Á heimasíðu Narfa má lesa að formaður Bjarnarins, fyrir hönd félagsins, hafi sent inn til ÍSÍ kæru vegna Narfans í Íslandsmóti karla. Farið er fram á það að Narfi verði dæmdur úr keppninni þar sem Narfi hafi ekki tilkynnt þrjá virka dómara fyrir mótið einsog honum bar skv. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ÍSS. Þar sem Narfi er tekinn fyrir hljóta þessi mál að vera í stakasta lagi hjá hinum félögunum, því ekki viljum við kasta steinum úr glerhúsi. Tilkoma Narfans í Íslandsmótið var kærkomin íslensku íshokkíi enda mótið jafnara og skemmtilegra en oft áður. Við megum því alls ekki við því að missa Narfa út úr mótinu (þótt SR-ingum hafi gengið bölvanlega með þetta lið hingað til!). Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig ÍSÍ tekur á þessu máli og víst að flestum hokkíunnendum er ekki sama.

Er ekki í lagi með björninn ? þurfa þeir að væla yfir öllu ? … Þetta er fint einsog þetta er og ekki ástæða til að skemma það, ég held að björninn séu bara orðnir hræddir um að þurfa lenda í 4 sæti. Þeir gera ekkert annað en að væla yfir dómgæslum. Vonandi kemur narfi með 3 DÓMARA!! … og skíta yfir björninn í næstu leikjum.. Áfram SA SR OG NARFI!! ! ! ! ! !! ! ! !
Andri