Sergei þjálfari hafði ákveðið að taka daginn rólega og því var ræst frekar seint eða rétt um klukkan níu. Morgunmatur var etinn og síðan haldið út í rútu. Áfangastaðurinn var garður nálægt skautahöllinni en í stað ísæfingar var farið í göngutúr þar en einnig reyndu menn fyrir sér í gogart bílum og ýmsu fleiru. Á meðan fóru fararstjórar að leita að einhverju fyrir liðið að gera á laugardaginn, en þá er seinni frídagurinn í mótinu. Allir voru síðan mættir um tólfleytið í hádegismat ásamt því sem þjálfarinn fundaði með leikmönnum. Sergei skipaði síðan hvíld fram að brottför á leik og um tvöleytið var lagt í hann niður í skautahöll. Þegar þangað var komið hljóp sá sem þetta skrifar í næsta stórmarkað að kaupa banana handa liðinu. Heimamenn horfa enn nokkuð mikið á á þá sem eru öðruvísi í útliti, en maður uppdressaður í jakkafötum með bindi sem kaupir ekkert nema þrjá fulla poka af banönum vakti að sjálfsögðu enn meiri athygli og bros sást á allmörgum heimamönnum. Um leikinn sjálfan sem slíkan, verður fjallað um í annarri grein en það voru hálf daprir leikmenn sem mættu í kvöldmat á hótelið. Von um að komast upp um deild er þó langt frá því að vera fjarlægur draumur, enn eru tveir leikir eftir og allt getur gerst. Kveðja frá Kína.

tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind