“Íshokkíleiktíðinni í Bandaríkjunum aflýst vegna launadeilna

Leiktíðinni í bandarísku íshokkídeildinni (NHL) var í dag endanlega aflýst eftir að leikmönnum og eigendum liðanna tókst tókst ekki að ná samkomulagi um laun leikmanna áður en frestur sem settur hafði verið til klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma rann út.

Þetta er í fyrsta sinn sem heil leiktíð fer forgörðum í bandarískum atvinnumannaíþróttum vegna launadeilna.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Stanley-bikarinn eftirsótti, sem sigurliðið í NHL hampar jafnan, verður ekki afhentur að þessu sinni, og er þetta einungis í annað sinn síðan 1893 sem það gerist. Hitt skiptið var árið 1919, þegar inflúensufaraldur olli því að úrslitaleikjunum var aflýst.

Framkvæmdastjóri hokkídeildarinnar, Gary Bettman, sagði að mikið hafi borið í milli samningsaðila.”

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1125624