regla 557

557 – LEIKMAÐUR FELLUR Á PÖKKINN (FALLING ON THE PUCK BY A PLAYER)
Ef leikmaður annar en markmaður, fellur viljandi á pökkinn, heldur honum eða reynir viljandi að koma honum í skjól af líkama sínum, skal hann hljóta:
 Litla dóm (2 mín)

Ef leikmaður í vörn, annar en markmaður, fellur viljandi á pökkinn, heldur honum eða reynir viljandi að koma honum í skjól af líkama sínum, þegar pökkurinn er inn í hans eigin markteig, skal Aðaldómari dæma:
 Vítaskot (PS)

Ef markmaður sá sem er til varnar hefur verið fjarlægður af svellinu og leikmaður, fellur viljandi á pökkinn, heldur honum eða reynir viljandi að koma honum í skjól af líkama sínum, þegar pökkurinn er inn í hans eigin markteig, skal aðaldómari dæma:
 MARK (GOAL)


DÆMI:

Dæmi 1.
Pökkurinn er inn í markteig og leikmaður sem stendur utan við markteiginn mokar eða slær pekkinum út úr markteignum og undir sig. Hann grípur hvorki né felur pökkinn á meðan að hann er í markteignum.

Úrskurður.
Dómarinn á að dæma litla dóm á leikmanninn. Mestu ræður staðsetning pökksins þegar hann var tekinn og honum komið í felur áður en flautað var.

Dæmi 2.
Leikmaður er inn í markteig, hann mokar pekkinum sem er fyrir utan teiginn inn í markteiginn, og fellur síðan á hann til að hylja hann.

Úrskurður.
Dómarinn skal dæma vítaskot, Mestu ræður staðsetning pökksins á því augnabliki þegar leikmaðurinn hylur hann.


þetta er af ÍHÍ.is