Hmmm já, þar sem þetta er fyrsta greinin mín á þessu áhugamáli (btw! til hamingju allir!) þá svona datt mér í hug að smella inn eins konar gagnrýni á þær bækur sem eru komnar út í bókaröðinni, s.s. skrifa svolítið hvað mér finnst um hverja bók, here we go :)

(athugið að það gætu leyns spoiler-ar hér og þar, þó engir alvarlegir, nema þessi eini sem ég merkti)

——————————————– ——————–

1. Harry Potter and the philosopher's stone (Harry Potter og viskusteinninn).

Það var með þessari bók sem að Harry Potter kom fram á sjónarsviðið (og hann er ekkert á leiðinni að yfirgefa það) og virkaði eins og sprengja á bókaheiminn, allt frá því bókin var gefinn út hefur Harry Potter átt miklum vinsældum að fagna meðal barna, unglinga, fullorðina og eldra fólks.

Ég man enn eftir viðbrögðum mínum þegar yngri systir mín rétti mér bókina og sagði mér að lesa hana, hún sagði að bókin væri alveg brilliant. Þar sem að ég hafði ekki hugmynd hver þessi Harry Potter væri þá hafði ég fyrst lítinn áhuga á að lesa eitthvað sem yngri systir mín fílaði(því miður viðhorf sem mér finnst allt of margir hafa nú til dags). En einhverra hluta vegna þá lét ég til leiðast og las fyrsta kaflann. Eftir þann lestur lét ég bókina niður spurði hvaða bévítans rugl þetta væri, ég gjörsamlega skildi ekki neitt í neinu. Samt sem áður lét ég mig hafa það að lesa nokkra kafla í viðbót og ég sé sko alls ekki eftir því, ég hef verið alger sjúklingur síðan þá.

Nú, eins og áður sagði þá byrjar þessi bók ruglingslega en smám saman losnar úr flækjunni og við fáum alltaf að vita meira og meira um þennan galdraheim og við uppgötvum hann með augum Harrys. Þar sem að flestir vita innihaldið þá ætla ég ekki að skrifa um það hér, það gerði greinina bara að einverri lönguvitleysu.

Þó að mörgum finnist Viskusteinninn vera sísta bókin þá verður þetta alltaf vel skrifuð bók, hún kom með ferska strauma inn og lagði grunninn að hinum bókunum og öllu því sem þar gerist. Töluverður tími fer í útskýringar á hinu og þessu, en það skemmir alls ekki fyrir finnst mér því maður gleymir sér algerlega í þessari bók yfir lýsingum á Quidditch leikjum og fortíð hans Harrys. Frábær bók.


——————————————— ———————

2. Harry Potter and the chamber of secrets (Harry Potter og leyniklefinn).

Eftir að ég lauk lestri fyrstu bókarinnar þá gat ég ekki beðið eftir bók númer 2 í röðinni. Hún leit dagsins ljós eftir allt of langa bið (fannst mér og örugglega fleirum) og ég greip hana og las hana gjörsamlega í tætlur.

Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Í þessari bók gefur Rowling allt í botn og spennan er svo sannarleg mikil. Mér finnst hún fara á kostum í lýsingum á leyniklefanum og hvernig hún skilur eftir sig smáatriði hér og þar sem síðan smella saman í lokin. Leyniklefinn hefur alltaf verið uppáhaldið mitt, klassísk spennubók, skrifuð af meira öryggi en viskusteininn og framvindan er afbragð. Hún tekur á ýmsum málum, t.d. kynþáttahatri (vissulega er það líka í hinum bókunum en aldrei eins sterkt og hér) og gerir það mjög vel.

Það er sem sagt Harry Potter og Leyniklefinn sem er besta bókin að mínu mati, þó að hinar séu alveg frábærar líka þá hefur þessi einhver tök á mér, það er eitthvað við hana sem nær mér alveg.

————————————————— —————-

3. Harry Potter and the prisoner from Azkaban (Harry Potter og fanginnn frá Azkaban)

Þá er það þriðja bókin í röðinni og enn hittir Rowling í mark með frábærri bók. Þessi bók snýst meira um Harry og hans fjölskyldumál en hinar gera. En og aftur tekst Rowling að halda spennu í gegnum allra bókina og skilur eftir sig ýmis smáatriði hér og þar í bókinni sem skipta máli, s.s framvindan er enn og aftur afbragð.

Í bókinni fáum við að vita meira um föður Harry og bakgrunn hans og þetta er (MÖGULEGUR SPOILER, EKKI LESA EF ÞÚ HEFUR EKKI LESIÐ BÓKINA!!!!!)sennilega eina bókin sem Voldemort er ekki höfuð -andstæðingurinn.(MÁTT LESA AFTUR!!!)
Samt sem áður er eitthvað við bókina sem mér finnst gera hana lakari en Leyniklefinn og að mínu mati er hún sú lakasta hingað til.

En ekki misskilja mig þessi bók er frábær skemmtun og passar virkilega vel inn í seríuna, eins og áður sagði þá er eitthvað sem virkar ekki eins vel á mig og hinar gera, ég á rosalega erfitt með að útskýra það. Mjög góð bók samt sem áður og með þeim betri sem ég hef lesið.


——————————————- ————————

4. Harry Potter and the goblet of fire (Harry Potter og eldbikarinn)

Þá er það nýjasta bókin og án alls vafa sá dimmasta í seríunni (ég spoila ekki meira, þeir sem hafa lesið vita hvað ég á við). Eins og gerist oft í bóka- og bíómyndaseríum þá er miðjubókin alltaf sú dimmasta, allt stefnir í volæði og það vonda nær yfirtökunum (nefni sem dæmi The Two Towers í LOTR og The Empire Strikes Back í Star Wars). Þessi bók sinnir hlutverki sínu frábærlega og er enn ein skrautfjöðurinn í hatt Rowling og Harry Potter bókanna.

Í þessari bók sjáum við mun meira af galdraheiminum en við höfum séð og við fáum að kynnast bæði því góða og því illa. Söguþráðurinn er frábær og Rowling gerir enn og aftur frábærlega í að láta mann segja í lok bókarinnar: ,,ÞAÐ VARST ÞÚ SVÍNIÐ ÞITT!!! ALDREI HEFÐI ÉG TRÚAÐ ÞESSU UPP Á ÞIG!´´.

Maður sér nýjar hliðar á persónunum, bæði góðar og slæmar (Dumbledore er mjög gott dæmi) og ný vídd færist í bókaflokkinn. Þetta er alveg æðisleg bók, og stendur jafnfætis leyniklefanum á ýmsum sviðum hvað varðar söguþráð en enn og aftur er eitthvað við Leyniklefann sem ég fíla svo rosalega að Eldbikarinn er að mínu mati ekki alveg jafn góður, en tvímælalaust næst besta bókin og kemur mjög stutt á eftir Leynklefanum á listanum mínum. Ég vitna í Völu Matt: ,, Alveg brilliant (bók)´´

——————————————– ——————–

Jæja, þá er ég búinn að segja ykkur frá skoðunum mínum, og gerið svo vel að vera sammála eða ósammála. Vona að þið hafið skemmt ykkur við að lesa, alla vega skemmti ég mér mjög vel við að koma hugsunum mínum á blað :)

Með fyrirvara um stafsetningar villur

Kær kveðja,
Pires-PireZ
Anyway the wind blows…