SA og Björninn mættust í gærkvöldi í fjörugum leik á Akureyri. Heimamenn unnu leikinn með 10 mörkum gegn 3 en leikurinn var frekar jafn alveg fram í 3. lotu. SA hafði yfirhöndina allan tímann og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og einu mörk 1. lotu. Í 2. lotu var jafnræði með liðunum og bæði lið skoruðu tvö mörk og því var staðan 4 – 2 fyrir SA þegar 3. og síðasta lotan hófst. Bjarnarmenn mættu til leiks aðeins með 8 útileikmenn og því má gera skóna (eða skautana) að þeir hafi verið orðnir vel þreyttir þegar líða tók á leikinn því SA skoraði alls 6 mörk í síðustu lotunni gegn aðeins 1 marki Bjarnarins. SA átti nóg inni enda spilaði liðið á þremur línum allan tímann á meðan mikið mæddi á fáum leikmönnum Bjarnarins sem spiluðu engu að síður mjög vel en skorti þrekið og mannskapinn til að halda út til leiksloka. Það er ljóst að það verða Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar sem mætast munu í úrslitum sem hefjast í næsta mánuði. Enn eru þó tveir leikir eftir af undankeppninni, báðir á milli SA og SR og munu þeir báðir fara fram á Akureyri. Þeir leikir munu skera úr um það hvort liðið tryggir sér heimaleikjaréttinn í úrslitum. SR þarf aðeins eitt stig út úr þessum tveimur leikjum en SA þarf að vinna báða leikina án framlenginga. Mörk og stoðsendingar SA: Jón Gíslason 4/3, Tomas Fiala 3/2, Sigurður Sigurðsson 1/2, Guðmundur Guðmundsson 1/1, Elvar Jónsteinsson 1/0, Björn Már Jakobsson 0/1, Elmar Magnússon 0/1. Björninn: Birgir Hansen 2/0, Vilhelm Bjarnason 0/2, Trausti Bergmann 1/0 Brottvísanir
SA: 19 min
Björninn: 18 mín Aðaldómari: Michal Kobezda


tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind