Virðist ekki vera mikið notað áhugamál en ætla freista þess að fá svar.

Mér hefur alltaf fundist gaman af því að horfa á hokkí og einnig hef ég gaman af því að eiga treyjur sem kannski sjást ekki allastað. Hvort sem það eru treyjur fótboltaliða eða í einhverri annari íþrótt. Mér hefur því oft langað til að versla mér hokkí treyju og þá NJ Devils treyju því þeir eru það lið sem ég fylgist með.

Ég fór inná nhl.com og í shopið þar en þá eru treyjur sem kostar þar 299dollara sem mér finnst bara alltof dýrt. En ég fann síðan treyju sem kostar 114 ( http://shop.nhl.com/product/index.jsp?productId=2626973&cp=3176679&clickid=body_bestsell_img) sem er mun skárra en ennþá góður peningur. Veit einhver hér um síðu/ur þar sem hægt er að kaupa svona treyjur á engu svakalegu verði. ég er þá helst að leita af Devils eða Dallas treyju.

Einnig hafa menn reynslu á stærðunum. Er manni óhætt að kaupa XL ef maður er t.d að nota xl í fótboltatreyjunum (vill þó hafa þetta aðeins vítt ekki mjög aðþrengt)