, Viðurstyggileg plott og ýmislegt.

Ég mæli hiklaust með henni fyrir alla sem hafa lesið allar bækurnar, það er að segja ef þeir ráða yfir góðu valdi á ensku, og eru aðeins eldri en tíu ára kannski, því að sumt er virkilega ógeðslegt.

Sögurnar getur þú fundið <a hreaf=www.schnoogle.com/authorlinks/cassandra_claire/>h ér</a> eða ef að tengillinn virkar ekki þá er það www.schnoogle.com/authorlinks/cassandra_claire.

Verð i ykkur að góðu!

kveðja Inga Potte