Ég ætla að draga mig í hlé sem stjórnandi á þessu áhugamáli. Virkni mín hefur ekki verið til eftirbreytni hér síðustu mánuðina, enda er hokkí ekki efst á mínum áhugamálalista. Upphaflega sótti ég um þar sem að admina vantaði.

Nú biðla ég til ykkar notenda að sækja um adminstöðu hér, og ekki væri verra að fá áhugamann eða leikmann. Linkur á umsókn

Nú bið ég ykkur vel að lifa, og passið ykkur, ég mun fylgjast með ykkur áfram :)

Aiwa