regla 481

481 – PÖKKUR Á NETI
Þegar pökkurinn er fastur utan á neti marks í lengri tíma en 3 sekúndur eða hann er fastur við markið milli andstæðra leikmanna, skal aðaldómari stöðva leikinn og taka uppkast:
 Á næsta uppkastpunkti inni í varnarsvæði.
 Á næsta uppkastpunkti í hlutlausasvæði ef að aðaldómari álýtur að sóknarmaðurinn hafi fryst pökkinn.

Aðferð dómara:
Þegar pökkurinn festist aftan á neti marks vegna þess að sóknarmaður skaut honum þangað og varnarmaður hefur nægan tíma til þess að leika pekkinum en gerir það ekki, Skal dómarinn með orðaskiptum við leikmanninn reyna að fá hann til þess að leika áfram. Ef leikmaðurinn gerir enga tilraun til þess leika áfram, skal dómarinn gefa varnaliðinu aðvörun, og láta það vita að því beri að leika áfram. Uppkast skal taka í varnarsvæðinu.

Túlkun:
Leikmenn geta leikið, slegið eða mokað pekki sem er fastur aftan á markneti, svo lengi sem hann hafi ekki verið fastur lengur en í 3 sekúndur.

DÆMI:

Dæmi 1.
Pökkurinn lendir á þakneti hjá varnarliði, en áður en að dómari nær að blása í flautu kemur sóknarleikmaður og slær pökkinn aftur í leik með kylfunni.

Úrskurður:
Dómari skal láta leikinn halda áfram svo lengi sem sóknarleikmaðurinn var ekki með of háa kylfu.

Dæmi 2.
Pökkurinn lendir á þakneti hjá varnarliði, en áður en að dómari nær að blása í flautu kemur sóknarleikmaður og slær pökkinn aftur í leik með kylfunni og skorar síðan mark.

Úrskurður:
Ef sóknarleikmaðurinn var ekki með of háa kylfu og einnig ef hann stendur ekki í markteignum á því augnabliki sem pökkurinn fellur inn í markteiginn. er markið löglegt.

Dæmi 3.
Pökkurinn lendir á þakneti hjá varnarliði, en áður en að dómari nær að blása í flautu kemur sóknarleikmaður og slær pökkinn aftur í leik í innanverðu markinu með kylfunni og skorar síðan mark.

Úrskurður:
Ef sóknarleikmaðurinn var ekki með of háa kylfu og einnig ef hann stendur ekki í markteignum á því augnabliki sem pökkurinn fellur inn í markteiginn. er markið löglegt.


þetta er lika af íhí.is