Slóvakinn Zdeno er engin smásmíði, 206 cm á hæð og 125 kg á þyngd, sá stærsti í sögu NHL. Fyrir nokkrum árum var farið fram á að hann fengi að nota lengri kylfu en reglur leyfðu, en á það var ekki fallist. Það virtist ekki koma að sök því hann hefur verið gríðarlega sterkur varnarmaður og nánast verið óhugsandi að komast fram hjá honum. Leikmenn tala um, kannski meira í gamni en alvöru, að það sé óréttlátt að spila á móti honum, svo sterkur sé hann og fljótur. Svo er hann með mjög góða kylfutækni og góð skot. Margir telja að hann verði kosinn í þetta sinnið varnarmaður deildarinnar

Tekið af Síðu SR.