Já, það má með sanni segja að leikið hafi verið í Egilshöllinni þriðjudaginn 8.nóvember, og ekki aðeins íshokkí.
Þar fór fram leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur, og mikið var um dýrðir. Hæst stóð uppúr hin mikilfenglega dramaatriði leikmanns SR númer 25 Zdenek Prochazka, þegar hann með einstökum tilþrifum lést hafa verið skotinn með haglabyssu í síðuna! Hanskar, hjálmar og kylfur flugu! hvílíkur leiksigur! Annað eins hefur ekki sést síðan á dögum John Travolta í stórmynd sinni Grease. Áhorfendur klöppuðu kappanum lof í lófa fyrir þetta ógleymanlega stikki….











nei í alvöru, er ekki mál að sækja um fyrir gaurinn í Brogarleikhúsinu?