ÚFF!! hvað leikurinn Björninn vs Narfi var leiðinlegur, ég held bara að þetta hafi verið einn sá leiðinlegasti til þessa, erfit að segja samt því að einn leikur SR vs SA í fyrra var á svipuðum standard.
Að sitja og horfa á þennan leik var eins og að fá rótarfyllingu, og það án þess að fá deyfingu.
Mesta skemmtunin var að hlusta á tónlistina sem DJ Bud var að spila! þvílíkt eyrnakonfekt, og svo var líka gaman að heyra hvað tónlistin hækkaði alltaf því meira sem að leið á leikinn, við hvert mark sem að BJ skoraði þá hækkaði DJ BUD um svona 5 í hljóðstyrk, þegar staðan var orðin 5-1 þá varla réðu græjurnar við hljóðstyrkinn.
Gott weiss ich will kein Engel sein