Hvað er í gangi með hokkíið í dag???
ég var að koma heim frá því að horfa á Björninn S.R., ég sá að vísu ekki nema síðasta leikhluta. og ég verð að segja, jú jú, það var gott hokkí til að byrja með, síðan fór þetta bara í vitleysu!!
það er að vísu ekkert nýtt undir sólini að leikir hérna fari í vitleysu!
en hvernig væri að þroskast og fara að einbeita sér að því að spila hokkí og hætta þessum slagsmálum?!?!?
þetta á eftir að gera útaf við þetta frábæra sport, það endar með því að foreldrar vilji ekki leyfa börnum sínum að æfa þessa íþrótt,
þegar það er bara talað um að þetta sé ekkert annað en slagsmál.
mig langar bara að spyrja, helda virkilega svona margir leikmenn að þetta snúist um að slást???
halda svona margir leikmenn að hlífarnar sem að þeir eru með séu til þess að verjast í slagsmálum???
ef þú lesandi góður, ert einn af þeim sem að spilar þessa íþrótt, og heldur að þetta snúst um að slást?!?! þá ætla ég að benda þér á BOX, eða eittvað annað, því að þú ert að eyðileggja fyrir okkur sem að höfum gaman af því að horfa á þessa frábæru íþrótt, eða bara að þroskast og sína smá manndóm!
ég er ekki vanur að lasta dómara þegar ég er að skrifa hérna á huga, en ég verð bara að seiga mína skoðun, og hún er sú að Viðar á ekki að dæma S.R. leiki!
ég veit að það er fullt af fólki ósammála mér, en eins og ég seigi þetta er mín skoðun!!!
það er kominn tími á að, ekki bara dómarar heldur, Hokkísambandi fari að taka sig á og dæma menn í strangari refsingar, það þarf að koma í veg fyrir þessi slagsmál.
ég tek ekki son minn oft með á leiki, og mun ekki gera það aftur fyrr enn það er búið að taka á þessari vitleysu!
það er sorglegt, ef að það á að eyðileggja annað tímabil vegna heimsku, og slagsmála!!
Gott weiss ich will kein Engel sein